Farþegar WOW strandaglópar á Írlandi Stefán Ó. Jónsson skrifar 5. júní 2018 06:15 Farþegar vörðu alls um 5 klukkustundum á flugvellinum í Shannon, áður en þeim var loks komið fyrir á hóteli í hálftíma fjarlægð. WOW Air Farþegar í flugi WOW Air frá Barcelona til Keflavíkur furða sig á takmarkaðri upplýsingagjöf frá flugfélaginu. Þeir eru nú strandaglópar í Shannon á Írlandi og gera ekki ráð fyrir að koma til Íslands fyrr en í kvöld, um sólarhring eftir að ferðalag þeirra hófst. Upplýsingafulltrúi WOW segir að unnið sé hörðum höndum að því að koma farþegum til síns heima. Í samtali við Vísi segir einn farþegi vélarinnar, sem ekki vill láta nafn síns getið, að vélinni hafi verið beint til Írlands eftir um tveggja klukkustunda flug. Lagt var af stað frá Barcelona klukkan 21:20 að íslenskum tíma og fyrirhugað var að lenda í Keflavík um kl. 01:40 í nótt. Flugmaður vélarinnar hafi tjáð farþegum að ástæðan fyrir útúrdúrnum væri þykk þoka í Keflavík, skyggnið væri svo lítið að ekki væri talið óhætt að lenda vélinni. Farþeginn bendir blaðamanni á að sú skýring haldi varla vatni. Önnur vél WOW Air, sem flaug frá Varsjá í Póllandi, lenti í Keflavík um klukkan 01:40 - sama tíma og fyrirhugað var að lenda vélinni frá Barcelona. Ekki er að sjá á vef Keflavíkurflugvallar að öðrum vélum hafi þurft að vísa frá Keflavík vegna þoku - aðeins fluginu frá Barcelona, sem nú hefur verið aflýst. Þegar til Shannon var komið þurftu farþegar að bíða í vélinni í um þrjár klukkustundir áður en þeim var hleypt inn í flugstöðina. Þegar farþegar bentu áhafnarmeðlimum á að aðrar vélar virtust hafa geta lent í Keflavík, þrátt fyrir meinta þoku, var þeim tjáð að viðkomuna á Írlandi mætti í raun rekja til eldsneytisskorts. Ákveðið hafi verið að lenda í Shannon til að fylla á tank vélarinnar. Þessa stundina eru starfsmenn vallarins í óðaönn við að flytja farþega á hótel í Limerick og ætlað er að þeir verði komnir inn á herbergi um klukkan 07:00. Þeir gera ekki ráð fyrir öðru en að dvelja þar næstu 10 tímana hið minnsta, enda þarf áhöfn vélarinnar að uppfylla lögbundinn hvíldartíma. Farþegar vélarinnar sem Vísir hefur rætt við eru argir vegna samskiptanna við flugfélagið, en þeir lýsa upplýsingagjöfinni sem „lélegri og misvísandi.“Aðstæður geti breyst hratt Svanhvít Friðriksdóttir, upplýsingafulltrúi WOW, segir í tölvupósti til Vísis að það hafi verið ákvörðun flugstjórans að lenda ekki í Keflavík. Ástæðan hafi verið þoka og undirstrikar Svanhvít að aðstæður geti breyst mjög hratt. Öryggi farþega sé ávallt í fyrirrúmi og því hafi flugstjórinn ekki viljað hætta á lendingu í Keflavík. Svanhvít segir jafnframt að WOW vinni nú „hörðum höndum að því að koma farþegum til landsins.“ Í tilkynningu WOW Air til farþega sem send var á tíunda tímanum í morgun kemur fram að reiknað sé með því að flugvélin fari í loftið klukkan 16:30 að staðartíma í dag. Beðist er velvirðingar á óþægindunum.Fréttin var síðast uppfærð klukkan 09:43 eftir tilkynningu WOW Air til farþega. Fréttir af flugi WOW Air Mest lesið Eldsvoði í bílskúr í Kópavogi Innlent Gætu orðið krefjandi hliðarvindslendingar Innlent Viðreisn ekki til í meirihlutasamstarf til vinstri Innlent Megi aldrei verða íslenskur veruleiki Innlent Litið við á mótmælum brimbrettakappa sem forseti bæjarstjórnar segir ólögmæt Innlent Rússar láta bandarískan kennara úr haldi Erlent Samkomulagi um vopnahlé verði rift verði gíslunum ekki skilað Erlent Kristrún segir kjörna fulltrúa ekki eiga að svara með skætingi Innlent Fólk í geðrofi breyti raunveruleikanum til að lifa af Innlent Svína- og sviðasultan menguð af Bacillus cereus og E. coli Innlent Fleiri fréttir Gætu orðið krefjandi hliðarvindslendingar Fólk í geðrofi breyti raunveruleikanum til að lifa af Ábyrgð veghaldara minni á Íslandi en í nágrannalöndum Ríki og framhaldsskólakennarar funda á morgun Litið við á mótmælum brimbrettakappa sem forseti bæjarstjórnar segir ólögmæt Viðreisn ekki til í meirihlutasamstarf til vinstri Tímamót fyrir Finna að sinna loftrýmisgæslu fyrir NATO Guðrún, Hinrik og Elín skyndihjálparmanneskjur ársins Megi aldrei verða íslenskur veruleiki „Réttlæti er svakalega dýrt“ Svína- og sviðasultan menguð af Bacillus cereus og E. coli Meirihlutinn sem er að myndast, vopnaburður og mótmæli brimbrettakappa „Við verðum að hafa fólkið með okkur“ Seinar í strætó eftir yndislegt kryddbrauð Heiðu Meirihlutaspjall í heimboði Heiðu Bjargar Rósa og Þórhildur vilja stýra Mannréttindastofnun Gos geti hafist hvenær sem er Heimir Már til liðs við Ingu og Flokk fólksins Átta mál sem Jóhann Páll afgreiðir í stað Ölmu „Hann er aldrei sakhæfur“ Tré felld svo hægt sé að opna flugbraut á ný Ber af sér sakir: „Ég var ekki að ljúga“ Kristrún segir kjörna fulltrúa ekki eiga að svara með skætingi Satt eða logið um stefnuræðu forsætisráðherra? Diljá Mist og Jens Garðar oftast nefnd til sögunnar Kæmi ekki á óvart ef drægi til tíðinda í dag Ísland réttir úr kútnum hvað varðar spillingu Óskar eftir að áfrýja dómi fyrir manndráp af gáleysi á geðdeild Þreifingar í Ráðhúsinu og tré felld í Öskjuhlíð Ásthildur Lóa berst við ríkið fyrir dómi Sjá meira
Farþegar í flugi WOW Air frá Barcelona til Keflavíkur furða sig á takmarkaðri upplýsingagjöf frá flugfélaginu. Þeir eru nú strandaglópar í Shannon á Írlandi og gera ekki ráð fyrir að koma til Íslands fyrr en í kvöld, um sólarhring eftir að ferðalag þeirra hófst. Upplýsingafulltrúi WOW segir að unnið sé hörðum höndum að því að koma farþegum til síns heima. Í samtali við Vísi segir einn farþegi vélarinnar, sem ekki vill láta nafn síns getið, að vélinni hafi verið beint til Írlands eftir um tveggja klukkustunda flug. Lagt var af stað frá Barcelona klukkan 21:20 að íslenskum tíma og fyrirhugað var að lenda í Keflavík um kl. 01:40 í nótt. Flugmaður vélarinnar hafi tjáð farþegum að ástæðan fyrir útúrdúrnum væri þykk þoka í Keflavík, skyggnið væri svo lítið að ekki væri talið óhætt að lenda vélinni. Farþeginn bendir blaðamanni á að sú skýring haldi varla vatni. Önnur vél WOW Air, sem flaug frá Varsjá í Póllandi, lenti í Keflavík um klukkan 01:40 - sama tíma og fyrirhugað var að lenda vélinni frá Barcelona. Ekki er að sjá á vef Keflavíkurflugvallar að öðrum vélum hafi þurft að vísa frá Keflavík vegna þoku - aðeins fluginu frá Barcelona, sem nú hefur verið aflýst. Þegar til Shannon var komið þurftu farþegar að bíða í vélinni í um þrjár klukkustundir áður en þeim var hleypt inn í flugstöðina. Þegar farþegar bentu áhafnarmeðlimum á að aðrar vélar virtust hafa geta lent í Keflavík, þrátt fyrir meinta þoku, var þeim tjáð að viðkomuna á Írlandi mætti í raun rekja til eldsneytisskorts. Ákveðið hafi verið að lenda í Shannon til að fylla á tank vélarinnar. Þessa stundina eru starfsmenn vallarins í óðaönn við að flytja farþega á hótel í Limerick og ætlað er að þeir verði komnir inn á herbergi um klukkan 07:00. Þeir gera ekki ráð fyrir öðru en að dvelja þar næstu 10 tímana hið minnsta, enda þarf áhöfn vélarinnar að uppfylla lögbundinn hvíldartíma. Farþegar vélarinnar sem Vísir hefur rætt við eru argir vegna samskiptanna við flugfélagið, en þeir lýsa upplýsingagjöfinni sem „lélegri og misvísandi.“Aðstæður geti breyst hratt Svanhvít Friðriksdóttir, upplýsingafulltrúi WOW, segir í tölvupósti til Vísis að það hafi verið ákvörðun flugstjórans að lenda ekki í Keflavík. Ástæðan hafi verið þoka og undirstrikar Svanhvít að aðstæður geti breyst mjög hratt. Öryggi farþega sé ávallt í fyrirrúmi og því hafi flugstjórinn ekki viljað hætta á lendingu í Keflavík. Svanhvít segir jafnframt að WOW vinni nú „hörðum höndum að því að koma farþegum til landsins.“ Í tilkynningu WOW Air til farþega sem send var á tíunda tímanum í morgun kemur fram að reiknað sé með því að flugvélin fari í loftið klukkan 16:30 að staðartíma í dag. Beðist er velvirðingar á óþægindunum.Fréttin var síðast uppfærð klukkan 09:43 eftir tilkynningu WOW Air til farþega.
Fréttir af flugi WOW Air Mest lesið Eldsvoði í bílskúr í Kópavogi Innlent Gætu orðið krefjandi hliðarvindslendingar Innlent Viðreisn ekki til í meirihlutasamstarf til vinstri Innlent Megi aldrei verða íslenskur veruleiki Innlent Litið við á mótmælum brimbrettakappa sem forseti bæjarstjórnar segir ólögmæt Innlent Rússar láta bandarískan kennara úr haldi Erlent Samkomulagi um vopnahlé verði rift verði gíslunum ekki skilað Erlent Kristrún segir kjörna fulltrúa ekki eiga að svara með skætingi Innlent Fólk í geðrofi breyti raunveruleikanum til að lifa af Innlent Svína- og sviðasultan menguð af Bacillus cereus og E. coli Innlent Fleiri fréttir Gætu orðið krefjandi hliðarvindslendingar Fólk í geðrofi breyti raunveruleikanum til að lifa af Ábyrgð veghaldara minni á Íslandi en í nágrannalöndum Ríki og framhaldsskólakennarar funda á morgun Litið við á mótmælum brimbrettakappa sem forseti bæjarstjórnar segir ólögmæt Viðreisn ekki til í meirihlutasamstarf til vinstri Tímamót fyrir Finna að sinna loftrýmisgæslu fyrir NATO Guðrún, Hinrik og Elín skyndihjálparmanneskjur ársins Megi aldrei verða íslenskur veruleiki „Réttlæti er svakalega dýrt“ Svína- og sviðasultan menguð af Bacillus cereus og E. coli Meirihlutinn sem er að myndast, vopnaburður og mótmæli brimbrettakappa „Við verðum að hafa fólkið með okkur“ Seinar í strætó eftir yndislegt kryddbrauð Heiðu Meirihlutaspjall í heimboði Heiðu Bjargar Rósa og Þórhildur vilja stýra Mannréttindastofnun Gos geti hafist hvenær sem er Heimir Már til liðs við Ingu og Flokk fólksins Átta mál sem Jóhann Páll afgreiðir í stað Ölmu „Hann er aldrei sakhæfur“ Tré felld svo hægt sé að opna flugbraut á ný Ber af sér sakir: „Ég var ekki að ljúga“ Kristrún segir kjörna fulltrúa ekki eiga að svara með skætingi Satt eða logið um stefnuræðu forsætisráðherra? Diljá Mist og Jens Garðar oftast nefnd til sögunnar Kæmi ekki á óvart ef drægi til tíðinda í dag Ísland réttir úr kútnum hvað varðar spillingu Óskar eftir að áfrýja dómi fyrir manndráp af gáleysi á geðdeild Þreifingar í Ráðhúsinu og tré felld í Öskjuhlíð Ásthildur Lóa berst við ríkið fyrir dómi Sjá meira