Glerbrot og blóð út um allt: „Ömurleg aðkoma“ Birgir Olgeirsson skrifar 30. maí 2018 15:05 Óli ásamt dætrum sínum Unni Kristínu og Hönnu Rún. Vísir/Vilhelm „Þetta var náttúrlega bara ömurleg aðkoma,“ segir Óli Jóhann Daníelsson en brotist var inn í skartgripabúð hans Gullsmiðja Óla í Hamraborg í Kópavogi í nótt. Óli fékk símtal frá Securitas rétt rúmlega fjögur í nótt þar sem honum er tilkynnt að brotist hafi verið inn. Þegar hann mætir á vettvang nokkrum mínútum sér hann að innbrotsþjófarnir höfðu brotið tvær rúður og farið inn þar sem þeir brutu allt og brömluðu með kúbeini. „Þeir brutu útsetningarskápa, turna og afgreiðsluborð. Það var allt í rúst. Glerbrot og blóð úti um allt. Annar þeirra hefur greinilega skorið sig mjög illa,“ segir Óli.Tjónið er umtalsvert. Fyrir utan þeim gripum sem var stolið eru skemmdir miklar á öðrum gripum sem þjófarnir tóku ekki.Vísir/VilhelmHann segir þjófana hafa gripið skartgripabakka og fleygt þeim í töskur áður en þeir forðuðu sér út eftir að hafa verið inni í versluninni í nokkrar mínútur.Sex innbrot á 25 árum Gullsmiðja Óla verðu 25 ára gömul þegar kvennafrídagurinn gengur í garð nítjánda júní næstkomandi. Óli hefur rekið verslunina ásamt eiginkonu sinni Eygló Sif Steinþórsdóttur og hafa dætur hans Eygló Mjöll, Hanna Rún og Unnur Kristín aðstoðað þau.Atgangurinn hefur verið mikill.Vísir/VilhelmÁ þessum 25 árum hefur sex sinnum verið brotist inn í verslunina en Óli segir innbrotið í nótt minna sig á þegar Rúmeni braust inn í fjórar skartgripaverslanir á höfuðborgarsvæðinu árið 2000, þar á meðal verslunina hans Óla. Hlaut maðurinn dóm og sat inni. „Þó þetta sé alltaf ömurlegt þá þakkar maður guði fyrir að þetta er fyrirtæki en ekki heimili,“ segir Óli.Óli segist þakka fyrir að um fyrirtæki sé að ræða en ekki heimili, þó málið sé ömurlegt.Vísir/VilhelmMikið tjón Hann segir heildarverð skartgripanna sem var stolið nema einhverjum milljónum væntanlega. Þá eru innréttingar ónýtir og margt sem á eftir að fara í gegnum. Til dæmis skartgripi sem þjófarnir tóku ekki en skemmdust í hamaganginum þegar þeir brutu glerskápa þannig að glerbrotum rigndi yfir skartgripina. Óli er gullsmiður og einnig dóttir hans Unnur Kristín en þau hafa tekið að sér að sérsmíða skartgripi fyrir viðskiptavina ásamt því að sinna viðgerðum.Þjófarnir brutu tvær rúður til að komast inn í verslunina í nótt.Vísir/VilhelmÓmetanlegir hlutir í peningaskáp Hann segir gripir sem þau gera við hafi oft mikið tilfinningalegt gildi fyrir viðskiptavinina og sé í raun ekki hægt að bæta þá ef þeim yrði stolið. Hann segir alla slíka gripi geymda inni í læstum peningaskáp í versluninni. „Það er allt lokað og læst inni á góðum stað og það fer enginn þangað inn. Maður er alltaf hræddastur við það en þegar maður sér að það er allt í lagi þá er þungu fargi af manni létt, því hitt eru dauðir hlutir,“ segir Óli og tekur fram að þau hafi aldrei glatað slíkum hlutum í öllum þessum innbrotum. Hann segir reksturinn halda áfram og ganga sinn vanagang þrátt fyrir þetta innbrot. „Það er til dæmis viðskiptavinur að bíða eftir mér á meðan ég tala við þig,“ segir Óli. „Við erum með fullt af verkefnum sem við þurfum að klára og afhenda á morgun, til dæmis fyrir brúðkaup. Þannig að það verður bara unnið í nótt.“ Tengdar fréttir Innbrot í skartgripaverslun Brotist var inn í skartgripaverslun í Hamrabrog skömmu eftir klukkan 4 í nótt. Fram kemur í skeyti lögreglunnar að þar hafi einhver brotið rúðu og farið inn í verslunina. 30. maí 2018 06:22 Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Innlent Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Innlent Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Innlent Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Innlent „Þetta er ekki eiturgas“ Innlent Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Innlent Fleiri fréttir Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota á Reykjanesi Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Sjá meira
„Þetta var náttúrlega bara ömurleg aðkoma,“ segir Óli Jóhann Daníelsson en brotist var inn í skartgripabúð hans Gullsmiðja Óla í Hamraborg í Kópavogi í nótt. Óli fékk símtal frá Securitas rétt rúmlega fjögur í nótt þar sem honum er tilkynnt að brotist hafi verið inn. Þegar hann mætir á vettvang nokkrum mínútum sér hann að innbrotsþjófarnir höfðu brotið tvær rúður og farið inn þar sem þeir brutu allt og brömluðu með kúbeini. „Þeir brutu útsetningarskápa, turna og afgreiðsluborð. Það var allt í rúst. Glerbrot og blóð úti um allt. Annar þeirra hefur greinilega skorið sig mjög illa,“ segir Óli.Tjónið er umtalsvert. Fyrir utan þeim gripum sem var stolið eru skemmdir miklar á öðrum gripum sem þjófarnir tóku ekki.Vísir/VilhelmHann segir þjófana hafa gripið skartgripabakka og fleygt þeim í töskur áður en þeir forðuðu sér út eftir að hafa verið inni í versluninni í nokkrar mínútur.Sex innbrot á 25 árum Gullsmiðja Óla verðu 25 ára gömul þegar kvennafrídagurinn gengur í garð nítjánda júní næstkomandi. Óli hefur rekið verslunina ásamt eiginkonu sinni Eygló Sif Steinþórsdóttur og hafa dætur hans Eygló Mjöll, Hanna Rún og Unnur Kristín aðstoðað þau.Atgangurinn hefur verið mikill.Vísir/VilhelmÁ þessum 25 árum hefur sex sinnum verið brotist inn í verslunina en Óli segir innbrotið í nótt minna sig á þegar Rúmeni braust inn í fjórar skartgripaverslanir á höfuðborgarsvæðinu árið 2000, þar á meðal verslunina hans Óla. Hlaut maðurinn dóm og sat inni. „Þó þetta sé alltaf ömurlegt þá þakkar maður guði fyrir að þetta er fyrirtæki en ekki heimili,“ segir Óli.Óli segist þakka fyrir að um fyrirtæki sé að ræða en ekki heimili, þó málið sé ömurlegt.Vísir/VilhelmMikið tjón Hann segir heildarverð skartgripanna sem var stolið nema einhverjum milljónum væntanlega. Þá eru innréttingar ónýtir og margt sem á eftir að fara í gegnum. Til dæmis skartgripi sem þjófarnir tóku ekki en skemmdust í hamaganginum þegar þeir brutu glerskápa þannig að glerbrotum rigndi yfir skartgripina. Óli er gullsmiður og einnig dóttir hans Unnur Kristín en þau hafa tekið að sér að sérsmíða skartgripi fyrir viðskiptavina ásamt því að sinna viðgerðum.Þjófarnir brutu tvær rúður til að komast inn í verslunina í nótt.Vísir/VilhelmÓmetanlegir hlutir í peningaskáp Hann segir gripir sem þau gera við hafi oft mikið tilfinningalegt gildi fyrir viðskiptavinina og sé í raun ekki hægt að bæta þá ef þeim yrði stolið. Hann segir alla slíka gripi geymda inni í læstum peningaskáp í versluninni. „Það er allt lokað og læst inni á góðum stað og það fer enginn þangað inn. Maður er alltaf hræddastur við það en þegar maður sér að það er allt í lagi þá er þungu fargi af manni létt, því hitt eru dauðir hlutir,“ segir Óli og tekur fram að þau hafi aldrei glatað slíkum hlutum í öllum þessum innbrotum. Hann segir reksturinn halda áfram og ganga sinn vanagang þrátt fyrir þetta innbrot. „Það er til dæmis viðskiptavinur að bíða eftir mér á meðan ég tala við þig,“ segir Óli. „Við erum með fullt af verkefnum sem við þurfum að klára og afhenda á morgun, til dæmis fyrir brúðkaup. Þannig að það verður bara unnið í nótt.“
Tengdar fréttir Innbrot í skartgripaverslun Brotist var inn í skartgripaverslun í Hamrabrog skömmu eftir klukkan 4 í nótt. Fram kemur í skeyti lögreglunnar að þar hafi einhver brotið rúðu og farið inn í verslunina. 30. maí 2018 06:22 Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Innlent Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Innlent Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Innlent Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Innlent „Þetta er ekki eiturgas“ Innlent Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Innlent Fleiri fréttir Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota á Reykjanesi Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Sjá meira
Innbrot í skartgripaverslun Brotist var inn í skartgripaverslun í Hamrabrog skömmu eftir klukkan 4 í nótt. Fram kemur í skeyti lögreglunnar að þar hafi einhver brotið rúðu og farið inn í verslunina. 30. maí 2018 06:22