Silja vonar að líffæragjöfum fjölgi með nýju lögunum Heimir Már Pétursson skrifar 6. júní 2018 19:15 Frumvarp um ætlað samþykki fyrir líffæragjöf eftir andlát varð að lögum á Alþingi í dag. Fyrsti flutningsmaður frumvarpsins vonar að lögin muni fjölga líffæragjöfum og að umræða og fræðla um þessi mál aukist. Silja Dögg Gunnarsdóttir og Willum Þór Þórsson þingmenn Framsóknarflokksins lögðu frumvarpið fram og var það samþykkt með 52 atkvæðum í dag. Lögin taka síðan gildi 1. Janúar 2019. Samkvæmt lögunum má nema á brott líffæri eða lífræn efni úr líkama látins einstaklings til nota við læknismeðferð annars einstaklings hafi hinn látni ekki lýst sig andvígan því og það er ekki af öðrum sökum talið brjóta í bága við vilja hans. Þó má ekki nema brott líffæri eða lífræn efni leggist nánasti vandamaður hins látna gegn því. „Ég vona náttúrlega að þetta muni fjölga líffæragjöfum vegna þess að það er mikil þörf á því. Sérstaklega þegar við horfum til þess að við erum að eldast og það verður aukin þörf á líffærum í framtíðinni. Þetta er mjög gott skref í þá átt að fjölga líffæragjöfum,“ segir Silja Dögg. Og það hefur hallað svolítið á Íslendinga í þeim efnum? „Já, við höfum fengið meira en við höfum verið að gefa.“ Einnig sé mikilvægt að auka alla umræðu og fræðslu til að mynda meðal grunn- og framhaldsskólanema og meðal heilbrigðisstarfsfólks. Velferðarnefnd gerði þá einu breytingu á frumvarpinu að ekki væri tilskilið að líffæragjafar væru sjálfráða þegar þeir létust. „Já, nefndin tók þá afstöðu til að koma ekki í veg fyrir líffæragjafir barna. Vegna þess að þær eru líka mjög mikilvægar,“ segir Silja Dögg. Áður mátti einungis nema líffæri á brott ef hinn látni hafði lýst vilja sínum til líffæragjafar fyrir andlátið, en nú er þeirri reglu snúið við og gengið út frá ætluðu samþykki. Alþingi Tengdar fréttir Alþingi samþykkti lög um ætlað samþykki til líffæragjafa Alþingi hefur samþykkt breytingu á lögum um líffæraflutninga þannig að framvegis verður gert ráð fyrir að allir séu samþykkir brottnámi líffæris að sér látnum nema tilefni sé til að ætla annað. 6. júní 2018 14:57 Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Fleiri fréttir Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Sjá meira
Frumvarp um ætlað samþykki fyrir líffæragjöf eftir andlát varð að lögum á Alþingi í dag. Fyrsti flutningsmaður frumvarpsins vonar að lögin muni fjölga líffæragjöfum og að umræða og fræðla um þessi mál aukist. Silja Dögg Gunnarsdóttir og Willum Þór Þórsson þingmenn Framsóknarflokksins lögðu frumvarpið fram og var það samþykkt með 52 atkvæðum í dag. Lögin taka síðan gildi 1. Janúar 2019. Samkvæmt lögunum má nema á brott líffæri eða lífræn efni úr líkama látins einstaklings til nota við læknismeðferð annars einstaklings hafi hinn látni ekki lýst sig andvígan því og það er ekki af öðrum sökum talið brjóta í bága við vilja hans. Þó má ekki nema brott líffæri eða lífræn efni leggist nánasti vandamaður hins látna gegn því. „Ég vona náttúrlega að þetta muni fjölga líffæragjöfum vegna þess að það er mikil þörf á því. Sérstaklega þegar við horfum til þess að við erum að eldast og það verður aukin þörf á líffærum í framtíðinni. Þetta er mjög gott skref í þá átt að fjölga líffæragjöfum,“ segir Silja Dögg. Og það hefur hallað svolítið á Íslendinga í þeim efnum? „Já, við höfum fengið meira en við höfum verið að gefa.“ Einnig sé mikilvægt að auka alla umræðu og fræðslu til að mynda meðal grunn- og framhaldsskólanema og meðal heilbrigðisstarfsfólks. Velferðarnefnd gerði þá einu breytingu á frumvarpinu að ekki væri tilskilið að líffæragjafar væru sjálfráða þegar þeir létust. „Já, nefndin tók þá afstöðu til að koma ekki í veg fyrir líffæragjafir barna. Vegna þess að þær eru líka mjög mikilvægar,“ segir Silja Dögg. Áður mátti einungis nema líffæri á brott ef hinn látni hafði lýst vilja sínum til líffæragjafar fyrir andlátið, en nú er þeirri reglu snúið við og gengið út frá ætluðu samþykki.
Alþingi Tengdar fréttir Alþingi samþykkti lög um ætlað samþykki til líffæragjafa Alþingi hefur samþykkt breytingu á lögum um líffæraflutninga þannig að framvegis verður gert ráð fyrir að allir séu samþykkir brottnámi líffæris að sér látnum nema tilefni sé til að ætla annað. 6. júní 2018 14:57 Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Fleiri fréttir Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Sjá meira
Alþingi samþykkti lög um ætlað samþykki til líffæragjafa Alþingi hefur samþykkt breytingu á lögum um líffæraflutninga þannig að framvegis verður gert ráð fyrir að allir séu samþykkir brottnámi líffæris að sér látnum nema tilefni sé til að ætla annað. 6. júní 2018 14:57
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent