Útlendingastofnun hefur hjónabandsmálið til skoðunar Kristín Ólafsdóttir skrifar 8. júní 2018 15:35 Hæstiréttur sneri við dómi héraðsdóms. Vísir/GVA Mál þroskaskertrar konu og manns, sem virtist aðeins hafa viljað giftast henni til að fá dvalarleyfi á Íslandi, er til skoðunar hjá Útlendingastofnun, að því er fram kemur í skriflegu svari frá upplýsingafulltrúa Útlendingastofnunar. Greint var frá málinu í Fréttablaðinu í morgun en maðurinn og konan giftu sig árið 2016 og höfðu þá aðeins þekkst í um tvo mánuði. Hæstiréttur ógilti hjónabandið í gær en maðurinn neitar því að dvalarleyfið sé eina ástæðan fyrir því að hann vildi giftast konunni. Þórhildur Ósk Hagalín, upplýsingafulltrúi Útlendingastofnunar, sagði í samtali við Vísi í dag að almennt sé það svo að hafi dvalarleyfi verið veitt á grundvelli hjúskapar þá sé hjúskapurinn forsenda leyfisins. Verði hjúskapurinn ógildur eða ljúki með skilnaði eru forsendur fyrir dvalarleyfi ekki lengur til staðar. Þórhildur gat þó ekki gefið upplýsingar um það hvort manninum hefði verið veitt dvalarleyfi til að byrja með en þegar hann giftist konunni hafði umsókn hans um hæli hér á landi verið synjað. Í málinu lágu jafnframt fyrir skýrslur sérfræðinga um andlegt ástand konunnar en þar segir meðal annars að hugtakaskilningur hennar sé á við sex til átta ára barn og skilningur á félagslegum aðstæðum á við sex ára barn. Dómsmál Tengdar fréttir Giftist þroskaskertri konu og sótti um dvalarleyfi fimm dögum síðar Hæstiréttur Íslands ógilti í gær hjónaband þroskaskertrar konu og hælisleitanda. Dómurinn sneri með því við niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur. 8. júní 2018 06:00 Mest lesið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Erlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Erlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Leita að manneskju við Sjáland Innlent Fleiri fréttir Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Sjá meira
Mál þroskaskertrar konu og manns, sem virtist aðeins hafa viljað giftast henni til að fá dvalarleyfi á Íslandi, er til skoðunar hjá Útlendingastofnun, að því er fram kemur í skriflegu svari frá upplýsingafulltrúa Útlendingastofnunar. Greint var frá málinu í Fréttablaðinu í morgun en maðurinn og konan giftu sig árið 2016 og höfðu þá aðeins þekkst í um tvo mánuði. Hæstiréttur ógilti hjónabandið í gær en maðurinn neitar því að dvalarleyfið sé eina ástæðan fyrir því að hann vildi giftast konunni. Þórhildur Ósk Hagalín, upplýsingafulltrúi Útlendingastofnunar, sagði í samtali við Vísi í dag að almennt sé það svo að hafi dvalarleyfi verið veitt á grundvelli hjúskapar þá sé hjúskapurinn forsenda leyfisins. Verði hjúskapurinn ógildur eða ljúki með skilnaði eru forsendur fyrir dvalarleyfi ekki lengur til staðar. Þórhildur gat þó ekki gefið upplýsingar um það hvort manninum hefði verið veitt dvalarleyfi til að byrja með en þegar hann giftist konunni hafði umsókn hans um hæli hér á landi verið synjað. Í málinu lágu jafnframt fyrir skýrslur sérfræðinga um andlegt ástand konunnar en þar segir meðal annars að hugtakaskilningur hennar sé á við sex til átta ára barn og skilningur á félagslegum aðstæðum á við sex ára barn.
Dómsmál Tengdar fréttir Giftist þroskaskertri konu og sótti um dvalarleyfi fimm dögum síðar Hæstiréttur Íslands ógilti í gær hjónaband þroskaskertrar konu og hælisleitanda. Dómurinn sneri með því við niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur. 8. júní 2018 06:00 Mest lesið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Erlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Erlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Leita að manneskju við Sjáland Innlent Fleiri fréttir Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Sjá meira
Giftist þroskaskertri konu og sótti um dvalarleyfi fimm dögum síðar Hæstiréttur Íslands ógilti í gær hjónaband þroskaskertrar konu og hælisleitanda. Dómurinn sneri með því við niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur. 8. júní 2018 06:00