Mikill samdráttur í ferðaþjónustu og fyrirtæki leggja upp laupana Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 20. maí 2018 19:15 Mikill samdráttur hefur orðið í ferðaþjónustu hér á landi milli ára og hefur sala á sérferðum jafnvel hrunið um tugi prósenta að sögn forsvarsmanna. Samtals hafa yfir tíu fyrirtæki í ferðaþjónustu hætt starfsemi á Laugavegi og við gömlu Höfnina síðustu mánuði.Alls staðar samdráttur Rannveig Grétarsdóttir framkvæmdastjóri Eldingar segir að það skipti ekki máli hvort um sé að ræða jeppa- eða rútuferðir, hvalaskoðun eða sleðaferðir alls staðar hafi orðið samdráttur í ferðaþjónustu síðustu mánuði. „Við heyrum að gestirnir okkar gisti styttra, eyði minna og til dæmis veit ég að það er um 20% samdráttur hjá bílaleigunum í sumar,“ segir Rannveig. Rannveig segir ennfremur að færri komi beint af götunni og kaupi ferðir. „Við finnum að það er færra fólk að koma beint til okkar. Við erum að fá bókanir frá ferðaskrifstofunum og þá sem bóka fyrirfram á netinu en mun færri koma beint til okkar, þetta á líka við um veitingastaðinn sem við rekum og ég heyri það frá öðrum, “ segir Rannveig. Hún bætir við að fimm til sex afþreyingarfyrirtæki hafi hætt starfsemi frá því í fyrra við Gömlu höfnina. Mörg ferðaþjónustufyrirtæki hætt á Laugavegi Hjörtur Atli Guðmundsson framkvæmdastjóri Whatson sem rekur meðal annars sölu- og bókunarskrifstofu finnur fyrir miklum samdrætti milli ára einkum á sölu á dýrari sérferðum. Þetta hafi haft þau áhrif að margir hafi þurft að loka á Laugaveginum þar sem fyrirtækið er staðsett. „Það hefur orðið um tuttugu til þrjátíu prósenta samdráttur á sölu á sérferðum milli ára hjá okkur. En það eru margir sem hafa það miklu verra en við til að mynda hafa fimm til sex fyrirtæki á þessum markaði lokað, “ segir Hjörtur. Hjörtur skýrir samdráttinn meðal annars með því að erlend stórfyrirtæki eins og Tripadvisor, Get Your Guide og Booking.com hafi síðustu tvö ár komið inn á innlendan markað en erfitt sé að keppa við slíka risa. Rannveig Grétarsdóttir segir að þó að samdrátturinn hafi víðtæk áhrif nú sé þetta ástand sem muni ganga yfir. Mest lesið „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Innlent Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Innlent „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Erlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent Vaktin: Viðreisn velur oddvita Innlent Mette-Marit biðst afsökunar á tengslum sínum við Epstein Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fleiri fréttir Sjálfstæðismenn í Reykjanesbæ velja sér oddvita „Vinna er heilsuefling“ Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Blótað í Grindavík á nýjan leik Vaktin: Viðreisn velur oddvita „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Vilja Hjallastefnugrunnskóla í Árborg Skjálftinn í Bárðarbungu 5,3 að stærð Rýnt í Epstein-skjölin, prófkjör Viðreisnar og árás ungmenna „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Fjórðungur kosið í prófkjöri Viðreisnar Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Sjá meira
Mikill samdráttur hefur orðið í ferðaþjónustu hér á landi milli ára og hefur sala á sérferðum jafnvel hrunið um tugi prósenta að sögn forsvarsmanna. Samtals hafa yfir tíu fyrirtæki í ferðaþjónustu hætt starfsemi á Laugavegi og við gömlu Höfnina síðustu mánuði.Alls staðar samdráttur Rannveig Grétarsdóttir framkvæmdastjóri Eldingar segir að það skipti ekki máli hvort um sé að ræða jeppa- eða rútuferðir, hvalaskoðun eða sleðaferðir alls staðar hafi orðið samdráttur í ferðaþjónustu síðustu mánuði. „Við heyrum að gestirnir okkar gisti styttra, eyði minna og til dæmis veit ég að það er um 20% samdráttur hjá bílaleigunum í sumar,“ segir Rannveig. Rannveig segir ennfremur að færri komi beint af götunni og kaupi ferðir. „Við finnum að það er færra fólk að koma beint til okkar. Við erum að fá bókanir frá ferðaskrifstofunum og þá sem bóka fyrirfram á netinu en mun færri koma beint til okkar, þetta á líka við um veitingastaðinn sem við rekum og ég heyri það frá öðrum, “ segir Rannveig. Hún bætir við að fimm til sex afþreyingarfyrirtæki hafi hætt starfsemi frá því í fyrra við Gömlu höfnina. Mörg ferðaþjónustufyrirtæki hætt á Laugavegi Hjörtur Atli Guðmundsson framkvæmdastjóri Whatson sem rekur meðal annars sölu- og bókunarskrifstofu finnur fyrir miklum samdrætti milli ára einkum á sölu á dýrari sérferðum. Þetta hafi haft þau áhrif að margir hafi þurft að loka á Laugaveginum þar sem fyrirtækið er staðsett. „Það hefur orðið um tuttugu til þrjátíu prósenta samdráttur á sölu á sérferðum milli ára hjá okkur. En það eru margir sem hafa það miklu verra en við til að mynda hafa fimm til sex fyrirtæki á þessum markaði lokað, “ segir Hjörtur. Hjörtur skýrir samdráttinn meðal annars með því að erlend stórfyrirtæki eins og Tripadvisor, Get Your Guide og Booking.com hafi síðustu tvö ár komið inn á innlendan markað en erfitt sé að keppa við slíka risa. Rannveig Grétarsdóttir segir að þó að samdrátturinn hafi víðtæk áhrif nú sé þetta ástand sem muni ganga yfir.
Mest lesið „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Innlent Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Innlent „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Erlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent Vaktin: Viðreisn velur oddvita Innlent Mette-Marit biðst afsökunar á tengslum sínum við Epstein Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fleiri fréttir Sjálfstæðismenn í Reykjanesbæ velja sér oddvita „Vinna er heilsuefling“ Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Blótað í Grindavík á nýjan leik Vaktin: Viðreisn velur oddvita „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Vilja Hjallastefnugrunnskóla í Árborg Skjálftinn í Bárðarbungu 5,3 að stærð Rýnt í Epstein-skjölin, prófkjör Viðreisnar og árás ungmenna „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Fjórðungur kosið í prófkjöri Viðreisnar Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Sjá meira