Gaf Clinton annað tækifæri til að svara fyrir Monicu Lewinsky og #MeToo Kristín Ólafsdóttir skrifar 7. júní 2018 10:53 Bill Clinton fyrrverandi forseti Bandaríkjanna og Stephen Colbert. Vísir/getty Bandaríski spjallþáttastjórnandinn Stephen Colbert þjarmaði að Bill Clinton fyrrverandi Bandaríkjaforseta í þætti sínum í gærkvöldi. Colbert spurði Clinton af hverju þeim síðarnefnda hefði komið á óvart að vera spurður út í samband sitt við Monicu Lewinsky í ljósi #MeToo-hreyfingarinnar. Samband Clinton, sem þá var forseti Bandaríkjanna, og Lewinsky, starfsnema í Hvíta húsinu, vakti heimsathygli á tíunda áratug síðustu aldar. Clinton, sem gaf nýlega út skáldsögu ásamt rithöfundinum James Patterson, hefur komið fram í fjölda viðtala upp á síðkastið til að kynna bókina.Sjá einnig: Myndi engu breyta Með spurningum sínum í gær vísaði Colbert til viðtals sem sýnt var á NBC-sjónvarpsstöðinni á mánudag og sjá má hér að neðan. Í viðtalinu var Clinton inntur eftir því hvort hann hefði svarað öðruvísi fyrir gjörðir sínar nú en fyrir 20 árum í ljósi #MeToo-hreyfingarinnar, sem varpað hefur nýju ljósi á samskipti kynjanna og valdaójafnvægi innan þeirra. Spurningin virtist koma Clinton nokkuð í opna skjöldu og brást hann ókvæða við, að því er einhverjum fannst, en svaraði því til að hann stæði við viðbrögð sín á sínum tíma.Colbert tók upp þráðinn að nýju í gær og spurði Clinton hvort honum væri ljóst af hverju áhugi á sambandi hans og Lewinsky, og ábyrgð Clinton í því samhengi, hefði vaknað að nýju. „Mér fannst þetta taktlaust vegna þess að þú virtist móðgaður á meðan, með fullri virðingu fyrir þér, hegðun þín var þekktasta dæmið á minni ævi um karlmann í valdastöðu sem sýnir af sér ósæmilega, kynferðislega hegðun á vinnustað,“ sagði Colbert. „Þannig að það kemur manni ekki á óvart að þú yrðir spurður út í þetta. Af hverju varstu hissa?“ Clinton sagði svar sitt í NBC-viðtalinu ekki hafa verið „sína bestu stund.“ Hann sagðist þó standa við það sem hann sagði á mánudag og ítrekaði að hann hefði beðið fjölskyldu sína, Moniku Lewinsky og bandarísku þjóðina afsökunar. Þá sagðist Clinton oft hafa þurft að svara fyrir gjörðir sínar í #MeToo-samhengi en spurningarnar í NBC-viðtalinu hefðu verið ósanngjarnar.Viðtal Colbert við Clinton má sjá í heild í spilaranum að neðan. Bíó og sjónvarp MeToo Tengdar fréttir Myndi engu breyta Bill Clinton, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, segir hann myndi ekki breyta ákvörðunum sínum vegna framhjáhaldshneykslis þegar hann var forseti. 4. júní 2018 15:53 20 ár síðan Bill Clinton laug að heimsbyggðinni I did not have sexual relations with that woman, Miss Lewinsky, sagði þáverandi forseti Bandaríkjanna, Bill Clinton, svo eftirminnilega í beinni útsendingu á þessum degi fyrir 20 árum. 26. janúar 2018 11:00 Monica Lewinsky um MeToo: „Ég er ekki lengur ein og fyrir það er ég þakklát“ Monica Lewinsky segist standa í þakkarskuld við þær konur sem hrundu MeToo og Time's Up byltingunum af stað. 26. febrúar 2018 10:45 Mest lesið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Menning Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Lífið Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Bíó og sjónvarp Robert Wilson er látinn Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Fleiri fréttir Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti Sjá meira
