Frjálsi stendur fyrir valfrelsi Anna S. Halldórsdóttir skrifar 30. maí 2018 07:00 Ársfundur Frjálsa lífeyrissjóðsins verður haldinn í dag, miðvikudag 30. maí, kl. 17.15. Þar verður meðal annars kosið um tvo stjórnarmenn og hef ég ákveðið að gefa kost á mér til áframhaldandi setu í stjórn Frjálsa lífeyrissjóðsins. Það er gott fyrir Frjálsa lífeyrissjóðinn að sjóðfélagar skuli hafi áhuga á sjóðnum. Sem verandi stjórnarmaður verð ég að andmæla einum frambjóðanda þegar hann, í grein sem birtist í Markaðnum 23. maí síðastliðinn, talar um „Ófrjálsa lífeyrissjóðinn“ í fyrirsögn og segir hann „rígbundinn“ í „báða skó“. Nafn Frjálsa lífeyrissjóðsins vísar til valfrelsis sjóðfélaga. Allir sjóðfélagar sem greiða í Frjálsa lífeyrissjóðinn hafa valið það sjálfir, hafa atkvæðisrétt á ársfundi sjóðsins og geta hvenær sem er valið að greiða annað og flytja séreign sína í annan sjóð. Þessi veruleiki veitir bæði stjórn og rekstraraðila mikið aðhald. Í ljósi þessa hefur verið sérlega ánægjulegt að sjá fjölda þeirra sem kjósa að greiða í sjóðinn fara vaxandi með hverju ári. Samhliða hefur sjóðurinn vaxið hlutfallslega meira en lífeyriskerfið undanfarin ár og er nú orðinn fimmti stærsti lífeyrissjóður landsins. Sjóðfélagar standa nú frammi fyrir tillögum stjórnar á ársfundi um breytta stjórnskipan og ráðstöfunum sem eiga að tryggja sjálfstæði sjóðsins bæði í reynd og ásýnd út á við. Tillaga Halldórs Friðriks Þorsteinssonar, eins frambjóðanda á ársfundi, um að nafn Arion banka sem rekstraraðila verði ekki lengur í samþykktum sjóðsins er góðra gjalda verð. Að vissu marki er ég sammála þeirri tillögu. Nafn rekstraraðila sjóðsins hefur verið í samþykktum frá stofnun og er hugsað til að tryggja að ársfundur, og þar með sjóðfélagar sjálfir, komi að ákvörðunum um að breyta um rekstraraðila eða rekstrarfyrirkomulag. Ég tel að það sé meginatriðið, að sjóðfélagar ráði þessu en ekki eingöngu stjórnin eins og tillaga Halldórs leiðir af sér. Því tel ég að bæta þurfi við tillöguna til að tryggja aðkomu sjóðfélaga að svona mikilsháttar ákvörðun. Þegar um svo mikilvæga ákvörðun er að ræða eins og hvert rekstrarfyrirkomulag sjóðsins eigi að verða þarf að vera skýrt að sjóðfélagar eigi þar aðkomu og síðasta orðið. Sjóðurinn var stofnaður af fjármálafyrirtæki og hefur á fjögurra áratuga starfsævi sinni ætíð útvistað rekstri og eignastýringu til fjármálafyrirtækja og aldrei verið með eigin starfsmann. Það er mikilvægt að hafa í huga að sjóðurinn er sjálfstæð eining óháð því hvort eða hvern hann semur við um rekstur. Frjálsi lífeyrissjóðurinn er ekki rígbundnari núverandi rekstraraðila en svo að hann á viðskipti með einstök verðbréf við aðra miðlanir en Arion banka og var hlutdeild þeirra í slíkum viðskiptum um 70% á árinu 2017. Þá hefur Frjálsi lífeyrissjóðurinn einnig fjárfest í fjölmörgum sjóðum og verkefnum með rekstrarfélögum og öðrum fjármálafyrirtækjum sem ekki tengjast Arion banka. Að lokum vil ég hvetja sjóðfélaga til að fjölmenna á ársfundinn og nýta atkvæðisrétt sinn.Höfundur er sjóðfélagi og stjórnarmaður í Frjálsa lífeyrissjóðnum Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Grasker mannréttinda á degi hinna framliðnu Anna Kristín Jensdóttir Skoðun Treystir þú konum? Hópur 72 kvenna úr sex stjórnmálaflokkum Skoðun Heilbrigðiskerfið logar og er að hrynja: Þú áttir betra skilið Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Græðgin er komin út fyrir öll mörk Sigurjón Þórðarson Skoðun Að vera ung kona á Íslandi árið 2024 Eden Ósk Eyjólfsdóttir Skoðun Fræðsluskylda í stað skólaskyldu Eldur Smári Kristinsson Skoðun Hvað er Arne Slot þjálfari Liverpool að gera rétt?–vangaveltur frá sálfræðingi Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun Ummæli borgarstjóra og óbragð í munni Kristín Björnsdóttir Skoðun Á að banna rauða jólasveininn? Stefán Vagn Stefánsson Skoðun Þegar Vestfjörðum gengur vel, gengur Íslandi vel Jón Páll Hreinsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvað er Arne Slot þjálfari Liverpool að gera rétt?–vangaveltur frá sálfræðingi Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Billy bókahilla og börnin mín Þorbjörg Marínósdóttir skrifar Skoðun Á að banna rauða jólasveininn? Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Er skárra að kasta upp um dómsniðurstöðuna en að dómarinn dæmi? Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Píratar hafa metnaðarfyllstu umhverfis- og loftslagsstefnuna Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Svör við atvinnuumsóknum – Ákall til atvinnurekenda Valgerður Rut Jakobsdóttir skrifar Skoðun Umræða á villigötum Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Treystir þú konum? Hópur 72 kvenna úr sex stjórnmálaflokkum skrifar Skoðun Eigum við ekki bara að klára þetta Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Löggilding iðngreina stuðlar að auknum gæðum og öryggi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Draumalandið Björn Þorláksson skrifar Skoðun Að vera ung kona á Íslandi árið 2024 Eden Ósk Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Ferðaþjónusta og orkuvinnsla fara vel saman Guðmundur Finnbogason skrifar Skoðun Hvaða aukna aðgengi, Willum Þór? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Hvers vegna skortir hjúkrunarrými á Íslandi? Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Þegar Vestfjörðum gengur vel, gengur Íslandi vel Jón Páll Hreinsson skrifar Skoðun Ummæli borgarstjóra og óbragð í munni Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar að nauðsynjar snúast um viðskipti Davíð Routley skrifar Skoðun Grasker mannréttinda á degi hinna framliðnu Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Sköpun er efnahagsmál: Tími fyrir öðruvísi nálgun Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Ungt fólk er að missa trúna á stjórnmálum – og um leið á framtíðinni París Anna Bergmann skrifar Skoðun Máttur orðanna: Breyting á orðavali getur breytt hugarfarinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Fræðsluskylda í stað skólaskyldu Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn með útgjaldablæti er vandamál fyrir fólkið í landinu Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þetta lítur ekki vel út Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfið logar og er að hrynja: Þú áttir betra skilið Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Græðgin er komin út fyrir öll mörk Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Glæðing vonar - ekki hjúkrunargreiningin Karen Ósk Björnsdóttir skrifar Skoðun Væri ekki í lagi að gefa Sjálfstæðisflokknum, Framsóknarflokknum og Vinstri-grænum frí? Kjartan Eggertsson skrifar Skoðun 60% landsmanna á móti vopnakaupunum Hildur Þórðardóttir skrifar Sjá meira
Ársfundur Frjálsa lífeyrissjóðsins verður haldinn í dag, miðvikudag 30. maí, kl. 17.15. Þar verður meðal annars kosið um tvo stjórnarmenn og hef ég ákveðið að gefa kost á mér til áframhaldandi setu í stjórn Frjálsa lífeyrissjóðsins. Það er gott fyrir Frjálsa lífeyrissjóðinn að sjóðfélagar skuli hafi áhuga á sjóðnum. Sem verandi stjórnarmaður verð ég að andmæla einum frambjóðanda þegar hann, í grein sem birtist í Markaðnum 23. maí síðastliðinn, talar um „Ófrjálsa lífeyrissjóðinn“ í fyrirsögn og segir hann „rígbundinn“ í „báða skó“. Nafn Frjálsa lífeyrissjóðsins vísar til valfrelsis sjóðfélaga. Allir sjóðfélagar sem greiða í Frjálsa lífeyrissjóðinn hafa valið það sjálfir, hafa atkvæðisrétt á ársfundi sjóðsins og geta hvenær sem er valið að greiða annað og flytja séreign sína í annan sjóð. Þessi veruleiki veitir bæði stjórn og rekstraraðila mikið aðhald. Í ljósi þessa hefur verið sérlega ánægjulegt að sjá fjölda þeirra sem kjósa að greiða í sjóðinn fara vaxandi með hverju ári. Samhliða hefur sjóðurinn vaxið hlutfallslega meira en lífeyriskerfið undanfarin ár og er nú orðinn fimmti stærsti lífeyrissjóður landsins. Sjóðfélagar standa nú frammi fyrir tillögum stjórnar á ársfundi um breytta stjórnskipan og ráðstöfunum sem eiga að tryggja sjálfstæði sjóðsins bæði í reynd og ásýnd út á við. Tillaga Halldórs Friðriks Þorsteinssonar, eins frambjóðanda á ársfundi, um að nafn Arion banka sem rekstraraðila verði ekki lengur í samþykktum sjóðsins er góðra gjalda verð. Að vissu marki er ég sammála þeirri tillögu. Nafn rekstraraðila sjóðsins hefur verið í samþykktum frá stofnun og er hugsað til að tryggja að ársfundur, og þar með sjóðfélagar sjálfir, komi að ákvörðunum um að breyta um rekstraraðila eða rekstrarfyrirkomulag. Ég tel að það sé meginatriðið, að sjóðfélagar ráði þessu en ekki eingöngu stjórnin eins og tillaga Halldórs leiðir af sér. Því tel ég að bæta þurfi við tillöguna til að tryggja aðkomu sjóðfélaga að svona mikilsháttar ákvörðun. Þegar um svo mikilvæga ákvörðun er að ræða eins og hvert rekstrarfyrirkomulag sjóðsins eigi að verða þarf að vera skýrt að sjóðfélagar eigi þar aðkomu og síðasta orðið. Sjóðurinn var stofnaður af fjármálafyrirtæki og hefur á fjögurra áratuga starfsævi sinni ætíð útvistað rekstri og eignastýringu til fjármálafyrirtækja og aldrei verið með eigin starfsmann. Það er mikilvægt að hafa í huga að sjóðurinn er sjálfstæð eining óháð því hvort eða hvern hann semur við um rekstur. Frjálsi lífeyrissjóðurinn er ekki rígbundnari núverandi rekstraraðila en svo að hann á viðskipti með einstök verðbréf við aðra miðlanir en Arion banka og var hlutdeild þeirra í slíkum viðskiptum um 70% á árinu 2017. Þá hefur Frjálsi lífeyrissjóðurinn einnig fjárfest í fjölmörgum sjóðum og verkefnum með rekstrarfélögum og öðrum fjármálafyrirtækjum sem ekki tengjast Arion banka. Að lokum vil ég hvetja sjóðfélaga til að fjölmenna á ársfundinn og nýta atkvæðisrétt sinn.Höfundur er sjóðfélagi og stjórnarmaður í Frjálsa lífeyrissjóðnum
Hvað er Arne Slot þjálfari Liverpool að gera rétt?–vangaveltur frá sálfræðingi Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun
Skoðun Hvað er Arne Slot þjálfari Liverpool að gera rétt?–vangaveltur frá sálfræðingi Andri Hrafn Sigurðsson skrifar
Skoðun Er skárra að kasta upp um dómsniðurstöðuna en að dómarinn dæmi? Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Píratar hafa metnaðarfyllstu umhverfis- og loftslagsstefnuna Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Löggilding iðngreina stuðlar að auknum gæðum og öryggi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar
Skoðun Ungt fólk er að missa trúna á stjórnmálum – og um leið á framtíðinni París Anna Bergmann skrifar
Skoðun Ríkisstjórn með útgjaldablæti er vandamál fyrir fólkið í landinu Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðiskerfið logar og er að hrynja: Þú áttir betra skilið Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar
Skoðun Væri ekki í lagi að gefa Sjálfstæðisflokknum, Framsóknarflokknum og Vinstri-grænum frí? Kjartan Eggertsson skrifar
Hvað er Arne Slot þjálfari Liverpool að gera rétt?–vangaveltur frá sálfræðingi Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun