Héraðsdómur segir Barnaverndarstofu hafa rannsakað mál Freyju ítarlega Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 6. júní 2018 19:30 Freyja Haraldsdóttir var viðstödd dómsuppsögu í Héraðsdómi í dag. Vísir/Vilhelm Héraðsdómur Reykjavíkur telur ekki vera sýnt að meðferð og synjun Barnaverndarstofu á umsókn Freyju Haraldsdóttur um að gerast fósturforeldri hafi aðeins byggt á því að hún búi við fötlun. Barnaverndarstofa var sýknuð af öllum kröfu Freyju í málinu.Dómur féll í málinu í dagen Freyja stefndi Barnaverndastofu á síðasta ári eftir að umsókn hennar um að gerast fósturforeldri var synjað. Taldi Freyja að með því væri brotið á mannréttindum hennar. Úrskurðarnefnd velferðarmála staðfesti synjun Barnaverndarstofu á sínum tíma envildi Freyja að ákvörðun hennar yrði felld úr gildi.Fyrir liggur að Freyja fékk jákvæða umsögn frá fjölskylduráði Garðabæjar um að taka barn í fóstur. Hún var þó ekki boðuð á námskeið þar sem fram fer mat á hvort viðkomandi sé hæft fósturforeldri.Í samtali við Vísi á síðasta árisagði Sigrún Ingibjörg Gísladóttir, lögmaður Freyju, að málið snerist um þetta. Að ákvörðunin um að neita henni um að gerast fósturforeldri hafi verið tekin áður en hún hafði setið námskeiðið. Henni hafi því verið mismunað þegar ákvörðun var tekin án þess að hún hafi farið í gegnum námskeið líkt og aðrir umsækjendur.Héraðsdómur tekur undir sjónarmið Barnaverndarstofu Í niðurstöðu héraðsdóms er tekið undir með sjónarmiðum Barnaverndarstofu að faglegt mat hafi verið lagt á aðstæður Freyju. Sérfræðingar sem komu að matinu sem og vitnisburður sérfræðinga fyrir dómi hafi gefi „ótvírætt til kynna að of margir óvissuþættir felist almennt í því að setja fósturbarn inn í þær sérstöku aðstæður,“ sem Freyja búi við. Hún glímir við sjaldgæfan og erfiðan beinasjúkdóm sem gerir það að verkum hún er að mestu bundin við sérstakan hjólastól auk þess sem hún er háð aðstoð annarra við flestar athafnir daglegs lífs. Í dómi héraðsdóms er tekið fram að óumdeilt sé að Freyja sé vel menntuð og atorkusöm kona sem er virk félagslega og hafi meðal annars komið nokkuð að störfum með börnum, og þá meðal annars sem stuðningsforeldri unglings.Héraðsdómur tók undir sjónarmið Barnaverndastofu í málinu.Vísir/PjeturNámskeiðið í raun ekki opið öllum sem hlutu jákvæða umsögn Hvað varðar námskeiðið sem Freyja fékk ekki boð á eftir jákvæða umsögn frá fjölskylduráð Garðabæjar segir í dómi héraðsdóms að fyrir liggi að mistök hafi átt sér stað hjá Barnaverndarstofu þegar auglýst var að umrætt námskeið væri opið öllum sem hlotið hefðu jákvæða umsögn.Í raun hafi það verið þannig að þeir umsækjendur sem uppfylli ótvírætt ekki skilyrði um að gerast fósturforeldar hafi ekki fengið boð á námskeiðið. Markmið námskeiðsins sé ekki bara að kanna foreldrahæfni þátttakenda heldur einnig að undirbúa þá frekar undir hlutverk fósturforeldra sem þeir hafi þá verið taldir hæfir til þess að geta sinnt.