Bandaríski spjallþáttastjórnandinn Stephen Colbert þjarmaði að Bill Clinton fyrrverandi Bandaríkjaforseta í þætti sínum í gærkvöldi. Colbert spurði Clinton af hverju þeim síðarnefnda hefði komið á óvart að vera spurður út í samband sitt við Monicu Lewinsky í ljósi #MeToo-hreyfingarinnar. Samband Clinton, sem þá var forseti Bandaríkjanna, og Lewinsky, starfsnema í Hvíta húsinu, vakti heimsathygli á tíunda áratug síðustu aldar. Clinton, sem gaf nýlega út skáldsögu ásamt rithöfundinum James Patterson, hefur komið fram í fjölda viðtala upp á síðkastið til að kynna bókina.Sjá einnig: Myndi engu breyta Með spurningum sínum í gær vísaði Colbert til viðtals sem sýnt var á NBC-sjónvarpsstöðinni á mánudag og sjá má hér að neðan. Í viðtalinu var Clinton inntur eftir því hvort hann hefði svarað öðruvísi fyrir gjörðir sínar nú en fyrir 20 árum í ljósi #MeToo-hreyfingarinnar, sem varpað hefur nýju ljósi á samskipti kynjanna og valdaójafnvægi innan þeirra. Spurningin virtist koma Clinton nokkuð í opna skjöldu og brást hann ókvæða við, að því er einhverjum fannst, en svaraði því til að hann stæði við viðbrögð sín á sínum tíma.Colbert tók upp þráðinn að nýju í gær og spurði Clinton hvort honum væri ljóst af hverju áhugi á sambandi hans og Lewinsky, og ábyrgð Clinton í því samhengi, hefði vaknað að nýju. „Mér fannst þetta taktlaust vegna þess að þú virtist móðgaður á meðan, með fullri virðingu fyrir þér, hegðun þín var þekktasta dæmið á minni ævi um karlmann í valdastöðu sem sýnir af sér ósæmilega, kynferðislega hegðun á vinnustað,“ sagði Colbert. „Þannig að það kemur manni ekki á óvart að þú yrðir spurður út í þetta. Af hverju varstu hissa?“ Clinton sagði svar sitt í NBC-viðtalinu ekki hafa verið „sína bestu stund.“ Hann sagðist þó standa við það sem hann sagði á mánudag og ítrekaði að hann hefði beðið fjölskyldu sína, Moniku Lewinsky og bandarísku þjóðina afsökunar. Þá sagðist Clinton oft hafa þurft að svara fyrir gjörðir sínar í #MeToo-samhengi en spurningarnar í NBC-viðtalinu hefðu verið ósanngjarnar.Viðtal Colbert við Clinton má sjá í heild í spilaranum að neðan.
Bíó og sjónvarp MeToo Tengdar fréttir Myndi engu breyta Bill Clinton, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, segir hann myndi ekki breyta ákvörðunum sínum vegna framhjáhaldshneykslis þegar hann var forseti. 4. júní 2018 15:53 20 ár síðan Bill Clinton laug að heimsbyggðinni I did not have sexual relations with that woman, Miss Lewinsky, sagði þáverandi forseti Bandaríkjanna, Bill Clinton, svo eftirminnilega í beinni útsendingu á þessum degi fyrir 20 árum. 26. janúar 2018 11:00 Monica Lewinsky um MeToo: „Ég er ekki lengur ein og fyrir það er ég þakklát“ Monica Lewinsky segist standa í þakkarskuld við þær konur sem hrundu MeToo og Time's Up byltingunum af stað. 26. febrúar 2018 10:45 Mest lesið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Menning Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Lífið Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Bíó og sjónvarp Robert Wilson er látinn Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Fleiri fréttir Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti Sjá meira
Myndi engu breyta Bill Clinton, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, segir hann myndi ekki breyta ákvörðunum sínum vegna framhjáhaldshneykslis þegar hann var forseti. 4. júní 2018 15:53
20 ár síðan Bill Clinton laug að heimsbyggðinni I did not have sexual relations with that woman, Miss Lewinsky, sagði þáverandi forseti Bandaríkjanna, Bill Clinton, svo eftirminnilega í beinni útsendingu á þessum degi fyrir 20 árum. 26. janúar 2018 11:00
Monica Lewinsky um MeToo: „Ég er ekki lengur ein og fyrir það er ég þakklát“ Monica Lewinsky segist standa í þakkarskuld við þær konur sem hrundu MeToo og Time's Up byltingunum af stað. 26. febrúar 2018 10:45