Verðlauna jákvæða umfjöllun um Spán Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 31. maí 2018 06:00 Mariano Rajoy, forsætisráðherra Spánar. Vísir/AFP Spænska utanríkisráðuneytið hefur tilkynnt um ný verðlaun sem verða veitt þeim erlenda blaðamanni sem gerir mest til þess að bæta orðspor Spánar út á við. Frá þessu greindi katalónski miðillinn El Nacional. „Sem sagt, ráðuneytið mun líta sérstaklega til þeirra skoðana sem koma fram í umfjölluninni og er því um að ræða verðlaun fyrir að tala vel um spænsku ríkisstjórnina og stefnumál hennar,“ sagði í umfjöllun Katalóníumiðilsins en sá blaðamaður sem hlýtur þessi verðlaun fær í vasann nærri eina og hálfa milljón króna. El Nacional setur verðlaunin í samhengi við katalónsku sjálfstæðisbaráttuna og heldur því fram að spænska ríkisstjórnin líti svo á að alþjóðapressan hafi ekki verið nægilega gagnrýnin á hreyfinguna. Graham Keeley, blaðamaður The Times á Spáni, sagði í skoðanagrein í gær að þessi tilraun Spánverja myndi ekki ganga upp.„Blaðamenn elska að vinna verðlaun, þau bæta okkar viðkvæmu sjálfsmynd. En nú berast fréttir af verðlaunum sem hvorki ég né nokkur annar blaðamaður með vott af sjálfsvirðingu ætti að vilja, hljóta þrátt fyrir verðlaunaféð.“ Styr stendur nú um Mariano Rajoy forsætisráðherra og ríkisstjórn hans vegna sakfellingar tuga flokksmanna í spillingarmálum. Atkvæðagreiðsla um vantraust á Rajoy fer fram á morgun. Þó er ólíklegt að vantraust verði samþykkt þar sem Ciudadanos-flokkurinn mun standa með Rajoy. Ciudadanos-menn hafa þó farið fram á að boðað verði til kosninga sem fyrst. Miðað við kannanir myndi flokkur Rajoys, Partido Popular, fá um 20 prósent atkvæða en fékk 33 prósent í kosningunum 2016. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Erlent Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Erlent Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Innlent Efast um að olíuleit beri árangur Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent Píratar taka upp formannsembætti Innlent „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Innlent Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent Fleiri fréttir Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Trump og Selenskí funda á ný Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Eistar óska eftir samráði NATO eftir að Rússar rufu lofthelgi þeirra Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Sagður neita að samþykkja hergagnasendingu til Taívan Norska krónprinsessan í veikindaleyfi Reiðir Könum sem skreyta sig með fána Kanada Rússar áfrýja niðurstöðu um hrap malasísku farþegaþotunnar Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Sjá meira
Spænska utanríkisráðuneytið hefur tilkynnt um ný verðlaun sem verða veitt þeim erlenda blaðamanni sem gerir mest til þess að bæta orðspor Spánar út á við. Frá þessu greindi katalónski miðillinn El Nacional. „Sem sagt, ráðuneytið mun líta sérstaklega til þeirra skoðana sem koma fram í umfjölluninni og er því um að ræða verðlaun fyrir að tala vel um spænsku ríkisstjórnina og stefnumál hennar,“ sagði í umfjöllun Katalóníumiðilsins en sá blaðamaður sem hlýtur þessi verðlaun fær í vasann nærri eina og hálfa milljón króna. El Nacional setur verðlaunin í samhengi við katalónsku sjálfstæðisbaráttuna og heldur því fram að spænska ríkisstjórnin líti svo á að alþjóðapressan hafi ekki verið nægilega gagnrýnin á hreyfinguna. Graham Keeley, blaðamaður The Times á Spáni, sagði í skoðanagrein í gær að þessi tilraun Spánverja myndi ekki ganga upp.„Blaðamenn elska að vinna verðlaun, þau bæta okkar viðkvæmu sjálfsmynd. En nú berast fréttir af verðlaunum sem hvorki ég né nokkur annar blaðamaður með vott af sjálfsvirðingu ætti að vilja, hljóta þrátt fyrir verðlaunaféð.“ Styr stendur nú um Mariano Rajoy forsætisráðherra og ríkisstjórn hans vegna sakfellingar tuga flokksmanna í spillingarmálum. Atkvæðagreiðsla um vantraust á Rajoy fer fram á morgun. Þó er ólíklegt að vantraust verði samþykkt þar sem Ciudadanos-flokkurinn mun standa með Rajoy. Ciudadanos-menn hafa þó farið fram á að boðað verði til kosninga sem fyrst. Miðað við kannanir myndi flokkur Rajoys, Partido Popular, fá um 20 prósent atkvæða en fékk 33 prósent í kosningunum 2016.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Erlent Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Erlent Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Innlent Efast um að olíuleit beri árangur Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent Píratar taka upp formannsembætti Innlent „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Innlent Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent Fleiri fréttir Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Trump og Selenskí funda á ný Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Eistar óska eftir samráði NATO eftir að Rússar rufu lofthelgi þeirra Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Sagður neita að samþykkja hergagnasendingu til Taívan Norska krónprinsessan í veikindaleyfi Reiðir Könum sem skreyta sig með fána Kanada Rússar áfrýja niðurstöðu um hrap malasísku farþegaþotunnar Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Sjá meira
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna