Segir Cambridge Analytica hafa verið eyðilagt af bitrum og öfundsjúkum uppljóstrara Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 6. júní 2018 23:15 Alexander Nix, fyrrverandi forstjóri greiningarfyrirtækisins Cambridge Analytica, segir að honum hafi liðið eins og fórnarlambinu í umfjöllun fjölmiðla um fyrirtækið sem leiddi til þess að það lagði upp laupana fyrir um mánuði síðan. Hann segir fyrirtækið hafa verið eyðilagt á ósanngjarnan hátt með fölskum ásökunum sem settar voru fram af bitrum og öfundsjúkum uppljóstrara. Þetta kom fram á fundi Nix með þingmönnum í breska þinginu í dag en Cambridge Analytica hætti starfsemi í kjölfar ásakana sem fyrrverandi starfsmaður fyrirtækisins setti fram og greint var frá í The Observer, systurblaði Guardian sem kemur út á sunnudögum.Sparaði ekki stóru orðin Starfsmaðurinn, Christopher Wylie, greindi frá því hvernig Cambridge Analytica hefði misnotað persónuupplýsingar milljóna notenda Facebook í Bandaríkjunum í pólitískum tilgangi. Hafði fyrirtækið, sem kom að forsetaframboði Donald Trump og kosningaherferð stuðningsmanna Brexit, keypt gögnin af utanaðkomandi aðila með ólögmætum hætti. Nix, og aðrir sem tengjast fyrirtækinu, hafa alltaf sagt að gögnin hafi verið keypt í góðri trú, en Wylie hélt því auk þess fram að gögnin hefðu verið notuð til þess að hafa áhrif á fyrrnefndar kosningar. Nix fór mikinn þegar hann kom fyrir breska þingið í dag en vegna friðhelgis þingsins nær breska meiðyrðalöggjöfin ekki til vitnisburðar hans.Samhæfð og áhrifarík árás frjálslyndra fjölmiðla Þannig sagði hann Wylie hafa logið um mjög marga hluti og að Cambridge Analytica hafi verið fórnarlamb samhæfðrar og áhrifaríkrar árásar frjálslyndra fjölmiðla. Nix lýsti Wylie sem manni sem segðist vera talsmaður þess að vernda gögn á sama tíma og hann væri að sanka að sér stærra gagnasafni en Cambridge Analytica hafði yfir að ráða. Hann hafi ætlað að koma svipuðu fyrirtæki á koppinn en síðustu tveimur til þremur árum hefði hann bara eytt í að vera öfundsjúkur og bitur. Þá sagði Nix að umfjöllun hins ótrúlega áhrifamikla blaðs Guardian um fyrirtækið hafi vakið heimsathygli þrátt fyrir að um hafi verið að ræða falsfréttir að öllu leyti.„Ef þið sætuð þar sem ég sit núna þá liði ykkur örugglega líka eins og fórnarlambinu“ Hélt hann því fram að umfjöllunin um Cambridge Analytica hefði verið drifin áfram af blaðamönnum sem hafi viljað draga úr vægi Brexit og knýja fram aðra þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild Bretlands að Evrópusambandinu. „Ef þið sætuð þar sem ég sit núna þá liði ykkur örugglega líka eins og fórnarlambinu,“ sagði Nix við þingmennina. Nefndi hann til að mynda umfjöllun Channel 4 sem birti upptökur, sem teknar höfðu verið í leyni, af Nix að tala um ólögleg meðul í erlendum kosningum. Nix sagði að upptökurnar hefðu verið klipptar mikið til svo sýna mætti hann í sem verstu ljósi en Channel 4 hefur þvertekið fyrir þetta og segist hafa sýnt Nix sanngirni í umfjöllun sinni. Facebook Tengdar fréttir Zuckerberg biðst afsökunar Mark Zuckerberg, stofnandi og forstjóri Facebook, kom fyrir Evrópuþingið í Brussel í dag. 22. maí 2018 18:56 Þetta er það sem Google og Facebook vita um þig Þar til fyrir um viku taldi ég mig nokkuð vel upplýsta um það hversu miklum upplýsingum Facebook og Google væru að safna og hefðu um mig. Svo las ég greinina Are You Ready? Here is all the data Facebook and Google have on you. 4. apríl 2018 12:45 Hér getur þú séð hvort að þínum gögnum var deilt með Cambridge Analytica Facebook hefur birt tól þar sem notendur geta komist að því hvort að upplýsingum um þá var deilt með hinu umdeilda breska fyrirtæki Cambridge Analytica. 10. apríl 2018 16:27 Mest lesið Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Innlent Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Erlent Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Innlent Fleiri fréttir Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sjá meira
Alexander Nix, fyrrverandi forstjóri greiningarfyrirtækisins Cambridge Analytica, segir að honum hafi liðið eins og fórnarlambinu í umfjöllun fjölmiðla um fyrirtækið sem leiddi til þess að það lagði upp laupana fyrir um mánuði síðan. Hann segir fyrirtækið hafa verið eyðilagt á ósanngjarnan hátt með fölskum ásökunum sem settar voru fram af bitrum og öfundsjúkum uppljóstrara. Þetta kom fram á fundi Nix með þingmönnum í breska þinginu í dag en Cambridge Analytica hætti starfsemi í kjölfar ásakana sem fyrrverandi starfsmaður fyrirtækisins setti fram og greint var frá í The Observer, systurblaði Guardian sem kemur út á sunnudögum.Sparaði ekki stóru orðin Starfsmaðurinn, Christopher Wylie, greindi frá því hvernig Cambridge Analytica hefði misnotað persónuupplýsingar milljóna notenda Facebook í Bandaríkjunum í pólitískum tilgangi. Hafði fyrirtækið, sem kom að forsetaframboði Donald Trump og kosningaherferð stuðningsmanna Brexit, keypt gögnin af utanaðkomandi aðila með ólögmætum hætti. Nix, og aðrir sem tengjast fyrirtækinu, hafa alltaf sagt að gögnin hafi verið keypt í góðri trú, en Wylie hélt því auk þess fram að gögnin hefðu verið notuð til þess að hafa áhrif á fyrrnefndar kosningar. Nix fór mikinn þegar hann kom fyrir breska þingið í dag en vegna friðhelgis þingsins nær breska meiðyrðalöggjöfin ekki til vitnisburðar hans.Samhæfð og áhrifarík árás frjálslyndra fjölmiðla Þannig sagði hann Wylie hafa logið um mjög marga hluti og að Cambridge Analytica hafi verið fórnarlamb samhæfðrar og áhrifaríkrar árásar frjálslyndra fjölmiðla. Nix lýsti Wylie sem manni sem segðist vera talsmaður þess að vernda gögn á sama tíma og hann væri að sanka að sér stærra gagnasafni en Cambridge Analytica hafði yfir að ráða. Hann hafi ætlað að koma svipuðu fyrirtæki á koppinn en síðustu tveimur til þremur árum hefði hann bara eytt í að vera öfundsjúkur og bitur. Þá sagði Nix að umfjöllun hins ótrúlega áhrifamikla blaðs Guardian um fyrirtækið hafi vakið heimsathygli þrátt fyrir að um hafi verið að ræða falsfréttir að öllu leyti.„Ef þið sætuð þar sem ég sit núna þá liði ykkur örugglega líka eins og fórnarlambinu“ Hélt hann því fram að umfjöllunin um Cambridge Analytica hefði verið drifin áfram af blaðamönnum sem hafi viljað draga úr vægi Brexit og knýja fram aðra þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild Bretlands að Evrópusambandinu. „Ef þið sætuð þar sem ég sit núna þá liði ykkur örugglega líka eins og fórnarlambinu,“ sagði Nix við þingmennina. Nefndi hann til að mynda umfjöllun Channel 4 sem birti upptökur, sem teknar höfðu verið í leyni, af Nix að tala um ólögleg meðul í erlendum kosningum. Nix sagði að upptökurnar hefðu verið klipptar mikið til svo sýna mætti hann í sem verstu ljósi en Channel 4 hefur þvertekið fyrir þetta og segist hafa sýnt Nix sanngirni í umfjöllun sinni.
Facebook Tengdar fréttir Zuckerberg biðst afsökunar Mark Zuckerberg, stofnandi og forstjóri Facebook, kom fyrir Evrópuþingið í Brussel í dag. 22. maí 2018 18:56 Þetta er það sem Google og Facebook vita um þig Þar til fyrir um viku taldi ég mig nokkuð vel upplýsta um það hversu miklum upplýsingum Facebook og Google væru að safna og hefðu um mig. Svo las ég greinina Are You Ready? Here is all the data Facebook and Google have on you. 4. apríl 2018 12:45 Hér getur þú séð hvort að þínum gögnum var deilt með Cambridge Analytica Facebook hefur birt tól þar sem notendur geta komist að því hvort að upplýsingum um þá var deilt með hinu umdeilda breska fyrirtæki Cambridge Analytica. 10. apríl 2018 16:27 Mest lesið Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Innlent Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Erlent Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Innlent Fleiri fréttir Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sjá meira
Zuckerberg biðst afsökunar Mark Zuckerberg, stofnandi og forstjóri Facebook, kom fyrir Evrópuþingið í Brussel í dag. 22. maí 2018 18:56
Þetta er það sem Google og Facebook vita um þig Þar til fyrir um viku taldi ég mig nokkuð vel upplýsta um það hversu miklum upplýsingum Facebook og Google væru að safna og hefðu um mig. Svo las ég greinina Are You Ready? Here is all the data Facebook and Google have on you. 4. apríl 2018 12:45
Hér getur þú séð hvort að þínum gögnum var deilt með Cambridge Analytica Facebook hefur birt tól þar sem notendur geta komist að því hvort að upplýsingum um þá var deilt með hinu umdeilda breska fyrirtæki Cambridge Analytica. 10. apríl 2018 16:27