„Næstu dagar munu leiða í ljós hvað gerist“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 30. maí 2018 15:03 Marta Guðjónsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, segir að ekki sé æskilegt að útiloka neinn í pólitík. Vísir/Vilhelm „Þetta er bara á frumstigi og rétt að fara í gang. Næstu dagar munu leiða í ljós hvað gerist, “ segir Marta Guðjónsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, um stöðu mála hjá Sjálfstæðisflokknum og mögulega myndun meirihlutastjórnar Sjálfstæðisflokks, Miðflokks og Viðreisnar. Flokkar eins og Samfylkingin, Píratar og Sósíalistaflokkur Íslands hafa útilokað samstarf með Sjálfstæðisflokknum; ýmist fyrir og eftir borgarstjórnarkosningar. Aðspurð hvað Mörtu finnist um útilokanir sem þessar segir hún: „Mér finnst þær mjög sérstakar. Maður á aldrei að útiloka neinn í pólitík en fyrst og síðast voru skilaboðin mjög skýr í þessum kosningum.“Sjálfstæðisflokkurinn hlaut 30,8% atkvæða í nýafstöðnum kosningum til borgarstjórnar.Vísir/vilhelm.Marta segir að úrslit borgarstjórnarkosninganna sýni að ákall er um breytingar í borginni. „Það er krafa um breytingar, það er alveg ljóst. Þessi meirihluti féll og við erum sigurvegarar kosninganna og það er alveg ljóst að það er ákall um breytingar. Það er svona okkar sýn á þetta.“ Sjálfstæðisflokkurinn er stærsti flokkurinn í borginni með 30,8% atkvæða á bak við sig og átta borgarfulltrúa. Eyþór Arnalds, oddviti flokksins, Hildur Björnsdóttir, Valgerður Sigurðardóttir, Egill Þór Jónsson, Marta Guðjónsdóttir, Katrín Atladóttir, Örn Þórðarson og Björn Gíslason eru borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins en hann bætir við sig fjórum borgarfulltrúum frá því síðast var kosið og 5,1% fylgi.Vísir hefur reynt að ná tali af Eyþóri Arnalds, oddvita Sjálfstæðisflokksins, síðastliðinn sólarhring en án árangurs. Kosningar 2018 Tengdar fréttir Erfitt fyrir Samfylkinguna að setja afarkosti Fráfarandi meirihluti Samfylkingar, VG og Pírata kappkostar að fá Viðreisn til fylgilags við sig á komandi kjörtímabili. Sjálfstæðisflokkurinn er í þrengri stöðu við myndun meirihluta þrátt fyrir að vera stærsti flokkurinn. 28. maí 2018 06:00 „Ég held að þetta sé það raunhæfasta í stöðunni“ Í gærkvöldi héldu Píratar fund með baklandinu. Það sem bar hæst voru húsnæðismálin. Úrlausn húsnæðisvandans væri skilyrði fyrir meirihlutasamstarfi. 29. maí 2018 15:23 Eyþór vonar að línur skýrist fyrir helgi Engir formlegir fundir hafa verið um myndun meirihluta í Reykjavík með fráfarandi meirihlutaflokkum. Eyþór Arnalds oddviti Sjálfstæðisflokksins vonar að línur verði farnar að skýrast fyrir helgi. 29. maí 2018 13:00 Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Innlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Fleiri fréttir Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Sjá meira
„Þetta er bara á frumstigi og rétt að fara í gang. Næstu dagar munu leiða í ljós hvað gerist, “ segir Marta Guðjónsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, um stöðu mála hjá Sjálfstæðisflokknum og mögulega myndun meirihlutastjórnar Sjálfstæðisflokks, Miðflokks og Viðreisnar. Flokkar eins og Samfylkingin, Píratar og Sósíalistaflokkur Íslands hafa útilokað samstarf með Sjálfstæðisflokknum; ýmist fyrir og eftir borgarstjórnarkosningar. Aðspurð hvað Mörtu finnist um útilokanir sem þessar segir hún: „Mér finnst þær mjög sérstakar. Maður á aldrei að útiloka neinn í pólitík en fyrst og síðast voru skilaboðin mjög skýr í þessum kosningum.“Sjálfstæðisflokkurinn hlaut 30,8% atkvæða í nýafstöðnum kosningum til borgarstjórnar.Vísir/vilhelm.Marta segir að úrslit borgarstjórnarkosninganna sýni að ákall er um breytingar í borginni. „Það er krafa um breytingar, það er alveg ljóst. Þessi meirihluti féll og við erum sigurvegarar kosninganna og það er alveg ljóst að það er ákall um breytingar. Það er svona okkar sýn á þetta.“ Sjálfstæðisflokkurinn er stærsti flokkurinn í borginni með 30,8% atkvæða á bak við sig og átta borgarfulltrúa. Eyþór Arnalds, oddviti flokksins, Hildur Björnsdóttir, Valgerður Sigurðardóttir, Egill Þór Jónsson, Marta Guðjónsdóttir, Katrín Atladóttir, Örn Þórðarson og Björn Gíslason eru borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins en hann bætir við sig fjórum borgarfulltrúum frá því síðast var kosið og 5,1% fylgi.Vísir hefur reynt að ná tali af Eyþóri Arnalds, oddvita Sjálfstæðisflokksins, síðastliðinn sólarhring en án árangurs.
Kosningar 2018 Tengdar fréttir Erfitt fyrir Samfylkinguna að setja afarkosti Fráfarandi meirihluti Samfylkingar, VG og Pírata kappkostar að fá Viðreisn til fylgilags við sig á komandi kjörtímabili. Sjálfstæðisflokkurinn er í þrengri stöðu við myndun meirihluta þrátt fyrir að vera stærsti flokkurinn. 28. maí 2018 06:00 „Ég held að þetta sé það raunhæfasta í stöðunni“ Í gærkvöldi héldu Píratar fund með baklandinu. Það sem bar hæst voru húsnæðismálin. Úrlausn húsnæðisvandans væri skilyrði fyrir meirihlutasamstarfi. 29. maí 2018 15:23 Eyþór vonar að línur skýrist fyrir helgi Engir formlegir fundir hafa verið um myndun meirihluta í Reykjavík með fráfarandi meirihlutaflokkum. Eyþór Arnalds oddviti Sjálfstæðisflokksins vonar að línur verði farnar að skýrast fyrir helgi. 29. maí 2018 13:00 Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Innlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Fleiri fréttir Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Sjá meira
Erfitt fyrir Samfylkinguna að setja afarkosti Fráfarandi meirihluti Samfylkingar, VG og Pírata kappkostar að fá Viðreisn til fylgilags við sig á komandi kjörtímabili. Sjálfstæðisflokkurinn er í þrengri stöðu við myndun meirihluta þrátt fyrir að vera stærsti flokkurinn. 28. maí 2018 06:00
„Ég held að þetta sé það raunhæfasta í stöðunni“ Í gærkvöldi héldu Píratar fund með baklandinu. Það sem bar hæst voru húsnæðismálin. Úrlausn húsnæðisvandans væri skilyrði fyrir meirihlutasamstarfi. 29. maí 2018 15:23
Eyþór vonar að línur skýrist fyrir helgi Engir formlegir fundir hafa verið um myndun meirihluta í Reykjavík með fráfarandi meirihlutaflokkum. Eyþór Arnalds oddviti Sjálfstæðisflokksins vonar að línur verði farnar að skýrast fyrir helgi. 29. maí 2018 13:00