Lífið

Það versta sem Bourdain smakkaði á ævinni var íslenskur hákarl

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Anthony Bourdain er látinn.
Anthony Bourdain er látinn. Vísir/Getty
Bandaríski sjónvarpskokkurinn Anthony Bourdain lést í dag í Frakkland. Kokkurinn heimsfrægi var svokallaður Íslandsvinur og tók hann meðal annars upp þátt hér á landi árið 2014. Hann var ekki mjög hrifinn af hákarli.

„Þetta er ólýsanlega ógeðslegt,“ sagði hann í þætti af No Reservations sem tekinn var upp hér á landi árið 2005 þar sem hann bragðaði hákarl.

„Þetta er líklega það ógeðslegasta sem ég hef á ævinni sett upp í mig. Skál fyrir því,“ sagði hann svo skömmu seinna eftir að hafa melt hákarlinn í smá stund.

Í viðtali við Times nokkrum árum síðar var Bourdain spurður að því hvað væri það versta sem hann hefði smakkað og svarið stóð ekki á honum.

Hákarl á Íslandi var svarið auk þess sem að í viðtali við Daily Beast árið 2014 lýsti hann því yfir að hann væri til í að smakka allt einu sinni en hann myndi aldrei aftur smakka hákarl.

Talið er að Bourdain hafi framið sjálfsvíg. Hann lætur eftir sig ellefu ára gamla dóttur. Bourdain er af mörgum talinn einn merkasti kokkur í heimi og hefur hlotið fjölda verðlauna fyrir afrek á sínu sviði og minntust fjölmargir hans á samfélagsmiðlum í dag, þar á meðal Barack Obama, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna og kollegar Bourdain, þeir Gordon Ramsay og Jamie Oliver.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.