Segir tillögur ríma við stefnuna Sighvatur Arnmundsson skrifar 31. maí 2018 10:00 Gríðarlegt magn af plastúrgangi hefur verið safnað í endursvinnslustöðinni í Gufunesi. Vísir/Sigtryggur Ari Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, telur tillögur framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins um aðgerðir gegn notkun einnota plastumbúða ríma vel við stefnu íslenskra stjórnvalda. Tillögurnar sem voru formlega kynntar á mánudag ganga meðal annars út á að sett verði bann við notkun ákveðinna einnota hluta úr plasti. Meðal þeirra hluta sem lagt er til að verði bannaðir eru drykkjarrör úr plasti, einnota diskar og hnífapör úr plasti og eyrnapinnar. Guðmundur Ingi segist gera ráð fyrir að tillaga að nýrri tilskipun verði tekin upp í EES-samninginn. „Ég er í þann mund að setja á fót samráðsvettvang um aðgerðaáætlun í plastmálefnum sem hefur það hlutverk að koma með tillögur um hvernig dregið verði úr notkun plasts,“ segir Guðmundur Ingi. Hópnum sé einnig ætlað að koma með tillögur að æskilegum stjórnvaldsaðgerðum og hugmyndir um nýsköpun í vörum sem leyst geta plast af hólmi. Von sé á tillögunum í nóvember á þessu ári. Björn H. Halldórsson, framkvæmdastjóri Sorpu, segir að magn plastumbúða sem skili sér til endurvinnslu sé alltaf að aukast. Hins vegar sé alltaf hægt að gera betur. „Svo er líka spurning hvort það þurfi ekki að skoða hvernig hægt sé að minnka magn plastumbúða. Það þarf að ráðast að rót vandans,“ segir Björn. Árið 2016 fóru rúm 15.000 tonn af plastumbúðum á markað hérlendis en tæp 43 prósent skiluðu sér til endurvinnslu sem er heldur hærra hlutfall en fyrir árin 2014 og 2015. Að sögn Guðlaugs Gylfa Sverrissonar, rekstrarstjóra hjá Úrvinnslusjóði, er það hlutfall sambærilegt við önnur Evrópulönd en munurinn sá að víða í Evrópu fari þar að auki mikið magn af plasti í endurnýtingu í gegnum brennslu sem sé ekki mögulegt hér. Guðlaugur segir að með tilkomu grenndargáma og lausna eins og grænna tunna hafi í raun orðið ákveðið stökk í endurvinnslu plasts. „Það er okkar skoðun að það sé sterk fylgni milli árangurs og þess hve nálæg þjónustan er íbúum. Það tók í raun ekki langan tíma að kenna Íslendingum á þetta.“ Stefán Magnússon, sölu- og markaðsstjóri Coca-Cola á Íslandi, segir fyrirtækið fylgjast vel með umræðunni um plastnotkun og vera meðvitað um mikilvægi aukinnar endurvinnslu. Í gangi sé til að mynda verkefni sem snúi að því að minnka plastnotkun við framleiðslu umbúða. „Það er okkar markmið að allar okkar umbúðir séu endurunnar eða endurnotaðar. Varðandi drykkjarrörin, þá er það í skoðun en það þarf að koma efni í staðinn sem hefur næg gæði.“ Birtist í Fréttablaðinu Umhverfismál Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Innlent Fleiri fréttir Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Sjá meira
Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, telur tillögur framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins um aðgerðir gegn notkun einnota plastumbúða ríma vel við stefnu íslenskra stjórnvalda. Tillögurnar sem voru formlega kynntar á mánudag ganga meðal annars út á að sett verði bann við notkun ákveðinna einnota hluta úr plasti. Meðal þeirra hluta sem lagt er til að verði bannaðir eru drykkjarrör úr plasti, einnota diskar og hnífapör úr plasti og eyrnapinnar. Guðmundur Ingi segist gera ráð fyrir að tillaga að nýrri tilskipun verði tekin upp í EES-samninginn. „Ég er í þann mund að setja á fót samráðsvettvang um aðgerðaáætlun í plastmálefnum sem hefur það hlutverk að koma með tillögur um hvernig dregið verði úr notkun plasts,“ segir Guðmundur Ingi. Hópnum sé einnig ætlað að koma með tillögur að æskilegum stjórnvaldsaðgerðum og hugmyndir um nýsköpun í vörum sem leyst geta plast af hólmi. Von sé á tillögunum í nóvember á þessu ári. Björn H. Halldórsson, framkvæmdastjóri Sorpu, segir að magn plastumbúða sem skili sér til endurvinnslu sé alltaf að aukast. Hins vegar sé alltaf hægt að gera betur. „Svo er líka spurning hvort það þurfi ekki að skoða hvernig hægt sé að minnka magn plastumbúða. Það þarf að ráðast að rót vandans,“ segir Björn. Árið 2016 fóru rúm 15.000 tonn af plastumbúðum á markað hérlendis en tæp 43 prósent skiluðu sér til endurvinnslu sem er heldur hærra hlutfall en fyrir árin 2014 og 2015. Að sögn Guðlaugs Gylfa Sverrissonar, rekstrarstjóra hjá Úrvinnslusjóði, er það hlutfall sambærilegt við önnur Evrópulönd en munurinn sá að víða í Evrópu fari þar að auki mikið magn af plasti í endurnýtingu í gegnum brennslu sem sé ekki mögulegt hér. Guðlaugur segir að með tilkomu grenndargáma og lausna eins og grænna tunna hafi í raun orðið ákveðið stökk í endurvinnslu plasts. „Það er okkar skoðun að það sé sterk fylgni milli árangurs og þess hve nálæg þjónustan er íbúum. Það tók í raun ekki langan tíma að kenna Íslendingum á þetta.“ Stefán Magnússon, sölu- og markaðsstjóri Coca-Cola á Íslandi, segir fyrirtækið fylgjast vel með umræðunni um plastnotkun og vera meðvitað um mikilvægi aukinnar endurvinnslu. Í gangi sé til að mynda verkefni sem snúi að því að minnka plastnotkun við framleiðslu umbúða. „Það er okkar markmið að allar okkar umbúðir séu endurunnar eða endurnotaðar. Varðandi drykkjarrörin, þá er það í skoðun en það þarf að koma efni í staðinn sem hefur næg gæði.“
Birtist í Fréttablaðinu Umhverfismál Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Innlent Fleiri fréttir Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Sjá meira