Jónssynir semja Þjóðhátíðarlagið Benedikt Bóas skrifar 30. maí 2018 06:00 Friðrik Dór vinnur með bróður sínum, Jóni Jónssyni, að þjóðhátíðarlaginu í ár. VÍSIR/ANDRI „Þetta erum við að hafa gaman og vonandi verður útkoman góð,“ segir Friðrik Dór Jónsson, en þeir Jón Jónsson, bróðir hans, eru búnir að semja tvö Þjóðhátíðarlög. Annað er viljandi þakið klisjum og er alvöru Þjóðhátíðarlag samkvæmt Jóni. Hitt er í smíðum en þegar Fréttablaðið náði í skottið á þeim bræðrum voru þeir í stúdíói með Stop Wait Go bræðrum, Ásgeiri Orra og Pálma Ragnari Ásgeirssonum, að leggja lokahönd á síðara lagið. „Við erum með lag sem verður ein heild í myndbandinu en sem lag í spilun í útvarpi og á Spotify verða þau tvö. Þetta er í fyrsta sinn sem það eru tvö Þjóðhátíðarlög. Annað laganna er aðallagið en hitt er meira til gamans. Aðallagið er einlægt og á að kalla fram hina einu sönnu Þjóðhátíðarstemningu. Það er því þakið klisjum; epískt, með upphækkun, C-kafla og bakröddum,“ segir Jón og Friðrik bætir við: „Aðaltvistið er að það séu bónuspælingar í gangi.“ Þeir bræður hafa hent hundruðum slagara í eyru landsmanna en hafa lítið unnið saman fyrr en nú. „Við gerðum eitt lag á fyrstu plötu Frikka og Komum heiminum í lag, sem var fyrir hjálparstarf. Annars unnum við bara saman í gamla daga á umbúðalagernum hjá Saltkaup. Frikki tók ekki lyftaraprófið reyndar en var samt að keyra,“ segir Jón og hlær. „Jón tók prófið enda löghlýðnari en ég,“ bætir Friðrik við. „Við stígum stundum á svið saman og það er gott að vera komnir með sameiginlegt lag sem við getum gripið í,“ segir Jón en þeir ætla að halda til Vestmannaeyja, vonandi í dag eða á morgun, eftir því hvernig vindar blása og taka upp myndband. „Það er vilji til að gera eitthvað annað en myndband af okkur að labba inn í söngklefa. Það er búið að vera þannig undanfarin ár. En við sjáum til hvernig það tekst. Kannski förum við bara í söngklefa í Eyjum,“ segir Jón. Birtist í Fréttablaðinu Tónlist Tengdar fréttir Írafár er aðalnúmerið á Þjóðhátíð Birgitta Haukdal og félagar í Írafári verða á stóra sviðinu á Þjóðhátíð í sumar. Hljómsveitin fagnar 20 ára afmæli í sumar með stórtónleikum í Hörpu. Nýstirnin Jói Pé og Króli svo og Páll Óskar eru einnig staðfestir í Dalinn. Miðasala hefst í dag. 21. febrúar 2018 05:30 Nýtt lag með Írafári eftir þrettán ára hlé Lagið, sem ber titilinn Þú vilt mig aftur, var frumflutt hjá Ívari Guðmundssyni á Bylgjunni í morgun. 2. maí 2018 15:33 Söngdívur slútta Þjóðhátíð í Eyjum Stórsöngkonurnar Jóhanna Guðrún Jónsdóttir og Salka Sól Eyfeld munu stíga á svið með Albatross á sunnudagskvöldinu á Þjóðhátíð. Þær loka þannig stærsta djammkvöldi Íslands með tónum sínum. 14. apríl 2018 09:15 Mest lesið Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Lífið „Vökvagjöfin er ekki bara eitthvað sem ég trúi á“ Lífið Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Lífið Fréttatía vikunnar: Heimsmet, fúkyrði og brjóstahaldari Lífið Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Lífið Emilíana Torrini fann ástina Lífið Danir með en keppnin sögð í fordæmalausri krísu Lífið Hamingjustund þjóðarinnar í beinni útsendingu Lífið Allsgáður í sjö ár: „Mæli með“ Lífið Fleiri fréttir Hamingjustund þjóðarinnar í beinni útsendingu Bakaríið í beinni útsendingu „Vökvagjöfin er ekki bara eitthvað sem ég trúi á“ Fréttatía vikunnar: Heimsmet, fúkyrði og brjóstahaldari Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Fagurfræði og ævintýralegt gróðurhús í Fossvogi Innviðaráðherra á von á barni Búið spil hjá Burton og Bellucci Hlaupadrottning eignaðist dreng með hraði Bjó til útibíó við heita pottinn og með gerviblóm í garðhúsinu Danir með en keppnin sögð í fordæmalausri krísu Emilíana Torrini fann ástina Heitustu naglatrendin fyrir haustið Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Klassískur ítalskur réttur sem allir elska Allsgáður í sjö ár: „Mæli með“ Skaut mink í eldhúsi í Garðabæ Íslandsmeistari í kokteilagerð selur slotið Ótrúlegt útsýni og erfiðar aðstæður á Skessuhorni Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Kynlífsmyndband í Ásmundarsal Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? „Þú ert svo falleg“ Djúsí Ceasar vefja sem klikkar seint Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Fjölgar mannkyninu enn frekar Berjamó með sjálfum Berjakarlinum Sjá meira
„Þetta erum við að hafa gaman og vonandi verður útkoman góð,“ segir Friðrik Dór Jónsson, en þeir Jón Jónsson, bróðir hans, eru búnir að semja tvö Þjóðhátíðarlög. Annað er viljandi þakið klisjum og er alvöru Þjóðhátíðarlag samkvæmt Jóni. Hitt er í smíðum en þegar Fréttablaðið náði í skottið á þeim bræðrum voru þeir í stúdíói með Stop Wait Go bræðrum, Ásgeiri Orra og Pálma Ragnari Ásgeirssonum, að leggja lokahönd á síðara lagið. „Við erum með lag sem verður ein heild í myndbandinu en sem lag í spilun í útvarpi og á Spotify verða þau tvö. Þetta er í fyrsta sinn sem það eru tvö Þjóðhátíðarlög. Annað laganna er aðallagið en hitt er meira til gamans. Aðallagið er einlægt og á að kalla fram hina einu sönnu Þjóðhátíðarstemningu. Það er því þakið klisjum; epískt, með upphækkun, C-kafla og bakröddum,“ segir Jón og Friðrik bætir við: „Aðaltvistið er að það séu bónuspælingar í gangi.“ Þeir bræður hafa hent hundruðum slagara í eyru landsmanna en hafa lítið unnið saman fyrr en nú. „Við gerðum eitt lag á fyrstu plötu Frikka og Komum heiminum í lag, sem var fyrir hjálparstarf. Annars unnum við bara saman í gamla daga á umbúðalagernum hjá Saltkaup. Frikki tók ekki lyftaraprófið reyndar en var samt að keyra,“ segir Jón og hlær. „Jón tók prófið enda löghlýðnari en ég,“ bætir Friðrik við. „Við stígum stundum á svið saman og það er gott að vera komnir með sameiginlegt lag sem við getum gripið í,“ segir Jón en þeir ætla að halda til Vestmannaeyja, vonandi í dag eða á morgun, eftir því hvernig vindar blása og taka upp myndband. „Það er vilji til að gera eitthvað annað en myndband af okkur að labba inn í söngklefa. Það er búið að vera þannig undanfarin ár. En við sjáum til hvernig það tekst. Kannski förum við bara í söngklefa í Eyjum,“ segir Jón.
Birtist í Fréttablaðinu Tónlist Tengdar fréttir Írafár er aðalnúmerið á Þjóðhátíð Birgitta Haukdal og félagar í Írafári verða á stóra sviðinu á Þjóðhátíð í sumar. Hljómsveitin fagnar 20 ára afmæli í sumar með stórtónleikum í Hörpu. Nýstirnin Jói Pé og Króli svo og Páll Óskar eru einnig staðfestir í Dalinn. Miðasala hefst í dag. 21. febrúar 2018 05:30 Nýtt lag með Írafári eftir þrettán ára hlé Lagið, sem ber titilinn Þú vilt mig aftur, var frumflutt hjá Ívari Guðmundssyni á Bylgjunni í morgun. 2. maí 2018 15:33 Söngdívur slútta Þjóðhátíð í Eyjum Stórsöngkonurnar Jóhanna Guðrún Jónsdóttir og Salka Sól Eyfeld munu stíga á svið með Albatross á sunnudagskvöldinu á Þjóðhátíð. Þær loka þannig stærsta djammkvöldi Íslands með tónum sínum. 14. apríl 2018 09:15 Mest lesið Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Lífið „Vökvagjöfin er ekki bara eitthvað sem ég trúi á“ Lífið Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Lífið Fréttatía vikunnar: Heimsmet, fúkyrði og brjóstahaldari Lífið Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Lífið Emilíana Torrini fann ástina Lífið Danir með en keppnin sögð í fordæmalausri krísu Lífið Hamingjustund þjóðarinnar í beinni útsendingu Lífið Allsgáður í sjö ár: „Mæli með“ Lífið Fleiri fréttir Hamingjustund þjóðarinnar í beinni útsendingu Bakaríið í beinni útsendingu „Vökvagjöfin er ekki bara eitthvað sem ég trúi á“ Fréttatía vikunnar: Heimsmet, fúkyrði og brjóstahaldari Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Fagurfræði og ævintýralegt gróðurhús í Fossvogi Innviðaráðherra á von á barni Búið spil hjá Burton og Bellucci Hlaupadrottning eignaðist dreng með hraði Bjó til útibíó við heita pottinn og með gerviblóm í garðhúsinu Danir með en keppnin sögð í fordæmalausri krísu Emilíana Torrini fann ástina Heitustu naglatrendin fyrir haustið Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Klassískur ítalskur réttur sem allir elska Allsgáður í sjö ár: „Mæli með“ Skaut mink í eldhúsi í Garðabæ Íslandsmeistari í kokteilagerð selur slotið Ótrúlegt útsýni og erfiðar aðstæður á Skessuhorni Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Kynlífsmyndband í Ásmundarsal Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? „Þú ert svo falleg“ Djúsí Ceasar vefja sem klikkar seint Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Fjölgar mannkyninu enn frekar Berjamó með sjálfum Berjakarlinum Sjá meira
Írafár er aðalnúmerið á Þjóðhátíð Birgitta Haukdal og félagar í Írafári verða á stóra sviðinu á Þjóðhátíð í sumar. Hljómsveitin fagnar 20 ára afmæli í sumar með stórtónleikum í Hörpu. Nýstirnin Jói Pé og Króli svo og Páll Óskar eru einnig staðfestir í Dalinn. Miðasala hefst í dag. 21. febrúar 2018 05:30
Nýtt lag með Írafári eftir þrettán ára hlé Lagið, sem ber titilinn Þú vilt mig aftur, var frumflutt hjá Ívari Guðmundssyni á Bylgjunni í morgun. 2. maí 2018 15:33
Söngdívur slútta Þjóðhátíð í Eyjum Stórsöngkonurnar Jóhanna Guðrún Jónsdóttir og Salka Sól Eyfeld munu stíga á svið með Albatross á sunnudagskvöldinu á Þjóðhátíð. Þær loka þannig stærsta djammkvöldi Íslands með tónum sínum. 14. apríl 2018 09:15
Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning
Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning