Óheimilt að synja fyrrverandi fanga um aðstoð Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 7. júní 2018 06:30 Hafnarfjarðarbær synjaði fanga um fjárhagsaðstoð. Vísir/Daníel Úrskurðarnefnd velferðarmála hefur komist að þeirri niðurstöðu að fortakslaust ákvæði í reglum Hafnarfjarðarbæjar um fjárhagsaðstoð standist ekki grundvallarreglur íslensks réttar um rétt til félagslegrar aðstoðar. Fyrrverandi fangi kvartaði til nefndarinnar eftir synjun bæjarins um fjárhagsaðstoð en hann hafði sótt um aðstoð á þeim grundvelli að hann stundaði háskólanám en þar sem hann sé á vanskilaskrá eigi hann ekki rétt á námsláni frá LÍN nema með ábyrgðarmanni, en ómögulegt geti reynst fyrir fyrrverandi fanga sem bíða gjaldþrot að fá ábyrgðarmann að láni.Guðmundur Ingi Þóroddsson.Umsókn mannsins var synjað með vísan til fortakslauss ákvæðis reglna bæjarins um að einstaklingar sem stunda nám sem er lánshæft hjá Lánasjóði íslenskra námsmanna, njóti ekki réttar til fjárhagsaðstoðar. Í niðurstöðu úrskurðarnefndarinnar er á því byggt að umrætt ákvæði leiði í reynd til þess að ekki fari fram eiginlegt mat á aðstæðum umsækjenda og því hvort þeir geti séð sjálfum sér og fjölskyldum sínum farboða án aðstoðar. „Þar sem löggjafinn hefur eftirlátið stjórnvöldum mat til þess að geta tekið ákvörðun sem best hentar hag hvers aðila, með tilliti til allra aðstæðna, er stjórnvöldum óheimilt að afnema matið með því að setja til dæmis verklagsreglu sem tekur til allra mála, sambærilegra sem ósambærilegra.“ Formaður Afstöðu, félags fanga, fagnar niðurstöðunni og segir hana fordæmisgefandi. „Afstaða hefur margoft bent á að þeir verst stöddu í samfélaginu falli á milli skips og bryggju með fortakslausum ákvæðum sem þessu og að þau hefti möguleika þeirra sem ljúka afplánun til að byggja upp líf sitt að nýju. Það er því sérlega ánægjulegt að úrskurðarnefndin taki af allan vafa í þessu tiltekna máli og segi að meta þurfi aðstæður allra umsækjenda um fjárhagsaðstoð,“ segir Guðmundur Ingi Þóroddsson, formaður Afstöðu. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar Innlent „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Innlent Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Innlent „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ Innlent „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Fleiri fréttir Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Verði fram á nótt að slökkva eld í trjákurlinu Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Sjá meira
Úrskurðarnefnd velferðarmála hefur komist að þeirri niðurstöðu að fortakslaust ákvæði í reglum Hafnarfjarðarbæjar um fjárhagsaðstoð standist ekki grundvallarreglur íslensks réttar um rétt til félagslegrar aðstoðar. Fyrrverandi fangi kvartaði til nefndarinnar eftir synjun bæjarins um fjárhagsaðstoð en hann hafði sótt um aðstoð á þeim grundvelli að hann stundaði háskólanám en þar sem hann sé á vanskilaskrá eigi hann ekki rétt á námsláni frá LÍN nema með ábyrgðarmanni, en ómögulegt geti reynst fyrir fyrrverandi fanga sem bíða gjaldþrot að fá ábyrgðarmann að láni.Guðmundur Ingi Þóroddsson.Umsókn mannsins var synjað með vísan til fortakslauss ákvæðis reglna bæjarins um að einstaklingar sem stunda nám sem er lánshæft hjá Lánasjóði íslenskra námsmanna, njóti ekki réttar til fjárhagsaðstoðar. Í niðurstöðu úrskurðarnefndarinnar er á því byggt að umrætt ákvæði leiði í reynd til þess að ekki fari fram eiginlegt mat á aðstæðum umsækjenda og því hvort þeir geti séð sjálfum sér og fjölskyldum sínum farboða án aðstoðar. „Þar sem löggjafinn hefur eftirlátið stjórnvöldum mat til þess að geta tekið ákvörðun sem best hentar hag hvers aðila, með tilliti til allra aðstæðna, er stjórnvöldum óheimilt að afnema matið með því að setja til dæmis verklagsreglu sem tekur til allra mála, sambærilegra sem ósambærilegra.“ Formaður Afstöðu, félags fanga, fagnar niðurstöðunni og segir hana fordæmisgefandi. „Afstaða hefur margoft bent á að þeir verst stöddu í samfélaginu falli á milli skips og bryggju með fortakslausum ákvæðum sem þessu og að þau hefti möguleika þeirra sem ljúka afplánun til að byggja upp líf sitt að nýju. Það er því sérlega ánægjulegt að úrskurðarnefndin taki af allan vafa í þessu tiltekna máli og segi að meta þurfi aðstæður allra umsækjenda um fjárhagsaðstoð,“ segir Guðmundur Ingi Þóroddsson, formaður Afstöðu.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar Innlent „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Innlent Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Innlent „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ Innlent „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Fleiri fréttir Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Verði fram á nótt að slökkva eld í trjákurlinu Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Sjá meira