„Cannes var veiðilenda fyrir Harvey Weinstein“ Sylvía Hall skrifar 20. maí 2018 12:45 Ræða Argento vakti mikla athygli á lokakvöldi kvikmyndahátíðarinnar í Cannes. Vísir/Getty Leikkonan Asia Argento flutti tilfinningaþrungna ræðu á lokakvöldi kvikmyndahátíðarinnar í Cannes, þar sem hún sagði frá því að Harvey Weinstein hefði nauðgað henni á hátíðinni fyrir rúmum 20 árum síðan. Hún segir hátíðina hafa verið verið veiðilendu fyrir framleiðandann. „Árið 1997 var mér nauðgað af Harvey Weinstein hér í Cannes. Ég var 21 árs. Þessi hátíð var veiðilenda fyrir hann“ sagði leikkonan, og sagðist vona að framleiðandinn yrði aldrei velkominn á hátíðina aftur. Hann ætti að lifa í skömm og vera útskúfaður af samfélaginu sem áður hélt um hann. Argento hefur sakað framleiðandann um að hafa nauðgað sér þegar hún var við tökur á myndinni „B. Monkey“ árið 1998. Árásin hafi átt sér stað í hótelherbergi Weinstein, og eftir árásina hafi þau átt í kynferðislegu sambandi því hún óttaðist að hann myndi eyðileggja feril hennar. Asia Argento speaks at the Cannes closing ceremony: "In 1997, I was raped by Harvey Weinstein here at Cannes. I was 21 years old. This festival was his hunting ground. I want to make a prediction: Harvey Weinstein will never be welcomed here ever again.”pic.twitter.com/IwAPte4xmU — sara yasin (@sarayasin) 19 May 2018 Hún sagði að sögur margra ættu enn eftir að heyrast, og í áhorfendasalnum væru aðilar sem hefðu brotið gegn konum. „Meira að segja í kvöld, á meðal ykkar, sitja gerendur sem eiga eftir að gangast við brotum sínum og hegðun sem á ekki heima í þessum iðnaði. Þið vitið hverjir þið eruð, en það sem mikilvægara er, við vitum hverjir þið eruð.“ Cannes MeToo Mál Harvey Weinstein Frakkland Tengdar fréttir Konur mótmæltu misrétti á rauða dreglinum í Cannes Tugir leikkvenna og annarra kvenna í kvikmyndageiranum mótmæltu kynjamisrétti innan geirans á kvikmyndahátíðinni í Cannes í gær. 13. maí 2018 09:27 Mest lesið Hljóp annað maraþon á tánum og minntist Bríetar Irmu Lífið Helgi í Góu minnist Pattýjar og ljóstrar upp um fjölskylduleyndarmál Lífið Sagði nei takk við Durex en já við Netflix Lífið Hárprúður Eiður heillar Lífið Stjörnulífið: „Hógværasti maður á jörðinni“ Lífið Lára og lyfjaprinsinn gáfu dótturinni nafn Lífið Afmælisdagurinn bara „venjulegur dagur“ og á ekki von á gjöfum Lífið „Tárast yfirleitt einu sinni á dag“ Lífið Fékk líflátshótanir í kjölfar ummæla um óbólusetta Lífið Frosti og Helga Gabríela flytja innan hverfis Lífið Fleiri fréttir Júlíana Sara tekur við af Ásu Ninnu í Bakaríinu Hárprúður Eiður heillar Dúndurgóður hverdsdagsréttur Kóngurinn með kveðju til Íslendinga Lára og lyfjaprinsinn gáfu dótturinni nafn Afmælisdagurinn bara „venjulegur dagur“ og á ekki von á gjöfum Áralangt stofufangelsi, umdeild ákæra og játning í skiptum fyrir frelsi Frosti og Helga Gabríela flytja innan hverfis Helgi í Góu minnist Pattýjar og ljóstrar upp um fjölskylduleyndarmál Hugrún kveður Reykjavík síðdegis Sagði nei takk við Durex en já við Netflix Hljóp annað maraþon á tánum og minntist Bríetar Irmu Stjörnulífið: „Hógværasti maður á jörðinni“ Fékk líflátshótanir í kjölfar ummæla um óbólusetta „Tárast yfirleitt einu sinni á dag“ BMX brós strákarnir hafa skemmt á flestum bæjarhátíðum sumarsins Unnur Birna og Daði eru nýtt par Sjö ára þrautaganga endaði með kraftaverki Krakkatía vikunnar: Kistuhylur, Kpop og Lína langsokkur Kjötsúpu í boði á Hvolsvelli fyrir alla sem vilja Hvar er Donald Trump? Hátíðin áminning um að veganismi sé lífsstíll en ekki megrunarkúr Fréttatía vikunnar: Fellibylur, körfubolti og Laufey Flottar flíkur og fylgihlutir fyrir haustið Indversk pizza að hætti Rakelar Maríu Trúlofuð en ekki búin að flytja inn saman „Einhvern tímann verðurðu að leyfa barninu þínu að flytja að heiman“ Bananakaka með silkimjúku súkkulaðikremi Svona heppnaðist hárígræðslan hjá Baldri og Einari Taka fyrir sambönd flugfreyja og flugmanna út frá sögum úr bransanum Sjá meira
