Alltof margir virt lokanirnar að vettugi Birgir Olgeirsson skrifar 31. maí 2018 14:22 Í tilkynningunni frá Umhverfisstofnun kemur fram að það hafi oft reynst þrautinni þyngri að halda svæðunum lokuðum. Umhverfisstofnun Umhverfisstofnun mun frá og með morgundeginum, 1. júní, opna gönguleiðir á náttúruverndarsvæðunum Fjaðrárgljúfri og Skógaheiði ofan Skógafoss. Stofnunin beinir því til gesta að mjög mikilvægt sé að einungis sé gengið eftir merktum gönguleiðum og að aldrei sé farið yfir girðingar eða inn á svæði þar sem umferð er takmörkuð vegna viðkvæms gróðurs eða dýralífs. Umhverfisstofnun segir lokanir hafa skilað góðum árangri og að tekist hafi að draga úr hnignun þessara svæða. Gróður hefur tekið vel við sér með fram göngustígum og eru stígar orðnir þurrir þar sem frost er farið úr jörðu og vatn á greiðari leið ofan í jarðveginn. Svæðin eru þó bæði illa farin vegna mikillar umferðar þar sem innviðir eru takmarkaðir til að vernda þau gegn átroðningi. Í tilkynningunni frá Umhverfisstofnun kemur fram að það hafi oft reynst þrautinni þyngri að halda svæðunum lokuðum og allt of margir gestir hafi virt lokanirnar að vettugi. Vill Umhverfisstofnun meina að landvörður þurfi ávallt að vera til staðar til að fræða gesti um ástæður lokanna og auka þannig skilning fólks og virðingu fyrir náttúrunni svo lokanirnar virki. Fjármagni var úthlutað úr landsáætlun um uppbyggingu innviða í bráðaaðgerðir við Fjaðrárgljúfur og er verið að vinna í að lagfæra neðri hluta göngustígsins frá bílastæðinu og setja upp leiðbeinandi skilti og girðingar með fram stígnum. Hluti fjármagnsins var settur í hönnunarvinnu á göngustíg og hefst vinna við uppbyggingu hluta gönguleiðarinnar á næstu dögum. Gera má ráð fyrir að umferð verði takmörkuð um hluta svæðisins meðan á þeirri vinnu stendur. Á Skógaheiði er nú þegar búið að gera áætlun um lagfæringu á göngustíg og verður lokið við fyrsta áfanga þeirrar vinnu í sumar. Einnig er unnið að uppgræðslu á rofabörðum í samstarfi við Landgræðsluna, en gróðurþekjan er víða rofin og verulega illa farin. Þá er vinna við gerð stjórnunar- og verndaráætlunar á lokametrunum. Fjaðrárgljúfur og náttúruvættið Skógafoss hafa mikið aðdráttarafl þar sem hundruð þúsunda gesta heimsækja svæðin allt árið um kring. Umhverfisstofnun segir Landvörslu geta skipt sköpun í verndun svæðanna og að það sé gríðarlega mikilvægt að hún sé til staðar allt árið um kring. Með aukinni landvörslu megi bæta ferðahegðun gesta til muna sem dregur úr ágangi á viðkvæma náttúru og kemur mögulega í veg fyrir árlegar lokanir margra svæða. Mest lesið Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin Innlent Eldur í sendibíl á Miklubraut Innlent Fleiri fréttir Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Sjá meira
Umhverfisstofnun mun frá og með morgundeginum, 1. júní, opna gönguleiðir á náttúruverndarsvæðunum Fjaðrárgljúfri og Skógaheiði ofan Skógafoss. Stofnunin beinir því til gesta að mjög mikilvægt sé að einungis sé gengið eftir merktum gönguleiðum og að aldrei sé farið yfir girðingar eða inn á svæði þar sem umferð er takmörkuð vegna viðkvæms gróðurs eða dýralífs. Umhverfisstofnun segir lokanir hafa skilað góðum árangri og að tekist hafi að draga úr hnignun þessara svæða. Gróður hefur tekið vel við sér með fram göngustígum og eru stígar orðnir þurrir þar sem frost er farið úr jörðu og vatn á greiðari leið ofan í jarðveginn. Svæðin eru þó bæði illa farin vegna mikillar umferðar þar sem innviðir eru takmarkaðir til að vernda þau gegn átroðningi. Í tilkynningunni frá Umhverfisstofnun kemur fram að það hafi oft reynst þrautinni þyngri að halda svæðunum lokuðum og allt of margir gestir hafi virt lokanirnar að vettugi. Vill Umhverfisstofnun meina að landvörður þurfi ávallt að vera til staðar til að fræða gesti um ástæður lokanna og auka þannig skilning fólks og virðingu fyrir náttúrunni svo lokanirnar virki. Fjármagni var úthlutað úr landsáætlun um uppbyggingu innviða í bráðaaðgerðir við Fjaðrárgljúfur og er verið að vinna í að lagfæra neðri hluta göngustígsins frá bílastæðinu og setja upp leiðbeinandi skilti og girðingar með fram stígnum. Hluti fjármagnsins var settur í hönnunarvinnu á göngustíg og hefst vinna við uppbyggingu hluta gönguleiðarinnar á næstu dögum. Gera má ráð fyrir að umferð verði takmörkuð um hluta svæðisins meðan á þeirri vinnu stendur. Á Skógaheiði er nú þegar búið að gera áætlun um lagfæringu á göngustíg og verður lokið við fyrsta áfanga þeirrar vinnu í sumar. Einnig er unnið að uppgræðslu á rofabörðum í samstarfi við Landgræðsluna, en gróðurþekjan er víða rofin og verulega illa farin. Þá er vinna við gerð stjórnunar- og verndaráætlunar á lokametrunum. Fjaðrárgljúfur og náttúruvættið Skógafoss hafa mikið aðdráttarafl þar sem hundruð þúsunda gesta heimsækja svæðin allt árið um kring. Umhverfisstofnun segir Landvörslu geta skipt sköpun í verndun svæðanna og að það sé gríðarlega mikilvægt að hún sé til staðar allt árið um kring. Með aukinni landvörslu megi bæta ferðahegðun gesta til muna sem dregur úr ágangi á viðkvæma náttúru og kemur mögulega í veg fyrir árlegar lokanir margra svæða.
Mest lesið Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin Innlent Eldur í sendibíl á Miklubraut Innlent Fleiri fréttir Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Sjá meira