Í máli Freyju tekur dómurinn undir þau sjónarmið Barnaverndarstofu að henni hafi ekki verið boðið á námskeiðið þar sem hún hafi þá þegar að mati stofnunarinnar ekki uppfyllt hæfisskilyrði.Segir í dómi héraðsdóms að fyrirliggjandi sé af gögnum málsins að ítarleg málsmeðferð og rannsókn hafi átt sér stað varðandi beiðni Freyju um fóstur, bæði hjá Barnaverndarstofu, sem og úrskurðarnefnd velferðarmála áður en ákvörðun var tekin.Var því að mati héraðsdóms ekki ástæða til þess að fella úr gildi dóm úrskurðs verlferðarmála er staðfesti ákvörðun Barnaverndastofu um að synja beiðni Freyju um að taka barn í fóstur.Var Barnaverndastofa því sýknuð af öllum kröfum í málinu en dóm héraðsdóms má lesa hér. Dómsmál Tengdar fréttir Barnaverndarstofa sýknuð í máli Freyju Haralds Freyja stefndi Barnaverndarstofu vegna ákvörðunar stofnunarinnar um að neita henni um að gerast fósturforeldri. 6. júní 2018 13:11 Freyja segir mikilvægt að finna fyrir stuðningi í baráttu sinni Freyja segir málið fyrst og fremst snúast um að fatlaðir njóti sömu málsmeðferðar og ófatlaðir. Fullt var út úr dyrum í dómssal Héraðsdóms Reykjavíkur í gær þegar málið var tekið fyrir og færri komust að en vildu. 21. apríl 2018 07:30 Freyja fær ekki að vera fósturforeldri og stefnir Barnaverndarstofu Freyja Haraldsdóttir, fyrrverandi varaþingmaður, höfðar mál gegn Barnaverndarstofu sem synjaði henni um stöðu fósturforeldris. Úrskurðarnefnd velferðarmála er sammála Barnaverndarstofu en Freyja telur á sér brotið. 19. október 2017 05:00 Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Innlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Fleiri fréttir Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Sjá meira
Héraðsdómur Reykjavíkur telur ekki vera sýnt að meðferð og synjun Barnaverndarstofu á umsókn Freyju Haraldsdóttur um að gerast fósturforeldri hafi aðeins byggt á því að hún búi við fötlun. Barnaverndarstofa var sýknuð af öllum kröfu Freyju í málinu.Dómur féll í málinu í dagen Freyja stefndi Barnaverndastofu á síðasta ári eftir að umsókn hennar um að gerast fósturforeldri var synjað. Taldi Freyja að með því væri brotið á mannréttindum hennar. Úrskurðarnefnd velferðarmála staðfesti synjun Barnaverndarstofu á sínum tíma envildi Freyja að ákvörðun hennar yrði felld úr gildi.Fyrir liggur að Freyja fékk jákvæða umsögn frá fjölskylduráði Garðabæjar um að taka barn í fóstur. Hún var þó ekki boðuð á námskeið þar sem fram fer mat á hvort viðkomandi sé hæft fósturforeldri.Í samtali við Vísi á síðasta árisagði Sigrún Ingibjörg Gísladóttir, lögmaður Freyju, að málið snerist um þetta. Að ákvörðunin um að neita henni um að gerast fósturforeldri hafi verið tekin áður en hún hafði setið námskeiðið. Henni hafi því verið mismunað þegar ákvörðun var tekin án þess að hún hafi farið í gegnum námskeið líkt og aðrir umsækjendur.Héraðsdómur tekur undir sjónarmið Barnaverndarstofu Í niðurstöðu héraðsdóms er tekið undir með sjónarmiðum Barnaverndarstofu að faglegt mat hafi verið lagt á aðstæður Freyju. Sérfræðingar sem komu að matinu sem og vitnisburður sérfræðinga fyrir dómi hafi gefi „ótvírætt til kynna að of margir óvissuþættir felist almennt í því að setja fósturbarn inn í þær sérstöku aðstæður,“ sem Freyja búi við. Hún glímir við sjaldgæfan og erfiðan beinasjúkdóm sem gerir það að verkum hún er að mestu bundin við sérstakan hjólastól auk þess sem hún er háð aðstoð annarra við flestar athafnir daglegs lífs. Í dómi héraðsdóms er tekið fram að óumdeilt sé að Freyja sé vel menntuð og atorkusöm kona sem er virk félagslega og hafi meðal annars komið nokkuð að störfum með börnum, og þá meðal annars sem stuðningsforeldri unglings.Héraðsdómur tók undir sjónarmið Barnaverndastofu í málinu.Vísir/PjeturNámskeiðið í raun ekki opið öllum sem hlutu jákvæða umsögn Hvað varðar námskeiðið sem Freyja fékk ekki boð á eftir jákvæða umsögn frá fjölskylduráð Garðabæjar segir í dómi héraðsdóms að fyrir liggi að mistök hafi átt sér stað hjá Barnaverndarstofu þegar auglýst var að umrætt námskeið væri opið öllum sem hlotið hefðu jákvæða umsögn.