Viðræður fara vel af stað í Kópavogi Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 6. júní 2018 13:45 Að sögn Birkis Jóns Jónssonar, oddvita Framsóknarflokksins í Kópavogi, eru skólamálin og málefni eldri borgara og barnafólks leiðarljósið sem Framsókn tekur með sér inn í Viðræðurnar við Sjálfstæðisflokk. Samsett mynd; Vísir/vilhelm Birkir Jón Jónsson, oddviti Framsóknarflokksins, segir formlegar viðræður Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar fara vel af stað. Í gær tilkynntu flokkarnir að þeir hygðust hefja formlegar viðræður um myndun meirihluta í Kópavogi en ákveðin pattstaða var uppi eftir sveitarstjórnarkosningar því ágreiningur kom upp á milli bæjarfulltrúa hjá samstarfsflokkum síðasta kjörtímabils, Sjálfstæðisflokki og BF Viðreisn. Þrír bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins lýstu yfir efasemdum um áframhaldandi meirihlutasamstarfi með BF Viðreisn en það var þvert á sjónarmið Ármanns Kr. Ólafssonar, flokksleiðtoga Sjálfstæðismanna, sem taldi réttast að láta reyna á áframhaldandi meirihlutasamstarf. Sjá nánar: Segist hafa fengið uppsagnarbréf frá Sjálfstæðisflokknum í Kópavogi Í samtali við Vísi segir Birkir Jón að vinnan sé á byrjunarstigi. Í gærkvöldi hefðu fulltrúar Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks rætt um áherslur flokkanna og verður þeirri vinnu haldið áfram í dag. Spurður hvar bæjarfulltrúarnir hafi haldið fundinn bendir Birkir Jón á hið augljósa og svarar: „Í Kópavogi,“ og skellir upp úr en bætir við að þeir hefðu ræðst við í Hlíðasmára. Fulltrúar flokkanna hafa ekki sett sér nein tímamörk: „Við höfum ekki gert það, aðalatriðið er að vera á sömu blaðsíðunni hvað áherslumálin varðar en áherslur og stefna flokkanna fer að mörgu leyti vel saman og við ætlum að gefa okkur góðan tíma til þess að ljúka þeirri vinnu.“ Að sögn Birkis Jóns eru skólamálin og málefni eldri borgara og barnafólks leiðarljósið sem Framsókn tekur með sér inn í Viðræðurnar við Sjálfstæðisflokk. Hann segir að eflaust séu nokkur mál sem Framsókn hvikar ekki frá en að samtalið sé ekki komið á þann stað.Þrátt fyrir að viðræðurnar séu skammt á veg komnar, ertu bjartsýnn á að þið náið saman?„Já, það er góður andi og samhljómur á milli flokkanna í áherslum þannig að ég er bjartsýnn.“ Framsóknarflokkurinn hlaut 8,2% atkvæða en Birkir Jón Jónsson komst einn frambjóðenda Framsóknar inn í bæjarstjórn Kópavogs. Sjálfstæðisflokkurinn með Ármann Kr. Ólafsson, oddvita Sjálfstæðisflokksins og bæjarstjóra Kópavogs, í broddi fylkingar hlaut 36,1% atkvæða og fékk 5 menn kjörna. Kosningar 2018 Tengdar fréttir Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur hefja formlegar viðræður í Kópavogi Ármann fundaði með bæjarfulltrúum flokksins síns í gær vegna þeirra stöðu sem var komin upp í samskiptum meirihluta bæjarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins og Theodóru Þorsteinsdóttur, oddvita BF Viðreisnar. 5. júní 2018 14:39 Lýsa yfir fullu trausti til Ármanns en efast um samstarf við BF Viðreisn Þrír bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi hafa lýst yfir fullu trausti til Ármanns Kr. Ólafssonar, núverandi bæjarstjóra og oddvita flokksins í Kópavogi. Segja þau hann hafa óskorað umboð til meirihlutaviðræðna við aðra flokka í bænum. 3. júní 2018 21:00 Ármann boðar bæjarfulltrúana á sinn fund: „Ég hef átt gott samstarf við Theodóru“ Ármann Kr. Ólafsson bæjarstjóri ætlar að funda með sínum samflokksmönnum í dag. 4. júní 2018 12:47 Segist hafa fengið uppsagnarbréf frá Sjálfstæðisflokknum í Kópavogi Theodóra Þorsteinsdóttir formaður bæjarráðs í Kópavogi segir að Sjálfstæðisflokkur og Framsókn muni mynda meirihluta í Kópavogi. 3. júní 2018 11:13 Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Innlent „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Innlent Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Innlent „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Innlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar Innlent Fleiri fréttir „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Sjá meira
Birkir Jón Jónsson, oddviti Framsóknarflokksins, segir formlegar viðræður Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar fara vel af stað. Í gær tilkynntu flokkarnir að þeir hygðust hefja formlegar viðræður um myndun meirihluta í Kópavogi en ákveðin pattstaða var uppi eftir sveitarstjórnarkosningar því ágreiningur kom upp á milli bæjarfulltrúa hjá samstarfsflokkum síðasta kjörtímabils, Sjálfstæðisflokki og BF Viðreisn. Þrír bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins lýstu yfir efasemdum um áframhaldandi meirihlutasamstarfi með BF Viðreisn en það var þvert á sjónarmið Ármanns Kr. Ólafssonar, flokksleiðtoga Sjálfstæðismanna, sem taldi réttast að láta reyna á áframhaldandi meirihlutasamstarf. Sjá nánar: Segist hafa fengið uppsagnarbréf frá Sjálfstæðisflokknum í Kópavogi Í samtali við Vísi segir Birkir Jón að vinnan sé á byrjunarstigi. Í gærkvöldi hefðu fulltrúar Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks rætt um áherslur flokkanna og verður þeirri vinnu haldið áfram í dag. Spurður hvar bæjarfulltrúarnir hafi haldið fundinn bendir Birkir Jón á hið augljósa og svarar: „Í Kópavogi,“ og skellir upp úr en bætir við að þeir hefðu ræðst við í Hlíðasmára. Fulltrúar flokkanna hafa ekki sett sér nein tímamörk: „Við höfum ekki gert það, aðalatriðið er að vera á sömu blaðsíðunni hvað áherslumálin varðar en áherslur og stefna flokkanna fer að mörgu leyti vel saman og við ætlum að gefa okkur góðan tíma til þess að ljúka þeirri vinnu.“ Að sögn Birkis Jóns eru skólamálin og málefni eldri borgara og barnafólks leiðarljósið sem Framsókn tekur með sér inn í Viðræðurnar við Sjálfstæðisflokk. Hann segir að eflaust séu nokkur mál sem Framsókn hvikar ekki frá en að samtalið sé ekki komið á þann stað.Þrátt fyrir að viðræðurnar séu skammt á veg komnar, ertu bjartsýnn á að þið náið saman?„Já, það er góður andi og samhljómur á milli flokkanna í áherslum þannig að ég er bjartsýnn.“ Framsóknarflokkurinn hlaut 8,2% atkvæða en Birkir Jón Jónsson komst einn frambjóðenda Framsóknar inn í bæjarstjórn Kópavogs. Sjálfstæðisflokkurinn með Ármann Kr. Ólafsson, oddvita Sjálfstæðisflokksins og bæjarstjóra Kópavogs, í broddi fylkingar hlaut 36,1% atkvæða og fékk 5 menn kjörna.
Kosningar 2018 Tengdar fréttir Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur hefja formlegar viðræður í Kópavogi Ármann fundaði með bæjarfulltrúum flokksins síns í gær vegna þeirra stöðu sem var komin upp í samskiptum meirihluta bæjarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins og Theodóru Þorsteinsdóttur, oddvita BF Viðreisnar. 5. júní 2018 14:39 Lýsa yfir fullu trausti til Ármanns en efast um samstarf við BF Viðreisn Þrír bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi hafa lýst yfir fullu trausti til Ármanns Kr. Ólafssonar, núverandi bæjarstjóra og oddvita flokksins í Kópavogi. Segja þau hann hafa óskorað umboð til meirihlutaviðræðna við aðra flokka í bænum. 3. júní 2018 21:00 Ármann boðar bæjarfulltrúana á sinn fund: „Ég hef átt gott samstarf við Theodóru“ Ármann Kr. Ólafsson bæjarstjóri ætlar að funda með sínum samflokksmönnum í dag. 4. júní 2018 12:47 Segist hafa fengið uppsagnarbréf frá Sjálfstæðisflokknum í Kópavogi Theodóra Þorsteinsdóttir formaður bæjarráðs í Kópavogi segir að Sjálfstæðisflokkur og Framsókn muni mynda meirihluta í Kópavogi. 3. júní 2018 11:13 Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Innlent „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Innlent Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Innlent „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Innlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar Innlent Fleiri fréttir „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Sjá meira
Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur hefja formlegar viðræður í Kópavogi Ármann fundaði með bæjarfulltrúum flokksins síns í gær vegna þeirra stöðu sem var komin upp í samskiptum meirihluta bæjarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins og Theodóru Þorsteinsdóttur, oddvita BF Viðreisnar. 5. júní 2018 14:39
Lýsa yfir fullu trausti til Ármanns en efast um samstarf við BF Viðreisn Þrír bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi hafa lýst yfir fullu trausti til Ármanns Kr. Ólafssonar, núverandi bæjarstjóra og oddvita flokksins í Kópavogi. Segja þau hann hafa óskorað umboð til meirihlutaviðræðna við aðra flokka í bænum. 3. júní 2018 21:00
Ármann boðar bæjarfulltrúana á sinn fund: „Ég hef átt gott samstarf við Theodóru“ Ármann Kr. Ólafsson bæjarstjóri ætlar að funda með sínum samflokksmönnum í dag. 4. júní 2018 12:47
Segist hafa fengið uppsagnarbréf frá Sjálfstæðisflokknum í Kópavogi Theodóra Þorsteinsdóttir formaður bæjarráðs í Kópavogi segir að Sjálfstæðisflokkur og Framsókn muni mynda meirihluta í Kópavogi. 3. júní 2018 11:13