Fundað í Ísrael vegna sniðgönguhótana Stefán Ó. Jónsson skrifar 30. maí 2018 08:07 Netta tilkynnti á sviðinu í Lissabon að keppnin yrði haldin í Jerúsalem að ári. VÍSIR/EPA Ísraelsmenn óttast að þrjú Evrópuríki muni sniðganga Söngvakeppni evróprskra sjónvarpsstöðva á næsta ári. Fjöldi Svía og Íra, rétt eins og þúsundir Íslendinga, hafa kallað eftir því að ríki þeirra sendi ekki fulltrúa í keppnina. Framlag Ísraela bar sigur úr býtum í keppninni í ár og tilkynnti söngkonan Netta Barzilai á sviðinu í Lissabon að keppnin færi fram í Jerúsalem að ári. Fram kemur á vef Jewish Chronicle, áhrifamesta ritsins um málefni Gyðinga, að skipuleggjendur keppninnar hafi þegar fundað með ísraelskum stjórnvöldum. Fulltrúar Sambands evrópskrpa sjónvarpsstöðva eru sagðir á fundunum hafa lýst yfir áhyggjum sínum af „fjölda-sniðgöngu“ fari keppnin fram í Jerúsalem.Sjá einnig: „Litlar sem engar líkur“ á því að Sádi-Arabía verði með í EurovisionSendiherra Ísraels, Raphael Schutz, fundaði að sama skapi með Ríkisútvarpinu í liðinni viku vegna þeirra 25 þúsund áskorana sem RÚV hafa borist vegna málsins. Eftir fundinn sagðist Schutz vera „hóflega bjartsýnn“ um að Íslendingar taki þátt á næsta ári. Ríkisútvarpið hefur ekki enn tekið ákvörðun um framhaldið. Sem fyrr segir hefur fjöldi Íra einnig kallað eftir því að Írland sniðgangi keppnina að ári. Borgarstjóri Dylfinni, Mícheál Mac Donncha, hefur opinberlega lýst yfir stuðningi við hugmyndina. Að sama skapi hefur sænski Vinstriflokkurinn farið fyrir hópi þeirra Svía sem vilja að Svíþjóð, sem fagnað hefur ágætis gengi í Eurovision á liðnum árum, sitji heim árið 2019. Ísrael hefur tvívegis hýst Söngvakeppnina. Í bæði skiptin fór keppnin fram í ráðstefnuhöll í Jerúsalem. Eurovision Tengdar fréttir Stjórn RÚV ræðir áskorun vegna Ísraels Áskoranir tugþúsunda um sniðgöngu Eurovision til umræðu í stjórn RÚV. Ekki liggur fyrir á hvers borði ákvörðunin endar. Dagskrárstjóri RÚV segir að haft verði samráð við norrænu stöðvarnar áður en ákvörðun verður tekin. 17. maí 2018 08:00 Tæplega 16.000 manns vilja að Ísland sniðgangi Eurovision Tæplega 16.000 manns hafa nú ritað nafn sitt á undirskriftalistann sem stofnað var til á netinu um helgina þar sem þess er krafist að Ísland afþakki þátttöku í Eurovision í Ísrael að ári. 16. maí 2018 07:53 „Litlar sem engar líkur“ á því að Sádi-Arabía verði með í Eurovision Felix segir Sádi-Arabíu ekki uppfylla nauðsynleg þátttökuskilyrði. 23. maí 2018 11:50 Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Erlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Erlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Erlent Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Erlent Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Innlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Sjá meira
Ísraelsmenn óttast að þrjú Evrópuríki muni sniðganga Söngvakeppni evróprskra sjónvarpsstöðva á næsta ári. Fjöldi Svía og Íra, rétt eins og þúsundir Íslendinga, hafa kallað eftir því að ríki þeirra sendi ekki fulltrúa í keppnina. Framlag Ísraela bar sigur úr býtum í keppninni í ár og tilkynnti söngkonan Netta Barzilai á sviðinu í Lissabon að keppnin færi fram í Jerúsalem að ári. Fram kemur á vef Jewish Chronicle, áhrifamesta ritsins um málefni Gyðinga, að skipuleggjendur keppninnar hafi þegar fundað með ísraelskum stjórnvöldum. Fulltrúar Sambands evrópskrpa sjónvarpsstöðva eru sagðir á fundunum hafa lýst yfir áhyggjum sínum af „fjölda-sniðgöngu“ fari keppnin fram í Jerúsalem.Sjá einnig: „Litlar sem engar líkur“ á því að Sádi-Arabía verði með í EurovisionSendiherra Ísraels, Raphael Schutz, fundaði að sama skapi með Ríkisútvarpinu í liðinni viku vegna þeirra 25 þúsund áskorana sem RÚV hafa borist vegna málsins. Eftir fundinn sagðist Schutz vera „hóflega bjartsýnn“ um að Íslendingar taki þátt á næsta ári. Ríkisútvarpið hefur ekki enn tekið ákvörðun um framhaldið. Sem fyrr segir hefur fjöldi Íra einnig kallað eftir því að Írland sniðgangi keppnina að ári. Borgarstjóri Dylfinni, Mícheál Mac Donncha, hefur opinberlega lýst yfir stuðningi við hugmyndina. Að sama skapi hefur sænski Vinstriflokkurinn farið fyrir hópi þeirra Svía sem vilja að Svíþjóð, sem fagnað hefur ágætis gengi í Eurovision á liðnum árum, sitji heim árið 2019. Ísrael hefur tvívegis hýst Söngvakeppnina. Í bæði skiptin fór keppnin fram í ráðstefnuhöll í Jerúsalem.
Eurovision Tengdar fréttir Stjórn RÚV ræðir áskorun vegna Ísraels Áskoranir tugþúsunda um sniðgöngu Eurovision til umræðu í stjórn RÚV. Ekki liggur fyrir á hvers borði ákvörðunin endar. Dagskrárstjóri RÚV segir að haft verði samráð við norrænu stöðvarnar áður en ákvörðun verður tekin. 17. maí 2018 08:00 Tæplega 16.000 manns vilja að Ísland sniðgangi Eurovision Tæplega 16.000 manns hafa nú ritað nafn sitt á undirskriftalistann sem stofnað var til á netinu um helgina þar sem þess er krafist að Ísland afþakki þátttöku í Eurovision í Ísrael að ári. 16. maí 2018 07:53 „Litlar sem engar líkur“ á því að Sádi-Arabía verði með í Eurovision Felix segir Sádi-Arabíu ekki uppfylla nauðsynleg þátttökuskilyrði. 23. maí 2018 11:50 Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Erlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Erlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Erlent Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Erlent Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Innlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Sjá meira
Stjórn RÚV ræðir áskorun vegna Ísraels Áskoranir tugþúsunda um sniðgöngu Eurovision til umræðu í stjórn RÚV. Ekki liggur fyrir á hvers borði ákvörðunin endar. Dagskrárstjóri RÚV segir að haft verði samráð við norrænu stöðvarnar áður en ákvörðun verður tekin. 17. maí 2018 08:00
Tæplega 16.000 manns vilja að Ísland sniðgangi Eurovision Tæplega 16.000 manns hafa nú ritað nafn sitt á undirskriftalistann sem stofnað var til á netinu um helgina þar sem þess er krafist að Ísland afþakki þátttöku í Eurovision í Ísrael að ári. 16. maí 2018 07:53
„Litlar sem engar líkur“ á því að Sádi-Arabía verði með í Eurovision Felix segir Sádi-Arabíu ekki uppfylla nauðsynleg þátttökuskilyrði. 23. maí 2018 11:50