Lífið

„Cannes var veiðilenda fyrir Harvey Weinstein“

Sylvía Hall skrifar
Ræða Argento vakti mikla athygli á lokakvöldi kvikmyndahátíðarinnar í Cannes.
Ræða Argento vakti mikla athygli á lokakvöldi kvikmyndahátíðarinnar í Cannes. Vísir/Getty

Leikkonan Asia Argento flutti tilfinningaþrungna ræðu á lokakvöldi kvikmyndahátíðarinnar í Cannes, þar sem hún sagði frá því að Harvey Weinstein hefði nauðgað henni á hátíðinni fyrir rúmum 20 árum síðan. Hún segir hátíðina hafa verið verið veiðilendu fyrir framleiðandann.



„Árið 1997 var mér nauðgað af Harvey Weinstein hér í Cannes. Ég var 21 árs. Þessi hátíð var veiðilenda fyrir hann“ sagði leikkonan, og sagðist vona að framleiðandinn yrði aldrei velkominn á hátíðina aftur. Hann ætti að lifa í skömm og vera útskúfaður af samfélaginu sem áður hélt um hann.



Argento hefur sakað framleiðandann um að hafa nauðgað sér þegar hún var við tökur á myndinni „B. Monkey“ árið 1998. Árásin hafi átt sér stað í hótelherbergi Weinstein, og eftir árásina hafi þau átt í kynferðislegu sambandi því hún óttaðist að hann myndi eyðileggja feril hennar.

Hún sagði að sögur margra ættu enn eftir að heyrast, og í áhorfendasalnum væru aðilar sem hefðu brotið gegn konum.



„Meira að segja í kvöld, á meðal ykkar, sitja gerendur sem eiga eftir að gangast við brotum sínum og hegðun sem á ekki heima í þessum iðnaði. Þið vitið hverjir þið eruð, en það sem mikilvægara er, við vitum hverjir þið eruð.“


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.