Leikkonan Asia Argento flutti tilfinningaþrungna ræðu á lokakvöldi kvikmyndahátíðarinnar í Cannes, þar sem hún sagði frá því að Harvey Weinstein hefði nauðgað henni á hátíðinni fyrir rúmum 20 árum síðan. Hún segir hátíðina hafa verið verið veiðilendu fyrir framleiðandann. „Árið 1997 var mér nauðgað af Harvey Weinstein hér í Cannes. Ég var 21 árs. Þessi hátíð var veiðilenda fyrir hann“ sagði leikkonan, og sagðist vona að framleiðandinn yrði aldrei velkominn á hátíðina aftur. Hann ætti að lifa í skömm og vera útskúfaður af samfélaginu sem áður hélt um hann. Argento hefur sakað framleiðandann um að hafa nauðgað sér þegar hún var við tökur á myndinni „B. Monkey“ árið 1998. Árásin hafi átt sér stað í hótelherbergi Weinstein, og eftir árásina hafi þau átt í kynferðislegu sambandi því hún óttaðist að hann myndi eyðileggja feril hennar. Asia Argento speaks at the Cannes closing ceremony: "In 1997, I was raped by Harvey Weinstein here at Cannes. I was 21 years old. This festival was his hunting ground. I want to make a prediction: Harvey Weinstein will never be welcomed here ever again.”pic.twitter.com/IwAPte4xmU — sara yasin (@sarayasin) 19 May 2018 Hún sagði að sögur margra ættu enn eftir að heyrast, og í áhorfendasalnum væru aðilar sem hefðu brotið gegn konum. „Meira að segja í kvöld, á meðal ykkar, sitja gerendur sem eiga eftir að gangast við brotum sínum og hegðun sem á ekki heima í þessum iðnaði. Þið vitið hverjir þið eruð, en það sem mikilvægara er, við vitum hverjir þið eruð.“
Cannes MeToo Mál Harvey Weinstein Frakkland Tengdar fréttir Konur mótmæltu misrétti á rauða dreglinum í Cannes Tugir leikkvenna og annarra kvenna í kvikmyndageiranum mótmæltu kynjamisrétti innan geirans á kvikmyndahátíðinni í Cannes í gær. 13. maí 2018 09:27 Mest lesið Hljóp annað maraþon á tánum og minntist Bríetar Irmu Lífið Helgi í Góu minnist Pattýjar og ljóstrar upp um fjölskylduleyndarmál Lífið Sagði nei takk við Durex en já við Netflix Lífið Hárprúður Eiður heillar Lífið Stjörnulífið: „Hógværasti maður á jörðinni“ Lífið Lára og lyfjaprinsinn gáfu dótturinni nafn Lífið Afmælisdagurinn bara „venjulegur dagur“ og á ekki von á gjöfum Lífið „Tárast yfirleitt einu sinni á dag“ Lífið Fékk líflátshótanir í kjölfar ummæla um óbólusetta Lífið Frosti og Helga Gabríela flytja innan hverfis Lífið Fleiri fréttir Júlíana Sara tekur við af Ásu Ninnu í Bakaríinu Hárprúður Eiður heillar Dúndurgóður hverdsdagsréttur Kóngurinn með kveðju til Íslendinga Lára og lyfjaprinsinn gáfu dótturinni nafn Afmælisdagurinn bara „venjulegur dagur“ og á ekki von á gjöfum Áralangt stofufangelsi, umdeild ákæra og játning í skiptum fyrir frelsi Frosti og Helga Gabríela flytja innan hverfis Helgi í Góu minnist Pattýjar og ljóstrar upp um fjölskylduleyndarmál Hugrún kveður Reykjavík síðdegis Sagði nei takk við Durex en já við Netflix Hljóp annað maraþon á tánum og minntist Bríetar Irmu Stjörnulífið: „Hógværasti maður á jörðinni“ Fékk líflátshótanir í kjölfar ummæla um óbólusetta „Tárast yfirleitt einu sinni á dag“ BMX brós strákarnir hafa skemmt á flestum bæjarhátíðum sumarsins Unnur Birna og Daði eru nýtt par Sjö ára þrautaganga endaði með kraftaverki Krakkatía vikunnar: Kistuhylur, Kpop og Lína langsokkur Kjötsúpu í boði á Hvolsvelli fyrir alla sem vilja Hvar er Donald Trump? Hátíðin áminning um að veganismi sé lífsstíll en ekki megrunarkúr Fréttatía vikunnar: Fellibylur, körfubolti og Laufey Flottar flíkur og fylgihlutir fyrir haustið Indversk pizza að hætti Rakelar Maríu Trúlofuð en ekki búin að flytja inn saman „Einhvern tímann verðurðu að leyfa barninu þínu að flytja að heiman“ Bananakaka með silkimjúku súkkulaðikremi Svona heppnaðist hárígræðslan hjá Baldri og Einari Taka fyrir sambönd flugfreyja og flugmanna út frá sögum úr bransanum Sjá meira
Konur mótmæltu misrétti á rauða dreglinum í Cannes Tugir leikkvenna og annarra kvenna í kvikmyndageiranum mótmæltu kynjamisrétti innan geirans á kvikmyndahátíðinni í Cannes í gær. 13. maí 2018 09:27