Stelpur „slógust“ á Sjómannadeginum Sunna Sæmundsdóttir skrifar 3. júní 2018 21:00 Sjómannadagur var haldinn hátíðlegur víða um land í dag og var sjómanna minnst við minnismerki þeirra í Reykjavík og í Bolungarvík. Á Akureyri var boðið í skemmtisiglingu í eikarbátnum Húna tvö og stelpur háðu harðan koddaslag á planka úti á Granda. Dagskráin í Reykjavík hófst með athöfn við Minningaröldur Sjómannadagsins í Fossvogskirkjugarði en á meðal gesta voru forsetahjónin. Starfsmenn Landhelgisgæslunnar stóðu heiðursvörð og blómsveigur var lagður að minnismerkinu sem á eru rituð nöfn drukknaðra, týndra sjómanna og annarra sæfarenda. Á Bolungarvík var haldin minningarathöfn um borð í varðskipinu Tý vegna þess að fimmtíu ár eru liðin frá því að Heiðrún tvö sökk með sex manns um borð. Siglt var að staðnum þar sem báturinn sökk og var tveimur blómsveigum varpað í sjóinn. Um borð voru aðstandur þeirra sem fórust og embættismenn. Á Akureyri sigldu gamli eikarbáturinn Húni tvö og fleiri smábátar frá Torfunesbreyggju og voru gestir boðnir í siglingu. Þá buðu skipverjar á Húna fólki aftur til lystisiglingar um Pollinn síðdegis. Koddaslagurinn frægi við höfnina í Reykjavík var endurvakinn í fyrra en í ár var blásið til stelpuslags. Átta fræknar konur öttu kappi og stóð Dóra Haraldsdóttir uppi sem sigurvegari. Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Fleiri fréttir Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Sjá meira
Sjómannadagur var haldinn hátíðlegur víða um land í dag og var sjómanna minnst við minnismerki þeirra í Reykjavík og í Bolungarvík. Á Akureyri var boðið í skemmtisiglingu í eikarbátnum Húna tvö og stelpur háðu harðan koddaslag á planka úti á Granda. Dagskráin í Reykjavík hófst með athöfn við Minningaröldur Sjómannadagsins í Fossvogskirkjugarði en á meðal gesta voru forsetahjónin. Starfsmenn Landhelgisgæslunnar stóðu heiðursvörð og blómsveigur var lagður að minnismerkinu sem á eru rituð nöfn drukknaðra, týndra sjómanna og annarra sæfarenda. Á Bolungarvík var haldin minningarathöfn um borð í varðskipinu Tý vegna þess að fimmtíu ár eru liðin frá því að Heiðrún tvö sökk með sex manns um borð. Siglt var að staðnum þar sem báturinn sökk og var tveimur blómsveigum varpað í sjóinn. Um borð voru aðstandur þeirra sem fórust og embættismenn. Á Akureyri sigldu gamli eikarbáturinn Húni tvö og fleiri smábátar frá Torfunesbreyggju og voru gestir boðnir í siglingu. Þá buðu skipverjar á Húna fólki aftur til lystisiglingar um Pollinn síðdegis. Koddaslagurinn frægi við höfnina í Reykjavík var endurvakinn í fyrra en í ár var blásið til stelpuslags. Átta fræknar konur öttu kappi og stóð Dóra Haraldsdóttir uppi sem sigurvegari.
Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Fleiri fréttir Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Sjá meira