Segir Cambridge Analytica hafa verið eyðilagt af bitrum og öfundsjúkum uppljóstrara Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 6. júní 2018 23:15 Alexander Nix, fyrrverandi forstjóri greiningarfyrirtækisins Cambridge Analytica, segir að honum hafi liðið eins og fórnarlambinu í umfjöllun fjölmiðla um fyrirtækið sem leiddi til þess að það lagði upp laupana fyrir um mánuði síðan. Hann segir fyrirtækið hafa verið eyðilagt á ósanngjarnan hátt með fölskum ásökunum sem settar voru fram af bitrum og öfundsjúkum uppljóstrara. Þetta kom fram á fundi Nix með þingmönnum í breska þinginu í dag en Cambridge Analytica hætti starfsemi í kjölfar ásakana sem fyrrverandi starfsmaður fyrirtækisins setti fram og greint var frá í The Observer, systurblaði Guardian sem kemur út á sunnudögum.Sparaði ekki stóru orðin Starfsmaðurinn, Christopher Wylie, greindi frá því hvernig Cambridge Analytica hefði misnotað persónuupplýsingar milljóna notenda Facebook í Bandaríkjunum í pólitískum tilgangi. Hafði fyrirtækið, sem kom að forsetaframboði Donald Trump og kosningaherferð stuðningsmanna Brexit, keypt gögnin af utanaðkomandi aðila með ólögmætum hætti. Nix, og aðrir sem tengjast fyrirtækinu, hafa alltaf sagt að gögnin hafi verið keypt í góðri trú, en Wylie hélt því auk þess fram að gögnin hefðu verið notuð til þess að hafa áhrif á fyrrnefndar kosningar. Nix fór mikinn þegar hann kom fyrir breska þingið í dag en vegna friðhelgis þingsins nær breska meiðyrðalöggjöfin ekki til vitnisburðar hans.Samhæfð og áhrifarík árás frjálslyndra fjölmiðla Þannig sagði hann Wylie hafa logið um mjög marga hluti og að Cambridge Analytica hafi verið fórnarlamb samhæfðrar og áhrifaríkrar árásar frjálslyndra fjölmiðla. Nix lýsti Wylie sem manni sem segðist vera talsmaður þess að vernda gögn á sama tíma og hann væri að sanka að sér stærra gagnasafni en Cambridge Analytica hafði yfir að ráða. Hann hafi ætlað að koma svipuðu fyrirtæki á koppinn en síðustu tveimur til þremur árum hefði hann bara eytt í að vera öfundsjúkur og bitur. Þá sagði Nix að umfjöllun hins ótrúlega áhrifamikla blaðs Guardian um fyrirtækið hafi vakið heimsathygli þrátt fyrir að um hafi verið að ræða falsfréttir að öllu leyti.„Ef þið sætuð þar sem ég sit núna þá liði ykkur örugglega líka eins og fórnarlambinu“ Hélt hann því fram að umfjöllunin um Cambridge Analytica hefði verið drifin áfram af blaðamönnum sem hafi viljað draga úr vægi Brexit og knýja fram aðra þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild Bretlands að Evrópusambandinu. „Ef þið sætuð þar sem ég sit núna þá liði ykkur örugglega líka eins og fórnarlambinu,“ sagði Nix við þingmennina. Nefndi hann til að mynda umfjöllun Channel 4 sem birti upptökur, sem teknar höfðu verið í leyni, af Nix að tala um ólögleg meðul í erlendum kosningum. Nix sagði að upptökurnar hefðu verið klipptar mikið til svo sýna mætti hann í sem verstu ljósi en Channel 4 hefur þvertekið fyrir þetta og segist hafa sýnt Nix sanngirni í umfjöllun sinni. Facebook Tengdar fréttir Zuckerberg biðst afsökunar Mark Zuckerberg, stofnandi og forstjóri Facebook, kom fyrir Evrópuþingið í Brussel í dag. 22. maí 2018 18:56 Þetta er það sem Google og Facebook vita um þig Þar til fyrir um viku taldi ég mig nokkuð vel upplýsta um það hversu miklum upplýsingum Facebook og Google væru að safna og hefðu um mig. Svo las ég greinina Are You Ready? Here is all the data Facebook and Google have on you. 4. apríl 2018 12:45 Hér getur þú séð hvort að þínum gögnum var deilt með Cambridge Analytica Facebook hefur birt tól þar sem notendur geta komist að því hvort að upplýsingum um þá var deilt með hinu umdeilda breska fyrirtæki Cambridge Analytica. 10. apríl 2018 16:27 Mest lesið Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Hnífstunga á Austurvelli Innlent Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Innlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Fleiri fréttir Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Sjá meira
Alexander Nix, fyrrverandi forstjóri greiningarfyrirtækisins Cambridge Analytica, segir að honum hafi liðið eins og fórnarlambinu í umfjöllun fjölmiðla um fyrirtækið sem leiddi til þess að það lagði upp laupana fyrir um mánuði síðan. Hann segir fyrirtækið hafa verið eyðilagt á ósanngjarnan hátt með fölskum ásökunum sem settar voru fram af bitrum og öfundsjúkum uppljóstrara. Þetta kom fram á fundi Nix með þingmönnum í breska þinginu í dag en Cambridge Analytica hætti starfsemi í kjölfar ásakana sem fyrrverandi starfsmaður fyrirtækisins setti fram og greint var frá í The Observer, systurblaði Guardian sem kemur út á sunnudögum.Sparaði ekki stóru orðin Starfsmaðurinn, Christopher Wylie, greindi frá því hvernig Cambridge Analytica hefði misnotað persónuupplýsingar milljóna notenda Facebook í Bandaríkjunum í pólitískum tilgangi. Hafði fyrirtækið, sem kom að forsetaframboði Donald Trump og kosningaherferð stuðningsmanna Brexit, keypt gögnin af utanaðkomandi aðila með ólögmætum hætti. Nix, og aðrir sem tengjast fyrirtækinu, hafa alltaf sagt að gögnin hafi verið keypt í góðri trú, en Wylie hélt því auk þess fram að gögnin hefðu verið notuð til þess að hafa áhrif á fyrrnefndar kosningar. Nix fór mikinn þegar hann kom fyrir breska þingið í dag en vegna friðhelgis þingsins nær breska meiðyrðalöggjöfin ekki til vitnisburðar hans.Samhæfð og áhrifarík árás frjálslyndra fjölmiðla Þannig sagði hann Wylie hafa logið um mjög marga hluti og að Cambridge Analytica hafi verið fórnarlamb samhæfðrar og áhrifaríkrar árásar frjálslyndra fjölmiðla. Nix lýsti Wylie sem manni sem segðist vera talsmaður þess að vernda gögn á sama tíma og hann væri að sanka að sér stærra gagnasafni en Cambridge Analytica hafði yfir að ráða. Hann hafi ætlað að koma svipuðu fyrirtæki á koppinn en síðustu tveimur til þremur árum hefði hann bara eytt í að vera öfundsjúkur og bitur. Þá sagði Nix að umfjöllun hins ótrúlega áhrifamikla blaðs Guardian um fyrirtækið hafi vakið heimsathygli þrátt fyrir að um hafi verið að ræða falsfréttir að öllu leyti.„Ef þið sætuð þar sem ég sit núna þá liði ykkur örugglega líka eins og fórnarlambinu“ Hélt hann því fram að umfjöllunin um Cambridge Analytica hefði verið drifin áfram af blaðamönnum sem hafi viljað draga úr vægi Brexit og knýja fram aðra þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild Bretlands að Evrópusambandinu. „Ef þið sætuð þar sem ég sit núna þá liði ykkur örugglega líka eins og fórnarlambinu,“ sagði Nix við þingmennina. Nefndi hann til að mynda umfjöllun Channel 4 sem birti upptökur, sem teknar höfðu verið í leyni, af Nix að tala um ólögleg meðul í erlendum kosningum. Nix sagði að upptökurnar hefðu verið klipptar mikið til svo sýna mætti hann í sem verstu ljósi en Channel 4 hefur þvertekið fyrir þetta og segist hafa sýnt Nix sanngirni í umfjöllun sinni.
Facebook Tengdar fréttir Zuckerberg biðst afsökunar Mark Zuckerberg, stofnandi og forstjóri Facebook, kom fyrir Evrópuþingið í Brussel í dag. 22. maí 2018 18:56 Þetta er það sem Google og Facebook vita um þig Þar til fyrir um viku taldi ég mig nokkuð vel upplýsta um það hversu miklum upplýsingum Facebook og Google væru að safna og hefðu um mig. Svo las ég greinina Are You Ready? Here is all the data Facebook and Google have on you. 4. apríl 2018 12:45 Hér getur þú séð hvort að þínum gögnum var deilt með Cambridge Analytica Facebook hefur birt tól þar sem notendur geta komist að því hvort að upplýsingum um þá var deilt með hinu umdeilda breska fyrirtæki Cambridge Analytica. 10. apríl 2018 16:27 Mest lesið Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Hnífstunga á Austurvelli Innlent Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Innlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Fleiri fréttir Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Sjá meira
Zuckerberg biðst afsökunar Mark Zuckerberg, stofnandi og forstjóri Facebook, kom fyrir Evrópuþingið í Brussel í dag. 22. maí 2018 18:56
Þetta er það sem Google og Facebook vita um þig Þar til fyrir um viku taldi ég mig nokkuð vel upplýsta um það hversu miklum upplýsingum Facebook og Google væru að safna og hefðu um mig. Svo las ég greinina Are You Ready? Here is all the data Facebook and Google have on you. 4. apríl 2018 12:45
Hér getur þú séð hvort að þínum gögnum var deilt með Cambridge Analytica Facebook hefur birt tól þar sem notendur geta komist að því hvort að upplýsingum um þá var deilt með hinu umdeilda breska fyrirtæki Cambridge Analytica. 10. apríl 2018 16:27