Breska ríkisstjórnin kemur sér saman um Brexit-baktryggingu Kjartan Kjartansson skrifar 7. júní 2018 14:38 Davis lagði hart að May forsætisráðherra að kveða skýrt á um tímamörk fyrir varaáætlun ef samningar nást ekki við ESB um viðskipti eftir Brexit. Vísir/Getty Tillaga um tímabundið framhald tollasamstarfs Breta og Evrópusambandsins eftir útgöngu Bretlands úr sambandinu var kynnt í dag eftir fundi Theresu May forsætisráðherra og David Davis, Evrópumálaráðherra ríkisstjórnar hennar. Um varaáætlun er að ræða ef Bretar og ESB ná ekki saman um tollamál fyrir útgönguna á næsta ári. Að óbreyttu ganga Bretar úr Evrópusambandinu í lok mars á næsta ári. Lítið hefur hins vegar miðað í viðræðum um hvernig viðskiptum á milli þeirra verður háttað eftir útgönguna. Það hefur vakið áhyggjur um að koma þyrfti á hörðu landamæraeftirliti á landamærum Írlands, sem er í ESB, og Norður-Írlands sem er hluti af Bretlandi. Slík landamæri eru jafnvel talin geta ýft upp gömul sár á Norður-Írlandi og ógnað friði þar. Bæði bresk stjórnvöld og fulltrúar Evrópusambandsins hafa því talið brýnt að hafa einhvers konar varaáætlun náist samningar ekki. Breska ríkisstjórnin hefur unnið að tillögu sem fæli það í sér að tollar yrðu óbreyttir frá því sem nú eftir desember árið 2020 þegar 21 mánaðar aðlögunartíma eftir Brexit lýkur, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Þær hugmyndir hafa hins vegar lagst illa í harðlínu útgöngusinna á Bretlandi. Þeir óttast að Bretland gæti þannig verið bundið tollabandalagi ESB um ókominn tíma og gæti ekki gert eigin fríverslunarsamninga. Bretar yrðu einnig áfram undir lögsögu Evrópudómstólsins. Davis Evrópumálaráðherra gerði kröfu um skýrt yrði kveðið á um tímaramma í varaáætlun af þessu tagi. Vangaveltur höfðu verið uppi um að Davis segði jafnvel af sér yrði May ekki við kröfum hans. Eftir fundi hans og May var tillaga kynnt í dag þar sem gert er ráð fyrir að áætlunin renni út í árslok 2021. Aðlögunartímabilið eftir Brexit yrði þannig í reynd framlengt um eitt ár. Forsenda þess er að fyrir þann tíma liggi fyrir samningur um framtíðarfyrirkomulag tolla á milli Bretlands og ESB. Brexit Mest lesið Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Innlent Trump Jr. á leið til Grænlands Erlent Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Innlent Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Innlent Má heita Amína en ekki Hó Innlent Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Innlent Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Innlent Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Innlent Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Innlent Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Innlent Fleiri fréttir Trump Jr. á leið til Grænlands Trudeau segir af sér Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir The Vivienne er látin Trump ósáttur að flaggað verði í hálfa við innsetninguna Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Fyrrverandi starfsmaður sakar Nicki Minaj um líkamsárás Jimmy Carter kvaddur Einn hinna látnu í New Orleans tengdur konungsfjölskyldunni Látin 116 ára að aldri Dómsuppkvaðning í þöggunarmáli viku fyrir innsetningu „Við getum öll látið fé af hendi rakna“ Johnson endurkjörinn þingforseti með naumum meirihluta Tímabært að Grænland taki skref í átt að sjálfstæði Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Maduro leggur fé til höfuðs keppinauti sínum Lögreglu tókst ekki að handtaka forsetann afsetta í Suður-Kóreu Skaut sig áður en bíllinn sprakk Sjá meira
Tillaga um tímabundið framhald tollasamstarfs Breta og Evrópusambandsins eftir útgöngu Bretlands úr sambandinu var kynnt í dag eftir fundi Theresu May forsætisráðherra og David Davis, Evrópumálaráðherra ríkisstjórnar hennar. Um varaáætlun er að ræða ef Bretar og ESB ná ekki saman um tollamál fyrir útgönguna á næsta ári. Að óbreyttu ganga Bretar úr Evrópusambandinu í lok mars á næsta ári. Lítið hefur hins vegar miðað í viðræðum um hvernig viðskiptum á milli þeirra verður háttað eftir útgönguna. Það hefur vakið áhyggjur um að koma þyrfti á hörðu landamæraeftirliti á landamærum Írlands, sem er í ESB, og Norður-Írlands sem er hluti af Bretlandi. Slík landamæri eru jafnvel talin geta ýft upp gömul sár á Norður-Írlandi og ógnað friði þar. Bæði bresk stjórnvöld og fulltrúar Evrópusambandsins hafa því talið brýnt að hafa einhvers konar varaáætlun náist samningar ekki. Breska ríkisstjórnin hefur unnið að tillögu sem fæli það í sér að tollar yrðu óbreyttir frá því sem nú eftir desember árið 2020 þegar 21 mánaðar aðlögunartíma eftir Brexit lýkur, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Þær hugmyndir hafa hins vegar lagst illa í harðlínu útgöngusinna á Bretlandi. Þeir óttast að Bretland gæti þannig verið bundið tollabandalagi ESB um ókominn tíma og gæti ekki gert eigin fríverslunarsamninga. Bretar yrðu einnig áfram undir lögsögu Evrópudómstólsins. Davis Evrópumálaráðherra gerði kröfu um skýrt yrði kveðið á um tímaramma í varaáætlun af þessu tagi. Vangaveltur höfðu verið uppi um að Davis segði jafnvel af sér yrði May ekki við kröfum hans. Eftir fundi hans og May var tillaga kynnt í dag þar sem gert er ráð fyrir að áætlunin renni út í árslok 2021. Aðlögunartímabilið eftir Brexit yrði þannig í reynd framlengt um eitt ár. Forsenda þess er að fyrir þann tíma liggi fyrir samningur um framtíðarfyrirkomulag tolla á milli Bretlands og ESB.
Brexit Mest lesið Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Innlent Trump Jr. á leið til Grænlands Erlent Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Innlent Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Innlent Má heita Amína en ekki Hó Innlent Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Innlent Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Innlent Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Innlent Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Innlent Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Innlent Fleiri fréttir Trump Jr. á leið til Grænlands Trudeau segir af sér Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir The Vivienne er látin Trump ósáttur að flaggað verði í hálfa við innsetninguna Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Fyrrverandi starfsmaður sakar Nicki Minaj um líkamsárás Jimmy Carter kvaddur Einn hinna látnu í New Orleans tengdur konungsfjölskyldunni Látin 116 ára að aldri Dómsuppkvaðning í þöggunarmáli viku fyrir innsetningu „Við getum öll látið fé af hendi rakna“ Johnson endurkjörinn þingforseti með naumum meirihluta Tímabært að Grænland taki skref í átt að sjálfstæði Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Maduro leggur fé til höfuðs keppinauti sínum Lögreglu tókst ekki að handtaka forsetann afsetta í Suður-Kóreu Skaut sig áður en bíllinn sprakk Sjá meira