Hjólreiðamennirnir tveir voru á ferð við bæinn North Bend, sem staðsettur er í um 50 kílómetra fjarlægð frá borginni Seattle, þegar fjallaljónið réðst á þá.

Þefhundar voru notaðir til að rekja slóð fjallaljónsins en það fannst nokkrum klukkustundum eftir árásina og var, eins og áður sagði, skotið til bana.
Í frétt BBC kemur fram að um sé að ræða aðra banvænu árás fjallaljóns í Washington-ríki á síðustu 100 árum.