Líklegt að tala látinna hækki eftir versta gosið í rúma öld Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 5. júní 2018 06:00 Krafturinn í gosinu hefur komið viðbragðsaðilum í opna skjöldu. Vísir/AFP Að minnsta kosti 62 höfðu í gær farist, hundruð höfðu slasast og tuga var saknað vegna eldgoss í eldfjallinu Volcan de Fuego í Gvatemala sem hófst á sunnudag. Búist er við því að talan fari hækkandi. Gosið er það mannskæðasta þar í landi í meira en öld. Eftir sextán og hálfs klukkutíma eldgos á sunnudaginn streymdi gusthlaup yfir nærliggjandi svæði í gær. Jimy Morales forseti hefur lýst yfir þriggja daga þjóðarsorg. Þá hefur neyðarástandi sömuleiðis verið lýst yfir í nærliggjandi sveitum á meðan hamfarirnar standa yfir og björgunarstarf fer fram. „Kvikustreymið hefur flætt yfir farveg sinn og inn í bæinn El Rodeo. Margir íbúar eru slasaðir, brenndir og dánir,“ sagði Sergio Cabanas, framkvæmdastjóri hamfaravarna í Gvatemala, í neyðarútsendingu í útvarpi. Samkvæmt hamfaravörnum hafa rúmlega 3.000 þurft að yfirgefa heimili sín. Öll hin látnu, svo vitað sé, eru frá bæjunum El Rodeo, Alotenango og San Miguel los Lotes. Cabanas sagði hins vegar líklegt að fólk hefði farist sömuleiðis í bænum La Libertad. „Því miður grófst El Rodeo undir í hamförunum. Þá höfum við ekki náð að komast til La Libertad vegna kvikustraumsins. Kannski lést fólk líka þar,“ sagði Cabanas. „Við sluppum ekki öll undan gosinu. Ég held að þau hafi grafist undir í gosinu,“ sagði Consuelo Hernandez, sem var úti á akri þegar fjallið gaus, um fjölskyldu sína við starfsmann hamfaravarna í myndbandi sem birt var í gær. Um er að ræða annað gosið í eldfjallinu á árinu, en það er eitt hið virkasta í Rómönsku-Ameríku. Í febrúar gaus fjallið miklu öskugosi en mannfall var ekkert. Samkvæmt BBC er gosið á sunnudaginn hið mannskæðasta í Gvatemala frá árinu 1902. Þá gaus Santa Maria og felldi þúsundir. Gusthlaup, líkt og streymdi frá Volcan de Fuego í gær, geta verið afar hættuleg. Þá nær brennandi heit gjóskan ekki að stíga upp til himins heldur svífur hún niður fjallshlíðarnar. Hlaupin geta farið hratt yfir, hraðar en nærstaddir gera sér grein fyrir, eða allt að 700 kílómetra á klukkustund. Algengara er þó að hlaupin fari þó um eða upp úr hundrað kílómetra á klukkustund. Gosefnin í hlaupunum geta svo orðið gríðarlega heit, allt frá 200 og upp í 700 gráður, samkvæmt vísindablaðamanni BBC. Birtist í Fréttablaðinu Eldgos og jarðhræringar Gvatemala Tengdar fréttir Hundruð saknað í Gvatemala Ekki er vitað til þess að fleiri hafi dáið í eldgosi í Gvatemala síðan 1912 og hefur Jimmy Morales, forseti landsins, lýst yfir þriggja daga sorgartímabili. 4. júní 2018 10:34 Minnst 62 látnir eftir eldgos í Gvatemala Í það minnsta 62 eru látnir eftir eldgos í Fuego-fjalli í Gvatemala í nótt, en fjallið er eitt það virkasta í Mið-Ameríku. Þriggja daga þjóðarsorg hefur verið lýst yfir í landinu. 4. júní 2018 23:43 Öflugasta eldgos í áratugi Hið minnsta 25 eru látnir eftir eldgos í fjallinu Fuego í Gvatemala. 4. júní 2018 05:43 Mest lesið Fjórtán ára barn hafði mikla peninga af níðingi Innlent Tveir sérlega hættulegir gómaðir á Íslandi og gríðarleg fjölgun verkefna Innlent Morðtilræði, vændi og frændi sagður drepinn fyrir komuna til Íslands Innlent „Þessi aðgangur hefur bara víst valdið tjóni“ Innlent Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Erlent Friðjón sakar eiginmann Heiðu Bjargar um karlrembu Innlent Vill svipta glæpamenn íslenskum ríkisborgararétti Innlent „Maður úr innsta hring íslenskrar stjórnsýslu“ reyni að afvegaleiða umræðuna Innlent Færeyingar leita til Íslands að útvarpsstjóra Innlent Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Erlent Fleiri fréttir Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Myndbönd sýna flugvélina lenda harkalega og enda á hvolfi Taldi sig vera að drepa Palestínubúa sem reyndust vera Ísraelar Bandaríkjamenn og Rússar funda með Evrópu á hliðarlínunni Farþegaþota brotlenti og hafnaði á hvolfi Evrópa þurfi að vígbúast Skynjar „nýja evrópska staðfestu og alvarleika“ fyrir fundinn í París Páfi sagður þarfnast frekari sjúkrahússlegu vegna sýkingar „Ferðamannaparadísin“ Gasa líklega rædd á fundi Rubio og krónprinsins Rubio mættur til Sádi-Arabíu og Lavrov segir Evrópu ekki eiga neitt erindi Blaðamenn AP í straffi hjá Hvíta húsinu vegna Mexíkóflóa Mette fulltrúi Norðurlanda á neyðarfundi í París Fyrsti opinberlega samkynhneigði imaminn skotinn til bana Reiðubúinn til að senda hermenn til Úkraínu Ísraelar fá sprengjur frá Bandaríkjunum Átján létust í troðningi Morð varpar ljósi á skuggalegan sértrúarsöfnuð Sjá meira
Að minnsta kosti 62 höfðu í gær farist, hundruð höfðu slasast og tuga var saknað vegna eldgoss í eldfjallinu Volcan de Fuego í Gvatemala sem hófst á sunnudag. Búist er við því að talan fari hækkandi. Gosið er það mannskæðasta þar í landi í meira en öld. Eftir sextán og hálfs klukkutíma eldgos á sunnudaginn streymdi gusthlaup yfir nærliggjandi svæði í gær. Jimy Morales forseti hefur lýst yfir þriggja daga þjóðarsorg. Þá hefur neyðarástandi sömuleiðis verið lýst yfir í nærliggjandi sveitum á meðan hamfarirnar standa yfir og björgunarstarf fer fram. „Kvikustreymið hefur flætt yfir farveg sinn og inn í bæinn El Rodeo. Margir íbúar eru slasaðir, brenndir og dánir,“ sagði Sergio Cabanas, framkvæmdastjóri hamfaravarna í Gvatemala, í neyðarútsendingu í útvarpi. Samkvæmt hamfaravörnum hafa rúmlega 3.000 þurft að yfirgefa heimili sín. Öll hin látnu, svo vitað sé, eru frá bæjunum El Rodeo, Alotenango og San Miguel los Lotes. Cabanas sagði hins vegar líklegt að fólk hefði farist sömuleiðis í bænum La Libertad. „Því miður grófst El Rodeo undir í hamförunum. Þá höfum við ekki náð að komast til La Libertad vegna kvikustraumsins. Kannski lést fólk líka þar,“ sagði Cabanas. „Við sluppum ekki öll undan gosinu. Ég held að þau hafi grafist undir í gosinu,“ sagði Consuelo Hernandez, sem var úti á akri þegar fjallið gaus, um fjölskyldu sína við starfsmann hamfaravarna í myndbandi sem birt var í gær. Um er að ræða annað gosið í eldfjallinu á árinu, en það er eitt hið virkasta í Rómönsku-Ameríku. Í febrúar gaus fjallið miklu öskugosi en mannfall var ekkert. Samkvæmt BBC er gosið á sunnudaginn hið mannskæðasta í Gvatemala frá árinu 1902. Þá gaus Santa Maria og felldi þúsundir. Gusthlaup, líkt og streymdi frá Volcan de Fuego í gær, geta verið afar hættuleg. Þá nær brennandi heit gjóskan ekki að stíga upp til himins heldur svífur hún niður fjallshlíðarnar. Hlaupin geta farið hratt yfir, hraðar en nærstaddir gera sér grein fyrir, eða allt að 700 kílómetra á klukkustund. Algengara er þó að hlaupin fari þó um eða upp úr hundrað kílómetra á klukkustund. Gosefnin í hlaupunum geta svo orðið gríðarlega heit, allt frá 200 og upp í 700 gráður, samkvæmt vísindablaðamanni BBC.
Birtist í Fréttablaðinu Eldgos og jarðhræringar Gvatemala Tengdar fréttir Hundruð saknað í Gvatemala Ekki er vitað til þess að fleiri hafi dáið í eldgosi í Gvatemala síðan 1912 og hefur Jimmy Morales, forseti landsins, lýst yfir þriggja daga sorgartímabili. 4. júní 2018 10:34 Minnst 62 látnir eftir eldgos í Gvatemala Í það minnsta 62 eru látnir eftir eldgos í Fuego-fjalli í Gvatemala í nótt, en fjallið er eitt það virkasta í Mið-Ameríku. Þriggja daga þjóðarsorg hefur verið lýst yfir í landinu. 4. júní 2018 23:43 Öflugasta eldgos í áratugi Hið minnsta 25 eru látnir eftir eldgos í fjallinu Fuego í Gvatemala. 4. júní 2018 05:43 Mest lesið Fjórtán ára barn hafði mikla peninga af níðingi Innlent Tveir sérlega hættulegir gómaðir á Íslandi og gríðarleg fjölgun verkefna Innlent Morðtilræði, vændi og frændi sagður drepinn fyrir komuna til Íslands Innlent „Þessi aðgangur hefur bara víst valdið tjóni“ Innlent Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Erlent Friðjón sakar eiginmann Heiðu Bjargar um karlrembu Innlent Vill svipta glæpamenn íslenskum ríkisborgararétti Innlent „Maður úr innsta hring íslenskrar stjórnsýslu“ reyni að afvegaleiða umræðuna Innlent Færeyingar leita til Íslands að útvarpsstjóra Innlent Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Erlent Fleiri fréttir Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Myndbönd sýna flugvélina lenda harkalega og enda á hvolfi Taldi sig vera að drepa Palestínubúa sem reyndust vera Ísraelar Bandaríkjamenn og Rússar funda með Evrópu á hliðarlínunni Farþegaþota brotlenti og hafnaði á hvolfi Evrópa þurfi að vígbúast Skynjar „nýja evrópska staðfestu og alvarleika“ fyrir fundinn í París Páfi sagður þarfnast frekari sjúkrahússlegu vegna sýkingar „Ferðamannaparadísin“ Gasa líklega rædd á fundi Rubio og krónprinsins Rubio mættur til Sádi-Arabíu og Lavrov segir Evrópu ekki eiga neitt erindi Blaðamenn AP í straffi hjá Hvíta húsinu vegna Mexíkóflóa Mette fulltrúi Norðurlanda á neyðarfundi í París Fyrsti opinberlega samkynhneigði imaminn skotinn til bana Reiðubúinn til að senda hermenn til Úkraínu Ísraelar fá sprengjur frá Bandaríkjunum Átján létust í troðningi Morð varpar ljósi á skuggalegan sértrúarsöfnuð Sjá meira
Hundruð saknað í Gvatemala Ekki er vitað til þess að fleiri hafi dáið í eldgosi í Gvatemala síðan 1912 og hefur Jimmy Morales, forseti landsins, lýst yfir þriggja daga sorgartímabili. 4. júní 2018 10:34
Minnst 62 látnir eftir eldgos í Gvatemala Í það minnsta 62 eru látnir eftir eldgos í Fuego-fjalli í Gvatemala í nótt, en fjallið er eitt það virkasta í Mið-Ameríku. Þriggja daga þjóðarsorg hefur verið lýst yfir í landinu. 4. júní 2018 23:43
Öflugasta eldgos í áratugi Hið minnsta 25 eru látnir eftir eldgos í fjallinu Fuego í Gvatemala. 4. júní 2018 05:43