Gaf Clinton annað tækifæri til að svara fyrir Monicu Lewinsky og #MeToo Kristín Ólafsdóttir skrifar 7. júní 2018 10:53 Bill Clinton fyrrverandi forseti Bandaríkjanna og Stephen Colbert. Vísir/getty Bandaríski spjallþáttastjórnandinn Stephen Colbert þjarmaði að Bill Clinton fyrrverandi Bandaríkjaforseta í þætti sínum í gærkvöldi. Colbert spurði Clinton af hverju þeim síðarnefnda hefði komið á óvart að vera spurður út í samband sitt við Monicu Lewinsky í ljósi #MeToo-hreyfingarinnar. Samband Clinton, sem þá var forseti Bandaríkjanna, og Lewinsky, starfsnema í Hvíta húsinu, vakti heimsathygli á tíunda áratug síðustu aldar. Clinton, sem gaf nýlega út skáldsögu ásamt rithöfundinum James Patterson, hefur komið fram í fjölda viðtala upp á síðkastið til að kynna bókina.Sjá einnig: Myndi engu breyta Með spurningum sínum í gær vísaði Colbert til viðtals sem sýnt var á NBC-sjónvarpsstöðinni á mánudag og sjá má hér að neðan. Í viðtalinu var Clinton inntur eftir því hvort hann hefði svarað öðruvísi fyrir gjörðir sínar nú en fyrir 20 árum í ljósi #MeToo-hreyfingarinnar, sem varpað hefur nýju ljósi á samskipti kynjanna og valdaójafnvægi innan þeirra. Spurningin virtist koma Clinton nokkuð í opna skjöldu og brást hann ókvæða við, að því er einhverjum fannst, en svaraði því til að hann stæði við viðbrögð sín á sínum tíma.Colbert tók upp þráðinn að nýju í gær og spurði Clinton hvort honum væri ljóst af hverju áhugi á sambandi hans og Lewinsky, og ábyrgð Clinton í því samhengi, hefði vaknað að nýju. „Mér fannst þetta taktlaust vegna þess að þú virtist móðgaður á meðan, með fullri virðingu fyrir þér, hegðun þín var þekktasta dæmið á minni ævi um karlmann í valdastöðu sem sýnir af sér ósæmilega, kynferðislega hegðun á vinnustað,“ sagði Colbert. „Þannig að það kemur manni ekki á óvart að þú yrðir spurður út í þetta. Af hverju varstu hissa?“ Clinton sagði svar sitt í NBC-viðtalinu ekki hafa verið „sína bestu stund.“ Hann sagðist þó standa við það sem hann sagði á mánudag og ítrekaði að hann hefði beðið fjölskyldu sína, Moniku Lewinsky og bandarísku þjóðina afsökunar. Þá sagðist Clinton oft hafa þurft að svara fyrir gjörðir sínar í #MeToo-samhengi en spurningarnar í NBC-viðtalinu hefðu verið ósanngjarnar.Viðtal Colbert við Clinton má sjá í heild í spilaranum að neðan. Bíó og sjónvarp MeToo Tengdar fréttir Myndi engu breyta Bill Clinton, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, segir hann myndi ekki breyta ákvörðunum sínum vegna framhjáhaldshneykslis þegar hann var forseti. 4. júní 2018 15:53 20 ár síðan Bill Clinton laug að heimsbyggðinni I did not have sexual relations with that woman, Miss Lewinsky, sagði þáverandi forseti Bandaríkjanna, Bill Clinton, svo eftirminnilega í beinni útsendingu á þessum degi fyrir 20 árum. 26. janúar 2018 11:00 Monica Lewinsky um MeToo: „Ég er ekki lengur ein og fyrir það er ég þakklát“ Monica Lewinsky segist standa í þakkarskuld við þær konur sem hrundu MeToo og Time's Up byltingunum af stað. 26. febrúar 2018 10:45 Mest lesið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Lífið 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér Lífið Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Lífið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið Þróaði vörur sem breyttu hans eigin lífi Lífið samstarf Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Lífið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Fleiri fréttir Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sjá meira
Bandaríski spjallþáttastjórnandinn Stephen Colbert þjarmaði að Bill Clinton fyrrverandi Bandaríkjaforseta í þætti sínum í gærkvöldi. Colbert spurði Clinton af hverju þeim síðarnefnda hefði komið á óvart að vera spurður út í samband sitt við Monicu Lewinsky í ljósi #MeToo-hreyfingarinnar. Samband Clinton, sem þá var forseti Bandaríkjanna, og Lewinsky, starfsnema í Hvíta húsinu, vakti heimsathygli á tíunda áratug síðustu aldar. Clinton, sem gaf nýlega út skáldsögu ásamt rithöfundinum James Patterson, hefur komið fram í fjölda viðtala upp á síðkastið til að kynna bókina.Sjá einnig: Myndi engu breyta Með spurningum sínum í gær vísaði Colbert til viðtals sem sýnt var á NBC-sjónvarpsstöðinni á mánudag og sjá má hér að neðan. Í viðtalinu var Clinton inntur eftir því hvort hann hefði svarað öðruvísi fyrir gjörðir sínar nú en fyrir 20 árum í ljósi #MeToo-hreyfingarinnar, sem varpað hefur nýju ljósi á samskipti kynjanna og valdaójafnvægi innan þeirra. Spurningin virtist koma Clinton nokkuð í opna skjöldu og brást hann ókvæða við, að því er einhverjum fannst, en svaraði því til að hann stæði við viðbrögð sín á sínum tíma.Colbert tók upp þráðinn að nýju í gær og spurði Clinton hvort honum væri ljóst af hverju áhugi á sambandi hans og Lewinsky, og ábyrgð Clinton í því samhengi, hefði vaknað að nýju. „Mér fannst þetta taktlaust vegna þess að þú virtist móðgaður á meðan, með fullri virðingu fyrir þér, hegðun þín var þekktasta dæmið á minni ævi um karlmann í valdastöðu sem sýnir af sér ósæmilega, kynferðislega hegðun á vinnustað,“ sagði Colbert. „Þannig að það kemur manni ekki á óvart að þú yrðir spurður út í þetta. Af hverju varstu hissa?“ Clinton sagði svar sitt í NBC-viðtalinu ekki hafa verið „sína bestu stund.“ Hann sagðist þó standa við það sem hann sagði á mánudag og ítrekaði að hann hefði beðið fjölskyldu sína, Moniku Lewinsky og bandarísku þjóðina afsökunar. Þá sagðist Clinton oft hafa þurft að svara fyrir gjörðir sínar í #MeToo-samhengi en spurningarnar í NBC-viðtalinu hefðu verið ósanngjarnar.Viðtal Colbert við Clinton má sjá í heild í spilaranum að neðan.
Bíó og sjónvarp MeToo Tengdar fréttir Myndi engu breyta Bill Clinton, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, segir hann myndi ekki breyta ákvörðunum sínum vegna framhjáhaldshneykslis þegar hann var forseti. 4. júní 2018 15:53 20 ár síðan Bill Clinton laug að heimsbyggðinni I did not have sexual relations with that woman, Miss Lewinsky, sagði þáverandi forseti Bandaríkjanna, Bill Clinton, svo eftirminnilega í beinni útsendingu á þessum degi fyrir 20 árum. 26. janúar 2018 11:00 Monica Lewinsky um MeToo: „Ég er ekki lengur ein og fyrir það er ég þakklát“ Monica Lewinsky segist standa í þakkarskuld við þær konur sem hrundu MeToo og Time's Up byltingunum af stað. 26. febrúar 2018 10:45 Mest lesið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Lífið 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér Lífið Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Lífið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið Þróaði vörur sem breyttu hans eigin lífi Lífið samstarf Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Lífið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Fleiri fréttir Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sjá meira
Myndi engu breyta Bill Clinton, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, segir hann myndi ekki breyta ákvörðunum sínum vegna framhjáhaldshneykslis þegar hann var forseti. 4. júní 2018 15:53
20 ár síðan Bill Clinton laug að heimsbyggðinni I did not have sexual relations with that woman, Miss Lewinsky, sagði þáverandi forseti Bandaríkjanna, Bill Clinton, svo eftirminnilega í beinni útsendingu á þessum degi fyrir 20 árum. 26. janúar 2018 11:00
Monica Lewinsky um MeToo: „Ég er ekki lengur ein og fyrir það er ég þakklát“ Monica Lewinsky segist standa í þakkarskuld við þær konur sem hrundu MeToo og Time's Up byltingunum af stað. 26. febrúar 2018 10:45