Íslenskt lambakjöt verndað afurðaheiti í Evrópu Svavar Halldórsson skrifar 30. maí 2018 07:00 Þann 1. maí tók gildi samningur á milli Íslands og Evrópusambandsins um gagnkvæma verndun afurðaheita. Af því leiðir að íslenskar vörur sem njóta verndar samkvæmt lögum nr. 130/2014 um vernd afurðaheita sem vísa til uppruna, landsvæðis eða hefðbundinnar sérstöðu, eru nú einnig verndaðar á öllu evrópska efnahagssvæðinu. Noregur hefur gert sambærilegan samning. Á sama hátt eru evrópskar vörur sem eru undir sambærilegu regluverki Evrópusambandsins verndaðar hér og í Noregi. Íslenskt lambakjöt (e. Icelandic Lamb) er fyrsta og eina íslenska afurðaheitið sem er skráð og nýtur þar með þessarar sérstöku verndar samkvæmt íslensku lögunum bæði hér og í Evrópu. Ásamt notkun á heitinu fylgir heimild til að nota íslenska auðkennismerkið í markaðssetningu. Unnið er að skráningu á afurðaheitinu í kerfi Evrópusambandsins sem á endanum leiðir til þess að nota má sambærilegt evrópskt auðkennismerki á íslenskt lambakjöt. Tilgangur kerfisins er að stuðla að neytendavernd, auka virði afurða og koma í veg fyrir óréttmæta viðskiptahætti. Vottanirnar geta vísað til uppruna, landsvæðis eða hefðbundinnar sérstöðu. Íslensku lögin taka mið af regluverki Evrópusambandsins en rúmlega 1.400 afurðir eru þegar skráðar í evrópska kerfinu og tæplega 200 aðrar eru í umsóknarferli. Þar má nefna nokkrar af frægustu matvörum Evrópu eins og Parmigiano Reggiano og Prosciutto Di Parma. Tilgangur skráningarinnar frá sjónarhóli bænda og framleiðenda er sá að auka verðmætasköpun, en rannsóknir sýna að neytendur eru tilbúnir að greiða talsvert hærra verð fyrir vottuðu afurðirnar en aðrar sambærilegar vörur. Tvær norskar afurðir eru nú þegar komnar með evrópska merkið. Samkvæmt upplýsingum frá Norðmönnum fæst nú mun hærra verð fyrir þær á mörkuðum í öðrum Evrópusambandsríkjum. Undirritaður óskar íslenskum bændum og neytendum til hamingju með að íslenskt lambakjöt sé nú verndað afurðaheiti í Evrópu.Höfundur er framkvæmdastjóri Markaðsstofunnar Icelandic lamb Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson Skoðun Skoðun Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann skrifar Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aðgerðarleysi er það sem kostar ungt fólk Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Að gera eða vera? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Skattablæti sem bitnar harðast á landsbyggðinni Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Málfrelsi ungu kynslóðarinnar – og ábyrgðin sem bíður okkar Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun „Við skulum syngja lítið lag...“ Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Sjá meira
Þann 1. maí tók gildi samningur á milli Íslands og Evrópusambandsins um gagnkvæma verndun afurðaheita. Af því leiðir að íslenskar vörur sem njóta verndar samkvæmt lögum nr. 130/2014 um vernd afurðaheita sem vísa til uppruna, landsvæðis eða hefðbundinnar sérstöðu, eru nú einnig verndaðar á öllu evrópska efnahagssvæðinu. Noregur hefur gert sambærilegan samning. Á sama hátt eru evrópskar vörur sem eru undir sambærilegu regluverki Evrópusambandsins verndaðar hér og í Noregi. Íslenskt lambakjöt (e. Icelandic Lamb) er fyrsta og eina íslenska afurðaheitið sem er skráð og nýtur þar með þessarar sérstöku verndar samkvæmt íslensku lögunum bæði hér og í Evrópu. Ásamt notkun á heitinu fylgir heimild til að nota íslenska auðkennismerkið í markaðssetningu. Unnið er að skráningu á afurðaheitinu í kerfi Evrópusambandsins sem á endanum leiðir til þess að nota má sambærilegt evrópskt auðkennismerki á íslenskt lambakjöt. Tilgangur kerfisins er að stuðla að neytendavernd, auka virði afurða og koma í veg fyrir óréttmæta viðskiptahætti. Vottanirnar geta vísað til uppruna, landsvæðis eða hefðbundinnar sérstöðu. Íslensku lögin taka mið af regluverki Evrópusambandsins en rúmlega 1.400 afurðir eru þegar skráðar í evrópska kerfinu og tæplega 200 aðrar eru í umsóknarferli. Þar má nefna nokkrar af frægustu matvörum Evrópu eins og Parmigiano Reggiano og Prosciutto Di Parma. Tilgangur skráningarinnar frá sjónarhóli bænda og framleiðenda er sá að auka verðmætasköpun, en rannsóknir sýna að neytendur eru tilbúnir að greiða talsvert hærra verð fyrir vottuðu afurðirnar en aðrar sambærilegar vörur. Tvær norskar afurðir eru nú þegar komnar með evrópska merkið. Samkvæmt upplýsingum frá Norðmönnum fæst nú mun hærra verð fyrir þær á mörkuðum í öðrum Evrópusambandsríkjum. Undirritaður óskar íslenskum bændum og neytendum til hamingju með að íslenskt lambakjöt sé nú verndað afurðaheiti í Evrópu.Höfundur er framkvæmdastjóri Markaðsstofunnar Icelandic lamb
Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson Skoðun
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar
Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar
Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar
Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson Skoðun