Aftur leita Argentínumenn til AGS Stefán Ó. Jónsson skrifar 8. júní 2018 07:17 Argentínumenn mótmæltu á götum úti þegar fregnir bárust af því að stjórnvöld hefðu aftur leitað á náðir AGS - FMI upp á spænsku. Vísir/AFP Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn (AGS) er sagður hafa samþykkt að veita argentínskum stjórnvöldum lán sem nemur um 50 milljörðum bandaríkjadala, rúmlega 5200 milljörðum íslenskra króna. Láninu er ætlað að styrkja lemstraðan efnahag landsins. Þrátt fyrir að stjórn sjóðsins eigi formlega eftir að gefa grænt ljós á lánveitinguna hefur framkvæmdastjóri AGS, Christine Lagarde, hrósaði Argentínumönnum fyrir að hafa náð samkomulaginu. Því er ætlað að fátt sé því til fyrirstöðu að lánið verði veitt. Argentínumenn, sem hafa í raun glímt við efnahagsvandræði í áratugi, sóttu um aðstoð AGS þann 8. maí síðastliðinn þegar gengi argentínska pesósins hafði sjaldan verið veikara. Stjórnvöld hafa heitið því að bregðast við efnahagsástandinu, ekki síst verðbólgunni sem nú er um 20 prósent. Ætla má að það muni fela í sér umtalsverðan niðurskurð í útgjöldum ríkisins með meðfylgjandi uppsögnum. Forseti landsins, Mauricio Macri, hefur því verið harðlega gagnrýndur heimafyrir vegna lánsumsóknarinnar.AGS óvinsæll AGS er ekki hátt skrifaður í Argentínu en margir telja að efnahagshrun landsins árið 2001 megi að miklu leyti rekja til aðgerða sjóðsins, sem sagður er hafa skilið ríkið eftir eitt úti í kuldanum. Engu að síður telur Macri að lánveitingin muni ýta undir vöxt efnahagskerfisins og tryggja það að Argentínumenn lendi ekki í sömu kröggum og áður. Efnahagssaga Argentínu á liðinni öld er sveiflu- og öfgakennd. Frá miðri síðustu öld hefur argentínskur efnahagur verið verkalýðshreyfingardrifinn sósíalismi undir merkjum Juan Perón, herforingjastjórninn tók svo hægri beygju áður en lýðræðislega kjörin stjórnvöld horfðu aftur til sósíalismans. Á tíunda áratugnum réði frjálshyggjan svo ríkjum og markast endalok hennar af fyrrnefndu hruni árið 2001. Síðan þá hafa efnahagsmál ríkisins markast af samblöndu frjálshyggju og Perónisma - sem leitt hefur til fyrrnefndrar lánveitingar. Argentína Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Erlent Hópslagsmál og hundaárás Innlent Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Innlent Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Erlent Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Fleiri fréttir Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Mafíósar dæmdir til dauða Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Freista þess að koma aðildarumsókn Úkraínu fram hjá Orbán Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Sjá meira
Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn (AGS) er sagður hafa samþykkt að veita argentínskum stjórnvöldum lán sem nemur um 50 milljörðum bandaríkjadala, rúmlega 5200 milljörðum íslenskra króna. Láninu er ætlað að styrkja lemstraðan efnahag landsins. Þrátt fyrir að stjórn sjóðsins eigi formlega eftir að gefa grænt ljós á lánveitinguna hefur framkvæmdastjóri AGS, Christine Lagarde, hrósaði Argentínumönnum fyrir að hafa náð samkomulaginu. Því er ætlað að fátt sé því til fyrirstöðu að lánið verði veitt. Argentínumenn, sem hafa í raun glímt við efnahagsvandræði í áratugi, sóttu um aðstoð AGS þann 8. maí síðastliðinn þegar gengi argentínska pesósins hafði sjaldan verið veikara. Stjórnvöld hafa heitið því að bregðast við efnahagsástandinu, ekki síst verðbólgunni sem nú er um 20 prósent. Ætla má að það muni fela í sér umtalsverðan niðurskurð í útgjöldum ríkisins með meðfylgjandi uppsögnum. Forseti landsins, Mauricio Macri, hefur því verið harðlega gagnrýndur heimafyrir vegna lánsumsóknarinnar.AGS óvinsæll AGS er ekki hátt skrifaður í Argentínu en margir telja að efnahagshrun landsins árið 2001 megi að miklu leyti rekja til aðgerða sjóðsins, sem sagður er hafa skilið ríkið eftir eitt úti í kuldanum. Engu að síður telur Macri að lánveitingin muni ýta undir vöxt efnahagskerfisins og tryggja það að Argentínumenn lendi ekki í sömu kröggum og áður. Efnahagssaga Argentínu á liðinni öld er sveiflu- og öfgakennd. Frá miðri síðustu öld hefur argentínskur efnahagur verið verkalýðshreyfingardrifinn sósíalismi undir merkjum Juan Perón, herforingjastjórninn tók svo hægri beygju áður en lýðræðislega kjörin stjórnvöld horfðu aftur til sósíalismans. Á tíunda áratugnum réði frjálshyggjan svo ríkjum og markast endalok hennar af fyrrnefndu hruni árið 2001. Síðan þá hafa efnahagsmál ríkisins markast af samblöndu frjálshyggju og Perónisma - sem leitt hefur til fyrrnefndrar lánveitingar.
Argentína Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Erlent Hópslagsmál og hundaárás Innlent Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Innlent Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Erlent Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Fleiri fréttir Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Mafíósar dæmdir til dauða Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Freista þess að koma aðildarumsókn Úkraínu fram hjá Orbán Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Sjá meira