Frjálsi stendur fyrir valfrelsi Anna S. Halldórsdóttir skrifar 30. maí 2018 07:00 Ársfundur Frjálsa lífeyrissjóðsins verður haldinn í dag, miðvikudag 30. maí, kl. 17.15. Þar verður meðal annars kosið um tvo stjórnarmenn og hef ég ákveðið að gefa kost á mér til áframhaldandi setu í stjórn Frjálsa lífeyrissjóðsins. Það er gott fyrir Frjálsa lífeyrissjóðinn að sjóðfélagar skuli hafi áhuga á sjóðnum. Sem verandi stjórnarmaður verð ég að andmæla einum frambjóðanda þegar hann, í grein sem birtist í Markaðnum 23. maí síðastliðinn, talar um „Ófrjálsa lífeyrissjóðinn“ í fyrirsögn og segir hann „rígbundinn“ í „báða skó“. Nafn Frjálsa lífeyrissjóðsins vísar til valfrelsis sjóðfélaga. Allir sjóðfélagar sem greiða í Frjálsa lífeyrissjóðinn hafa valið það sjálfir, hafa atkvæðisrétt á ársfundi sjóðsins og geta hvenær sem er valið að greiða annað og flytja séreign sína í annan sjóð. Þessi veruleiki veitir bæði stjórn og rekstraraðila mikið aðhald. Í ljósi þessa hefur verið sérlega ánægjulegt að sjá fjölda þeirra sem kjósa að greiða í sjóðinn fara vaxandi með hverju ári. Samhliða hefur sjóðurinn vaxið hlutfallslega meira en lífeyriskerfið undanfarin ár og er nú orðinn fimmti stærsti lífeyrissjóður landsins. Sjóðfélagar standa nú frammi fyrir tillögum stjórnar á ársfundi um breytta stjórnskipan og ráðstöfunum sem eiga að tryggja sjálfstæði sjóðsins bæði í reynd og ásýnd út á við. Tillaga Halldórs Friðriks Þorsteinssonar, eins frambjóðanda á ársfundi, um að nafn Arion banka sem rekstraraðila verði ekki lengur í samþykktum sjóðsins er góðra gjalda verð. Að vissu marki er ég sammála þeirri tillögu. Nafn rekstraraðila sjóðsins hefur verið í samþykktum frá stofnun og er hugsað til að tryggja að ársfundur, og þar með sjóðfélagar sjálfir, komi að ákvörðunum um að breyta um rekstraraðila eða rekstrarfyrirkomulag. Ég tel að það sé meginatriðið, að sjóðfélagar ráði þessu en ekki eingöngu stjórnin eins og tillaga Halldórs leiðir af sér. Því tel ég að bæta þurfi við tillöguna til að tryggja aðkomu sjóðfélaga að svona mikilsháttar ákvörðun. Þegar um svo mikilvæga ákvörðun er að ræða eins og hvert rekstrarfyrirkomulag sjóðsins eigi að verða þarf að vera skýrt að sjóðfélagar eigi þar aðkomu og síðasta orðið. Sjóðurinn var stofnaður af fjármálafyrirtæki og hefur á fjögurra áratuga starfsævi sinni ætíð útvistað rekstri og eignastýringu til fjármálafyrirtækja og aldrei verið með eigin starfsmann. Það er mikilvægt að hafa í huga að sjóðurinn er sjálfstæð eining óháð því hvort eða hvern hann semur við um rekstur. Frjálsi lífeyrissjóðurinn er ekki rígbundnari núverandi rekstraraðila en svo að hann á viðskipti með einstök verðbréf við aðra miðlanir en Arion banka og var hlutdeild þeirra í slíkum viðskiptum um 70% á árinu 2017. Þá hefur Frjálsi lífeyrissjóðurinn einnig fjárfest í fjölmörgum sjóðum og verkefnum með rekstrarfélögum og öðrum fjármálafyrirtækjum sem ekki tengjast Arion banka. Að lokum vil ég hvetja sjóðfélaga til að fjölmenna á ársfundinn og nýta atkvæðisrétt sinn.Höfundur er sjóðfélagi og stjórnarmaður í Frjálsa lífeyrissjóðnum Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Jólaheimsóknir á aðventunni Guðrún Karls Helgudóttir Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Hvað viltu að bíði þín heima? Þórdís Dröfn Andrésdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Skömm Reykjavíkurborgar: Hvernig er staðan í leikskólum borgarinnar? Elín Einarsdóttir skrifar Skoðun Á ég að slökkva með fjarstýringunni? Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim skrifar Skoðun Burt með biðlista barna…nema þau búi í Reykjavík! Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það byrjaði sem gola en brátt var komið rok Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir skrifar Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Framsókn í forystu fyrir meira og hagkvæmara húsnæði Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Raforka til garðyrkjubænda hækkar um 25%. Verða heimilin næst? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun Á tíundu hverri mínútu er kona myrt af einhverjum sem hún þekkir Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Kerfisbreytingar á Réttindagæslu fatlaðra – óvissa og áhyggjur Aileen Soffia Svensdóttir skrifar Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Betra veður fyrir íþróttakrakkana okkar! Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Grjótið í eggjakörfunni Gunnsteinn R. Ómarsson skrifar Skoðun Vondar hugmyndir í verðbólgu Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Jólaheimsóknir á aðventunni Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Hvað viltu að bíði þín heima? Þórdís Dröfn Andrésdóttir skrifar Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Erum við ekki betri en Talibanar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar Skoðun Lyftistöng fyrir samfélagið Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki og fjölskyldum Ragna Sigurðardóttir,Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þrælakistur samtímans? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Sjá meira
Ársfundur Frjálsa lífeyrissjóðsins verður haldinn í dag, miðvikudag 30. maí, kl. 17.15. Þar verður meðal annars kosið um tvo stjórnarmenn og hef ég ákveðið að gefa kost á mér til áframhaldandi setu í stjórn Frjálsa lífeyrissjóðsins. Það er gott fyrir Frjálsa lífeyrissjóðinn að sjóðfélagar skuli hafi áhuga á sjóðnum. Sem verandi stjórnarmaður verð ég að andmæla einum frambjóðanda þegar hann, í grein sem birtist í Markaðnum 23. maí síðastliðinn, talar um „Ófrjálsa lífeyrissjóðinn“ í fyrirsögn og segir hann „rígbundinn“ í „báða skó“. Nafn Frjálsa lífeyrissjóðsins vísar til valfrelsis sjóðfélaga. Allir sjóðfélagar sem greiða í Frjálsa lífeyrissjóðinn hafa valið það sjálfir, hafa atkvæðisrétt á ársfundi sjóðsins og geta hvenær sem er valið að greiða annað og flytja séreign sína í annan sjóð. Þessi veruleiki veitir bæði stjórn og rekstraraðila mikið aðhald. Í ljósi þessa hefur verið sérlega ánægjulegt að sjá fjölda þeirra sem kjósa að greiða í sjóðinn fara vaxandi með hverju ári. Samhliða hefur sjóðurinn vaxið hlutfallslega meira en lífeyriskerfið undanfarin ár og er nú orðinn fimmti stærsti lífeyrissjóður landsins. Sjóðfélagar standa nú frammi fyrir tillögum stjórnar á ársfundi um breytta stjórnskipan og ráðstöfunum sem eiga að tryggja sjálfstæði sjóðsins bæði í reynd og ásýnd út á við. Tillaga Halldórs Friðriks Þorsteinssonar, eins frambjóðanda á ársfundi, um að nafn Arion banka sem rekstraraðila verði ekki lengur í samþykktum sjóðsins er góðra gjalda verð. Að vissu marki er ég sammála þeirri tillögu. Nafn rekstraraðila sjóðsins hefur verið í samþykktum frá stofnun og er hugsað til að tryggja að ársfundur, og þar með sjóðfélagar sjálfir, komi að ákvörðunum um að breyta um rekstraraðila eða rekstrarfyrirkomulag. Ég tel að það sé meginatriðið, að sjóðfélagar ráði þessu en ekki eingöngu stjórnin eins og tillaga Halldórs leiðir af sér. Því tel ég að bæta þurfi við tillöguna til að tryggja aðkomu sjóðfélaga að svona mikilsháttar ákvörðun. Þegar um svo mikilvæga ákvörðun er að ræða eins og hvert rekstrarfyrirkomulag sjóðsins eigi að verða þarf að vera skýrt að sjóðfélagar eigi þar aðkomu og síðasta orðið. Sjóðurinn var stofnaður af fjármálafyrirtæki og hefur á fjögurra áratuga starfsævi sinni ætíð útvistað rekstri og eignastýringu til fjármálafyrirtækja og aldrei verið með eigin starfsmann. Það er mikilvægt að hafa í huga að sjóðurinn er sjálfstæð eining óháð því hvort eða hvern hann semur við um rekstur. Frjálsi lífeyrissjóðurinn er ekki rígbundnari núverandi rekstraraðila en svo að hann á viðskipti með einstök verðbréf við aðra miðlanir en Arion banka og var hlutdeild þeirra í slíkum viðskiptum um 70% á árinu 2017. Þá hefur Frjálsi lífeyrissjóðurinn einnig fjárfest í fjölmörgum sjóðum og verkefnum með rekstrarfélögum og öðrum fjármálafyrirtækjum sem ekki tengjast Arion banka. Að lokum vil ég hvetja sjóðfélaga til að fjölmenna á ársfundinn og nýta atkvæðisrétt sinn.Höfundur er sjóðfélagi og stjórnarmaður í Frjálsa lífeyrissjóðnum
Skoðun Skömm Reykjavíkurborgar: Hvernig er staðan í leikskólum borgarinnar? Elín Einarsdóttir skrifar
Skoðun Raforka til garðyrkjubænda hækkar um 25%. Verða heimilin næst? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Á tíundu hverri mínútu er kona myrt af einhverjum sem hún þekkir Stella Samúelsdóttir skrifar
Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson skrifar
Skoðun Kerfisbreytingar á Réttindagæslu fatlaðra – óvissa og áhyggjur Aileen Soffia Svensdóttir skrifar
Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson skrifar
Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar