Reyna að mynda meirihluta við óvenjulegar aðstæður Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 5. júní 2018 14:09 Ólafur segist vera bjartsýnn um að flokkarnir nái saman en segir þó að vissulega sé um óvenjulegar aðstæður að ræða vegna sameiningar bæjarfélaganna. T.v. Ólafur. T.h. Stefán karlsson Óvenjulegar aðstæður eru uppi í sameinuðu sveitarfélagi Sandgerðis og Garðs, hvar fulltrúar Sjálfstæðisflokks og Jákvæðs samfélags reyna að ná saman um myndun meirihluta. Auk meirihlutaviðræðna bíða þeirra stór verkefni sem fylgja sameiningu sveitarfélaganna. D-Listi Sjálfstæðisflokksins og H-listi fólksins ræddu upphaflega saman eftir sveitarstjórnarkosningar en upp úr þeim viðræðum slitnaði um miðja síðustu viku. Í kjölfarið sneri Sjálfstæðisflokkurinn sér til J-lista Jákvæðs samfélags en fulltrúarnir hafa átt í viðræðum síðan fyrir helgi. Ganga þær vel að sögn Ólafs Þórs Ólafssonar, oddvita Jákvæðs samfélags. D-listi og J-listi eru tveir stærstu flokkarnir í Sandgerði og Garði en Sjálfstæðisflokkurinn hlaut alls 43,5% atkvæða og fékk 3 menn kjörna. Jákvætt samfélag fékk 29,2% atkvæða og 3 menn kjörna, líkt og D-listi. Það er kannski táknrænt fyrir sameiningu sveitarfélaganna að flokksleiðtogarnir tveir hafa aðsetur hvor í sínum bænum. Einar Þór Pálsson, oddviti Sjálfstæðisflokksins, býr í Garði og Ólafur, oddviti jákvæðs samfélags, býr í Sandgerði.Stór verkefni bíða stjórnmálaflokka í sameinuðu sveitarfélagi Garðs og Sandgerðis.Vísir/anton brinkTáknrænar meirihlutaviðræðurÓlafur segist vera bjartsýnn um að flokkarnir nái saman en segir þó að vissulega sé um óvenjulegar aðstæður að ræða vegna sameiningar bæjarfélaganna. „Við erum í þessari sérstöku stöðu og við erum ekki bara að mynda nýjan meirihluta heldur nýjan meirihluta í nýju sveitarfélagi þannig að flækjustigið er með þeim hætti að það eru fleiri fletir á þessu heldur en við venjulegar aðstæður. Nýja sveitarfélagið verður til á sunnudaginn og þá gefast 14 dagar til þess að boða saman bæjarstjórn og við erum að vinna í því að ná því svo þetta smelli allt saman,“ segir Ólafur. Stóra verkefnið sem bíður nýrrar bæjarstjórnar er nýtt aðalskipulag sem mun þá ráða miklu um það hvernig bæjarfélagið byggist upp á næstu árum. Efst á blaði hjá þeim sem eiga í viðræðunum eru leikskólamál og að tengja byggðarkjarnana tvo betur saman og að tryggja umferðaröryggi á milli þeirra. Eins og víða annars staðar um land er það Ólafi keppikefli að í sameinuðu sveitarfélagi Sandgerðis og Garðs „byggist upp gott samfélag sem gott sé að búa í“ Aðspurður hvort það hafi verið heillaspor að sameina bæjarfélögin svarar Ólafur: „Já ég held það. Til langs tíma litið er það gott fyrir þessi tvö bæjarfélög að koma saman í eitt sterkt sem getur þá tekist á við stærri verkefni og hefur meiri burði. “ Kosningar 2018 Tengdar fréttir Verða íbúar Sandgerðis og Garðs Útnesjamenn? Skiptar skoðanir eru meðal íbúa í sameinuðu sveitarfélagi Garðs og Sandgerðis um valkostina fimm sem koma til greina sem nafn sveitarfélagsins. 5. maí 2018 10:30 Dræm þátttaka í kosningu um nýtt nafn sameinaðs sveitarfélags Sandgerðis og Garðs 500 kusu, 176 völdu Heiðarbyggð, 100 völdu Suðurbyggð en 224 skiluðu auðu. 18. maí 2018 12:03 Sveitarfélögum fækkar um tvö Sveitarfélögum landsins fækkar um tvö eftir næstu sveitarstjórnarkosningar og verða þá alls 72. 28. mars 2018 06:00 Mest lesið Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Miðflokkurinn rýkur upp Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Innlent Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Innlent Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Innlent Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Innlent Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Innlent Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Innlent Fleiri fréttir Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Óvissustig vegna snjóflóðahættu í Ólafsfjarðarmúla Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Óttast afleiðingar þess að fjársterkari kaupendur sitji einir að markaðnum Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Fundi frestað þar til á morgun Stopp á fasteignamarkaði, Miðflokkur á flugi og fegurðarsamkeppni Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Flugvél snúið til Keflavíkur vegna bilunar Skipta út hraðhleðslustöðinni vegna bilunar Verktakar hyggjast leita réttar síns eftir að ríkið rifti samningi Fuglaflensa greinist í refum Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Hefði haldið að Halla gæti vitnað í aðra en Maó og hans líka Nýr landnemi á Íslandi ratar í heimspressuna Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Miðflokkurinn rýkur upp Miðflokkurinn bætir við sig fylgi og flugumferðarstjóra funda Þúsundir félaga í Eflingu segjast líða skort Sjá meira
Óvenjulegar aðstæður eru uppi í sameinuðu sveitarfélagi Sandgerðis og Garðs, hvar fulltrúar Sjálfstæðisflokks og Jákvæðs samfélags reyna að ná saman um myndun meirihluta. Auk meirihlutaviðræðna bíða þeirra stór verkefni sem fylgja sameiningu sveitarfélaganna. D-Listi Sjálfstæðisflokksins og H-listi fólksins ræddu upphaflega saman eftir sveitarstjórnarkosningar en upp úr þeim viðræðum slitnaði um miðja síðustu viku. Í kjölfarið sneri Sjálfstæðisflokkurinn sér til J-lista Jákvæðs samfélags en fulltrúarnir hafa átt í viðræðum síðan fyrir helgi. Ganga þær vel að sögn Ólafs Þórs Ólafssonar, oddvita Jákvæðs samfélags. D-listi og J-listi eru tveir stærstu flokkarnir í Sandgerði og Garði en Sjálfstæðisflokkurinn hlaut alls 43,5% atkvæða og fékk 3 menn kjörna. Jákvætt samfélag fékk 29,2% atkvæða og 3 menn kjörna, líkt og D-listi. Það er kannski táknrænt fyrir sameiningu sveitarfélaganna að flokksleiðtogarnir tveir hafa aðsetur hvor í sínum bænum. Einar Þór Pálsson, oddviti Sjálfstæðisflokksins, býr í Garði og Ólafur, oddviti jákvæðs samfélags, býr í Sandgerði.Stór verkefni bíða stjórnmálaflokka í sameinuðu sveitarfélagi Garðs og Sandgerðis.Vísir/anton brinkTáknrænar meirihlutaviðræðurÓlafur segist vera bjartsýnn um að flokkarnir nái saman en segir þó að vissulega sé um óvenjulegar aðstæður að ræða vegna sameiningar bæjarfélaganna. „Við erum í þessari sérstöku stöðu og við erum ekki bara að mynda nýjan meirihluta heldur nýjan meirihluta í nýju sveitarfélagi þannig að flækjustigið er með þeim hætti að það eru fleiri fletir á þessu heldur en við venjulegar aðstæður. Nýja sveitarfélagið verður til á sunnudaginn og þá gefast 14 dagar til þess að boða saman bæjarstjórn og við erum að vinna í því að ná því svo þetta smelli allt saman,“ segir Ólafur. Stóra verkefnið sem bíður nýrrar bæjarstjórnar er nýtt aðalskipulag sem mun þá ráða miklu um það hvernig bæjarfélagið byggist upp á næstu árum. Efst á blaði hjá þeim sem eiga í viðræðunum eru leikskólamál og að tengja byggðarkjarnana tvo betur saman og að tryggja umferðaröryggi á milli þeirra. Eins og víða annars staðar um land er það Ólafi keppikefli að í sameinuðu sveitarfélagi Sandgerðis og Garðs „byggist upp gott samfélag sem gott sé að búa í“ Aðspurður hvort það hafi verið heillaspor að sameina bæjarfélögin svarar Ólafur: „Já ég held það. Til langs tíma litið er það gott fyrir þessi tvö bæjarfélög að koma saman í eitt sterkt sem getur þá tekist á við stærri verkefni og hefur meiri burði. “
Kosningar 2018 Tengdar fréttir Verða íbúar Sandgerðis og Garðs Útnesjamenn? Skiptar skoðanir eru meðal íbúa í sameinuðu sveitarfélagi Garðs og Sandgerðis um valkostina fimm sem koma til greina sem nafn sveitarfélagsins. 5. maí 2018 10:30 Dræm þátttaka í kosningu um nýtt nafn sameinaðs sveitarfélags Sandgerðis og Garðs 500 kusu, 176 völdu Heiðarbyggð, 100 völdu Suðurbyggð en 224 skiluðu auðu. 18. maí 2018 12:03 Sveitarfélögum fækkar um tvö Sveitarfélögum landsins fækkar um tvö eftir næstu sveitarstjórnarkosningar og verða þá alls 72. 28. mars 2018 06:00 Mest lesið Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Miðflokkurinn rýkur upp Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Innlent Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Innlent Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Innlent Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Innlent Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Innlent Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Innlent Fleiri fréttir Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Óvissustig vegna snjóflóðahættu í Ólafsfjarðarmúla Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Óttast afleiðingar þess að fjársterkari kaupendur sitji einir að markaðnum Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Fundi frestað þar til á morgun Stopp á fasteignamarkaði, Miðflokkur á flugi og fegurðarsamkeppni Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Flugvél snúið til Keflavíkur vegna bilunar Skipta út hraðhleðslustöðinni vegna bilunar Verktakar hyggjast leita réttar síns eftir að ríkið rifti samningi Fuglaflensa greinist í refum Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Hefði haldið að Halla gæti vitnað í aðra en Maó og hans líka Nýr landnemi á Íslandi ratar í heimspressuna Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Miðflokkurinn rýkur upp Miðflokkurinn bætir við sig fylgi og flugumferðarstjóra funda Þúsundir félaga í Eflingu segjast líða skort Sjá meira
Verða íbúar Sandgerðis og Garðs Útnesjamenn? Skiptar skoðanir eru meðal íbúa í sameinuðu sveitarfélagi Garðs og Sandgerðis um valkostina fimm sem koma til greina sem nafn sveitarfélagsins. 5. maí 2018 10:30
Dræm þátttaka í kosningu um nýtt nafn sameinaðs sveitarfélags Sandgerðis og Garðs 500 kusu, 176 völdu Heiðarbyggð, 100 völdu Suðurbyggð en 224 skiluðu auðu. 18. maí 2018 12:03
Sveitarfélögum fækkar um tvö Sveitarfélögum landsins fækkar um tvö eftir næstu sveitarstjórnarkosningar og verða þá alls 72. 28. mars 2018 06:00