Leggur til óbreytt fyrirkomulag veiðigjalda til áramóta Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 5. júní 2018 23:23 Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, feynir að höggva á hnútinn á Alþingi með tillögu um málsmeðferð veiðigjalda. vísir/sigtryggur ari Nái tillaga Katrínar Jakobsdóttur, forsætisráðherra, fram að ganga á Alþingi varðandi veiðigjöld á útgerðarfyrirtæki verður kerfið eins og það er núna framlengt til áramóta. Þetta herma heimildir Vísis en Katrín lagði þessa lausn til á Alþingi í dag. Tillagan þýðir að frumvarp meirihluta atvinnuveganefndar um lækkun veiðigjalda fer ekki í gegnum þingið heldur verður lagt fram nýtt frumvarp sem kveður á um að óbreytt kerfi skuli framlengt tímabundið. Frumvarp meirihluta atvinnuveganefndar hefur sett þingstörfin undanfarna daga í uppnám. Þinglok áttu að vera næstkomandi fimmtudag en ljóst er að þing mun starfa lengur. Stjórnarandstaðan hefur gagnrýnt stjórnarmeirihlutann harðlega fyrir að koma seint fram með málið og að keyra hafi átt jafn pólitískt mál í gegnum þingið. Í samtali við Vísi kveðst Katrín ekkert vilja tjá sig um tillöguna sem hún lagði fram í dag um málsmeðferð veiðigjalda og segir að ekki sé komin lending í það hvernig þingstörfin verða fram að þinglokum. „Ég lagði fram ákveðna tillögu um málsmeðferð veiðigjalda en vildi áður en við tækjum afstöðu til þess fá heildarmynd á þinghaldið. Það er ekki komin lending í það en við hyggjumst funda áfram á morgun,“ segir Katrín. Hún segir að sér finnist allir hafa verið mjög lausnamiðaðir í dag og kveðst leyfa sér að vera bjartsýn á að það takist að semja um þinglok á morgun. Mörg stór mál bíða afgreiðslu þingsins, til að mynda frumvarp um nýja persónuverndarlöggjöf og fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar. Alþingi Tengdar fréttir Alltaf talið að veiðigjöldin ættu að endurspegla afkomuna Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra samdi við atvinnuveganefnd um að leggja fram frumvarp um veiðigjöld vegna tímaskorts. Forsætisráðherra segir gjöldin þurfa að endurspegla afkomu greinarinnar. Skilur gagnrýni stjórnarandstöðunnar 5. júní 2018 07:00 Tíu stærstu fá helming lækkunarinnar Heildarlækkun veiðigjalda á næsta ári verður á þriðja milljarð króna, verði frumvarp þess efnis samþykkt. Hagfræðingur gagnrýnir frumvarpið fyrir að hygla stórum fyrirtækjum en forsætisráðherra segir að komið sé til móts við lítil og meðalstór fyrirtæki. 5. júní 2018 06:00 Boðuð lækkun ekki líkleg til að breyta miklu fyrir minni sjávarútvegsfyrirtæki Fyrirhuguð lækkun veiðigjalda fer að mestu til stóru sjávarútvegsfyrirtækjanna og er ekki líkleg til að hafa mikil áhrif á rekstrarstöðu minni útgerða að sögn hagfræðings. Hann segir fjárfestingar og arðgreiðslur í greininni þó ekki óeðlilegar, jafnvel þegar illa árar. 5. júní 2018 20:00 Mest lesið Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Erlent Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Innlent Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Innlent Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Innlent Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Innlent Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Nýr meirihluti komi ekki til greina Innlent Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Fleiri fréttir Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins: Gunnar Smári kosinn úr stjórn Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Sjá meira
Nái tillaga Katrínar Jakobsdóttur, forsætisráðherra, fram að ganga á Alþingi varðandi veiðigjöld á útgerðarfyrirtæki verður kerfið eins og það er núna framlengt til áramóta. Þetta herma heimildir Vísis en Katrín lagði þessa lausn til á Alþingi í dag. Tillagan þýðir að frumvarp meirihluta atvinnuveganefndar um lækkun veiðigjalda fer ekki í gegnum þingið heldur verður lagt fram nýtt frumvarp sem kveður á um að óbreytt kerfi skuli framlengt tímabundið. Frumvarp meirihluta atvinnuveganefndar hefur sett þingstörfin undanfarna daga í uppnám. Þinglok áttu að vera næstkomandi fimmtudag en ljóst er að þing mun starfa lengur. Stjórnarandstaðan hefur gagnrýnt stjórnarmeirihlutann harðlega fyrir að koma seint fram með málið og að keyra hafi átt jafn pólitískt mál í gegnum þingið. Í samtali við Vísi kveðst Katrín ekkert vilja tjá sig um tillöguna sem hún lagði fram í dag um málsmeðferð veiðigjalda og segir að ekki sé komin lending í það hvernig þingstörfin verða fram að þinglokum. „Ég lagði fram ákveðna tillögu um málsmeðferð veiðigjalda en vildi áður en við tækjum afstöðu til þess fá heildarmynd á þinghaldið. Það er ekki komin lending í það en við hyggjumst funda áfram á morgun,“ segir Katrín. Hún segir að sér finnist allir hafa verið mjög lausnamiðaðir í dag og kveðst leyfa sér að vera bjartsýn á að það takist að semja um þinglok á morgun. Mörg stór mál bíða afgreiðslu þingsins, til að mynda frumvarp um nýja persónuverndarlöggjöf og fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar.
Alþingi Tengdar fréttir Alltaf talið að veiðigjöldin ættu að endurspegla afkomuna Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra samdi við atvinnuveganefnd um að leggja fram frumvarp um veiðigjöld vegna tímaskorts. Forsætisráðherra segir gjöldin þurfa að endurspegla afkomu greinarinnar. Skilur gagnrýni stjórnarandstöðunnar 5. júní 2018 07:00 Tíu stærstu fá helming lækkunarinnar Heildarlækkun veiðigjalda á næsta ári verður á þriðja milljarð króna, verði frumvarp þess efnis samþykkt. Hagfræðingur gagnrýnir frumvarpið fyrir að hygla stórum fyrirtækjum en forsætisráðherra segir að komið sé til móts við lítil og meðalstór fyrirtæki. 5. júní 2018 06:00 Boðuð lækkun ekki líkleg til að breyta miklu fyrir minni sjávarútvegsfyrirtæki Fyrirhuguð lækkun veiðigjalda fer að mestu til stóru sjávarútvegsfyrirtækjanna og er ekki líkleg til að hafa mikil áhrif á rekstrarstöðu minni útgerða að sögn hagfræðings. Hann segir fjárfestingar og arðgreiðslur í greininni þó ekki óeðlilegar, jafnvel þegar illa árar. 5. júní 2018 20:00 Mest lesið Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Erlent Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Innlent Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Innlent Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Innlent Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Innlent Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Nýr meirihluti komi ekki til greina Innlent Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Fleiri fréttir Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins: Gunnar Smári kosinn úr stjórn Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Sjá meira
Alltaf talið að veiðigjöldin ættu að endurspegla afkomuna Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra samdi við atvinnuveganefnd um að leggja fram frumvarp um veiðigjöld vegna tímaskorts. Forsætisráðherra segir gjöldin þurfa að endurspegla afkomu greinarinnar. Skilur gagnrýni stjórnarandstöðunnar 5. júní 2018 07:00
Tíu stærstu fá helming lækkunarinnar Heildarlækkun veiðigjalda á næsta ári verður á þriðja milljarð króna, verði frumvarp þess efnis samþykkt. Hagfræðingur gagnrýnir frumvarpið fyrir að hygla stórum fyrirtækjum en forsætisráðherra segir að komið sé til móts við lítil og meðalstór fyrirtæki. 5. júní 2018 06:00
Boðuð lækkun ekki líkleg til að breyta miklu fyrir minni sjávarútvegsfyrirtæki Fyrirhuguð lækkun veiðigjalda fer að mestu til stóru sjávarútvegsfyrirtækjanna og er ekki líkleg til að hafa mikil áhrif á rekstrarstöðu minni útgerða að sögn hagfræðings. Hann segir fjárfestingar og arðgreiðslur í greininni þó ekki óeðlilegar, jafnvel þegar illa árar. 5. júní 2018 20:00