Í raun hafi það verið þannig að þeir umsækjendur sem uppfylli ótvírætt ekki skilyrði um að gerast fósturforeldar hafi ekki fengið boð á námskeiðið. Markmið námskeiðsins sé ekki bara að kanna foreldrahæfni þátttakenda heldur einnig að undirbúa þá frekar undir hlutverk fósturforeldra sem þeir hafi þá verið taldir hæfir til þess að geta sinnt.Í máli Freyju tekur dómurinn undir þau sjónarmið Barnaverndarstofu að henni hafi ekki verið boðið á námskeiðið þar sem hún hafi þá þegar að mati stofnunarinnar ekki uppfyllt hæfisskilyrði.Segir í dómi héraðsdóms að fyrirliggjandi sé af gögnum málsins að ítarleg málsmeðferð og rannsókn hafi átt sér stað varðandi beiðni Freyju um fóstur, bæði hjá Barnaverndarstofu, sem og úrskurðarnefnd velferðarmála áður en ákvörðun var tekin.Var því að mati héraðsdóms ekki ástæða til þess að fella úr gildi dóm úrskurðs verlferðarmála er staðfesti ákvörðun Barnaverndastofu um að synja beiðni Freyju um að taka barn í fóstur.Var Barnaverndastofa því sýknuð af öllum kröfum í málinu en dóm héraðsdóms má lesa hér.
Dómsmál Tengdar fréttir Barnaverndarstofa sýknuð í máli Freyju Haralds Freyja stefndi Barnaverndarstofu vegna ákvörðunar stofnunarinnar um að neita henni um að gerast fósturforeldri. 6. júní 2018 13:11 Freyja segir mikilvægt að finna fyrir stuðningi í baráttu sinni Freyja segir málið fyrst og fremst snúast um að fatlaðir njóti sömu málsmeðferðar og ófatlaðir. Fullt var út úr dyrum í dómssal Héraðsdóms Reykjavíkur í gær þegar málið var tekið fyrir og færri komust að en vildu. 21. apríl 2018 07:30 Freyja fær ekki að vera fósturforeldri og stefnir Barnaverndarstofu Freyja Haraldsdóttir, fyrrverandi varaþingmaður, höfðar mál gegn Barnaverndarstofu sem synjaði henni um stöðu fósturforeldris. Úrskurðarnefnd velferðarmála er sammála Barnaverndarstofu en Freyja telur á sér brotið. 19. október 2017 05:00 Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Innlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Fleiri fréttir Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Sjá meira
Barnaverndarstofa sýknuð í máli Freyju Haralds Freyja stefndi Barnaverndarstofu vegna ákvörðunar stofnunarinnar um að neita henni um að gerast fósturforeldri. 6. júní 2018 13:11
Freyja segir mikilvægt að finna fyrir stuðningi í baráttu sinni Freyja segir málið fyrst og fremst snúast um að fatlaðir njóti sömu málsmeðferðar og ófatlaðir. Fullt var út úr dyrum í dómssal Héraðsdóms Reykjavíkur í gær þegar málið var tekið fyrir og færri komust að en vildu. 21. apríl 2018 07:30
Freyja fær ekki að vera fósturforeldri og stefnir Barnaverndarstofu Freyja Haraldsdóttir, fyrrverandi varaþingmaður, höfðar mál gegn Barnaverndarstofu sem synjaði henni um stöðu fósturforeldris. Úrskurðarnefnd velferðarmála er sammála Barnaverndarstofu en Freyja telur á sér brotið. 19. október 2017 05:00