Jónssynir semja Þjóðhátíðarlagið Benedikt Bóas skrifar 30. maí 2018 06:00 Friðrik Dór vinnur með bróður sínum, Jóni Jónssyni, að þjóðhátíðarlaginu í ár. VÍSIR/ANDRI „Þetta erum við að hafa gaman og vonandi verður útkoman góð,“ segir Friðrik Dór Jónsson, en þeir Jón Jónsson, bróðir hans, eru búnir að semja tvö Þjóðhátíðarlög. Annað er viljandi þakið klisjum og er alvöru Þjóðhátíðarlag samkvæmt Jóni. Hitt er í smíðum en þegar Fréttablaðið náði í skottið á þeim bræðrum voru þeir í stúdíói með Stop Wait Go bræðrum, Ásgeiri Orra og Pálma Ragnari Ásgeirssonum, að leggja lokahönd á síðara lagið. „Við erum með lag sem verður ein heild í myndbandinu en sem lag í spilun í útvarpi og á Spotify verða þau tvö. Þetta er í fyrsta sinn sem það eru tvö Þjóðhátíðarlög. Annað laganna er aðallagið en hitt er meira til gamans. Aðallagið er einlægt og á að kalla fram hina einu sönnu Þjóðhátíðarstemningu. Það er því þakið klisjum; epískt, með upphækkun, C-kafla og bakröddum,“ segir Jón og Friðrik bætir við: „Aðaltvistið er að það séu bónuspælingar í gangi.“ Þeir bræður hafa hent hundruðum slagara í eyru landsmanna en hafa lítið unnið saman fyrr en nú. „Við gerðum eitt lag á fyrstu plötu Frikka og Komum heiminum í lag, sem var fyrir hjálparstarf. Annars unnum við bara saman í gamla daga á umbúðalagernum hjá Saltkaup. Frikki tók ekki lyftaraprófið reyndar en var samt að keyra,“ segir Jón og hlær. „Jón tók prófið enda löghlýðnari en ég,“ bætir Friðrik við. „Við stígum stundum á svið saman og það er gott að vera komnir með sameiginlegt lag sem við getum gripið í,“ segir Jón en þeir ætla að halda til Vestmannaeyja, vonandi í dag eða á morgun, eftir því hvernig vindar blása og taka upp myndband. „Það er vilji til að gera eitthvað annað en myndband af okkur að labba inn í söngklefa. Það er búið að vera þannig undanfarin ár. En við sjáum til hvernig það tekst. Kannski förum við bara í söngklefa í Eyjum,“ segir Jón. Birtist í Fréttablaðinu Tónlist Tengdar fréttir Írafár er aðalnúmerið á Þjóðhátíð Birgitta Haukdal og félagar í Írafári verða á stóra sviðinu á Þjóðhátíð í sumar. Hljómsveitin fagnar 20 ára afmæli í sumar með stórtónleikum í Hörpu. Nýstirnin Jói Pé og Króli svo og Páll Óskar eru einnig staðfestir í Dalinn. Miðasala hefst í dag. 21. febrúar 2018 05:30 Nýtt lag með Írafári eftir þrettán ára hlé Lagið, sem ber titilinn Þú vilt mig aftur, var frumflutt hjá Ívari Guðmundssyni á Bylgjunni í morgun. 2. maí 2018 15:33 Söngdívur slútta Þjóðhátíð í Eyjum Stórsöngkonurnar Jóhanna Guðrún Jónsdóttir og Salka Sól Eyfeld munu stíga á svið með Albatross á sunnudagskvöldinu á Þjóðhátíð. Þær loka þannig stærsta djammkvöldi Íslands með tónum sínum. 14. apríl 2018 09:15 Mest lesið Aron selur húsið ári eftir kaupin Lífið Versti óttinn að raungerast Lífið Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Lífið Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Lífið Setning Steinda gerði keppendur brjálaða Lífið „Ég er miklu oftar gröð en hann“ Lífið Myndaveisla: Víkingskonur kunna að halda gott partí Lífið Frægt fólk og feimnir karlar leita til Valgerðar spákonu Lífið Björn keypti sex hundruð ára höll í Frakklandi og ætlar að gera hana upp Lífið Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Tónlist Fleiri fréttir Þrjár menntastofnanir og þrír kennarar handhafar Íslensku menntaverðlaunanna Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Aron selur húsið ári eftir kaupin Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Gulrótasalat sem rífur í bragðlaukana Setning Steinda gerði keppendur brjálaða Myndaveisla: Víkingskonur kunna að halda gott partí Versti óttinn að raungerast Árbæjarskóli og Laugalækjarskóli áfram í úrslit í Skrekk Hvuttar á kjörstað „Ég er miklu oftar gröð en hann“ Frægt fólk og feimnir karlar leita til Valgerðar spákonu Þvertekur fyrir að typpið hafi verið stækkað Hryllingurinn sveif yfir vötnum hjá fræga fólkinu Finna gersemar og handsama lygaþvælu og rusl Fólk grípi til sænsku dauðhreinsunarinnar fyrr en ella Björn keypti sex hundruð ára höll í Frakklandi og ætlar að gera hana upp „Ef við erum ekki að fara fá matareitrun núna þá er ekki hægt að fá matareitrun“ Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í Skrekk Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Segist aldrei myndu deita Depp Tjáði sig óvænt um sína fyrrverandi Sunneva nefndi son Jóhönnu Tanja Ýr og Ryan fengu að vita kynið á sjöttu viku Meirihluti er haldinn loddaralíðan Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Tapaði miklum peningum í vínbransanum Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Sjá meira
„Þetta erum við að hafa gaman og vonandi verður útkoman góð,“ segir Friðrik Dór Jónsson, en þeir Jón Jónsson, bróðir hans, eru búnir að semja tvö Þjóðhátíðarlög. Annað er viljandi þakið klisjum og er alvöru Þjóðhátíðarlag samkvæmt Jóni. Hitt er í smíðum en þegar Fréttablaðið náði í skottið á þeim bræðrum voru þeir í stúdíói með Stop Wait Go bræðrum, Ásgeiri Orra og Pálma Ragnari Ásgeirssonum, að leggja lokahönd á síðara lagið. „Við erum með lag sem verður ein heild í myndbandinu en sem lag í spilun í útvarpi og á Spotify verða þau tvö. Þetta er í fyrsta sinn sem það eru tvö Þjóðhátíðarlög. Annað laganna er aðallagið en hitt er meira til gamans. Aðallagið er einlægt og á að kalla fram hina einu sönnu Þjóðhátíðarstemningu. Það er því þakið klisjum; epískt, með upphækkun, C-kafla og bakröddum,“ segir Jón og Friðrik bætir við: „Aðaltvistið er að það séu bónuspælingar í gangi.“ Þeir bræður hafa hent hundruðum slagara í eyru landsmanna en hafa lítið unnið saman fyrr en nú. „Við gerðum eitt lag á fyrstu plötu Frikka og Komum heiminum í lag, sem var fyrir hjálparstarf. Annars unnum við bara saman í gamla daga á umbúðalagernum hjá Saltkaup. Frikki tók ekki lyftaraprófið reyndar en var samt að keyra,“ segir Jón og hlær. „Jón tók prófið enda löghlýðnari en ég,“ bætir Friðrik við. „Við stígum stundum á svið saman og það er gott að vera komnir með sameiginlegt lag sem við getum gripið í,“ segir Jón en þeir ætla að halda til Vestmannaeyja, vonandi í dag eða á morgun, eftir því hvernig vindar blása og taka upp myndband. „Það er vilji til að gera eitthvað annað en myndband af okkur að labba inn í söngklefa. Það er búið að vera þannig undanfarin ár. En við sjáum til hvernig það tekst. Kannski förum við bara í söngklefa í Eyjum,“ segir Jón.
Birtist í Fréttablaðinu Tónlist Tengdar fréttir Írafár er aðalnúmerið á Þjóðhátíð Birgitta Haukdal og félagar í Írafári verða á stóra sviðinu á Þjóðhátíð í sumar. Hljómsveitin fagnar 20 ára afmæli í sumar með stórtónleikum í Hörpu. Nýstirnin Jói Pé og Króli svo og Páll Óskar eru einnig staðfestir í Dalinn. Miðasala hefst í dag. 21. febrúar 2018 05:30 Nýtt lag með Írafári eftir þrettán ára hlé Lagið, sem ber titilinn Þú vilt mig aftur, var frumflutt hjá Ívari Guðmundssyni á Bylgjunni í morgun. 2. maí 2018 15:33 Söngdívur slútta Þjóðhátíð í Eyjum Stórsöngkonurnar Jóhanna Guðrún Jónsdóttir og Salka Sól Eyfeld munu stíga á svið með Albatross á sunnudagskvöldinu á Þjóðhátíð. Þær loka þannig stærsta djammkvöldi Íslands með tónum sínum. 14. apríl 2018 09:15 Mest lesið Aron selur húsið ári eftir kaupin Lífið Versti óttinn að raungerast Lífið Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Lífið Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Lífið Setning Steinda gerði keppendur brjálaða Lífið „Ég er miklu oftar gröð en hann“ Lífið Myndaveisla: Víkingskonur kunna að halda gott partí Lífið Frægt fólk og feimnir karlar leita til Valgerðar spákonu Lífið Björn keypti sex hundruð ára höll í Frakklandi og ætlar að gera hana upp Lífið Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Tónlist Fleiri fréttir Þrjár menntastofnanir og þrír kennarar handhafar Íslensku menntaverðlaunanna Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Aron selur húsið ári eftir kaupin Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Gulrótasalat sem rífur í bragðlaukana Setning Steinda gerði keppendur brjálaða Myndaveisla: Víkingskonur kunna að halda gott partí Versti óttinn að raungerast Árbæjarskóli og Laugalækjarskóli áfram í úrslit í Skrekk Hvuttar á kjörstað „Ég er miklu oftar gröð en hann“ Frægt fólk og feimnir karlar leita til Valgerðar spákonu Þvertekur fyrir að typpið hafi verið stækkað Hryllingurinn sveif yfir vötnum hjá fræga fólkinu Finna gersemar og handsama lygaþvælu og rusl Fólk grípi til sænsku dauðhreinsunarinnar fyrr en ella Björn keypti sex hundruð ára höll í Frakklandi og ætlar að gera hana upp „Ef við erum ekki að fara fá matareitrun núna þá er ekki hægt að fá matareitrun“ Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í Skrekk Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Segist aldrei myndu deita Depp Tjáði sig óvænt um sína fyrrverandi Sunneva nefndi son Jóhönnu Tanja Ýr og Ryan fengu að vita kynið á sjöttu viku Meirihluti er haldinn loddaralíðan Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Tapaði miklum peningum í vínbransanum Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Sjá meira
Írafár er aðalnúmerið á Þjóðhátíð Birgitta Haukdal og félagar í Írafári verða á stóra sviðinu á Þjóðhátíð í sumar. Hljómsveitin fagnar 20 ára afmæli í sumar með stórtónleikum í Hörpu. Nýstirnin Jói Pé og Króli svo og Páll Óskar eru einnig staðfestir í Dalinn. Miðasala hefst í dag. 21. febrúar 2018 05:30
Nýtt lag með Írafári eftir þrettán ára hlé Lagið, sem ber titilinn Þú vilt mig aftur, var frumflutt hjá Ívari Guðmundssyni á Bylgjunni í morgun. 2. maí 2018 15:33
Söngdívur slútta Þjóðhátíð í Eyjum Stórsöngkonurnar Jóhanna Guðrún Jónsdóttir og Salka Sól Eyfeld munu stíga á svið með Albatross á sunnudagskvöldinu á Þjóðhátíð. Þær loka þannig stærsta djammkvöldi Íslands með tónum sínum. 14. apríl 2018 09:15