Carles Puigdemont, fyrrverandi forseti héraðsstjórnar Katalóníu, og fyrrverandi ráðherrar sem eru með honum á flótta í Brussel undan ákæru spænska ríkissaksóknarans, hafa höfðað mál gegn hæstaréttardómaranum Pablo Llarena.
Llarena dæmir í málinu gegn Katalónunum en það snýst um aðgerðir katalónsku héraðsstjórnarinnar síðasta haust. Það er sjálfstæðisatkvæðagreiðsluna og sjálfstæðisyfirlýsinguna. Hafa Katalónarnir verið ákærðir fyrir uppreisn gegn spænska ríkinu og eiga yfir höfði sér allt að 50 ára fangelsisdóm.
Lögmaður Katalónanna sagði á blaðamannafundi í Brussel í gær að belgískur dómari hefði nú skipað Llarena að koma fyrir dóm þar í landi. Ástæða málsóknarinnar sé sú að brotið sé á stjórnarskrárvörðum rétti Katalónanna til að fá „óháðan og hlutlausan dómara“, réttinum til sanngjarnra réttarhalda og réttinum til þess að vera álitinn saklaus uns sekt er sönnuð.
„Dómskerfið er ekki að eltast við okkur, heldur dómari sem lætur hugmyndafræði sína stýra aðgerðum sínum,“ sagði Puigdemont á blaðamannafundinum.
Útlagarnir í mál við dómarann
Tengdar fréttir
Puigdemont sleppt úr haldi
Verður ekki framseldur vegna uppreisnarákæru en mögulega vegna annarra ákæra.
Þúsundir mótmæla handtöku Puigdemont
Um er að ræða sjálfstæðissinna sem vilja sjálfstæði Katalóníu frá Spáni og heita þau því að handtaka Puigdemont, sem var forseti heimastjórnar héraðsins, muni ekki koma í veg fyrir frelsi héraðsins.
Tugir slösuðust í mótmælunum í Katalóníu
Talið er að að minnsta kosti 89 manns hafi slasast í fjölmennum mótmælum í Katalóníu á Spáni í gær þar sem þúsundir mótmæltu því að Carles Puigdemont, fyrrverandi forseti heimastjórnar héraðsins, hefði verið handtekinn í Þýskalandi.