"Ég hélt á syni mínum í örmum mér“ Andri Eysteinsson skrifar 21. maí 2018 16:52 Marcio og Andreia Gomes minntust sonar síns sem var andvana fæddur eftir Grenfell brunann. Vísir/EPA „Ég hélt á syni mínum í örmum mér, óskaði, bað þess að myndi opna augun, hreyfði sig, gæfi frá sér hljóð“ sagði Marcio Gomes, faðir Logan Gomes sem var andvana fæddur eftir eldsvoðann í Grenfell turninum í London í júní 2017. Eiginkona Marcio, Andreia, sem sat við hlið hans var enn í dái þegar sonur þeirra fæddist. The Guardian greinir frá atburðum dagsins. Svona hófst vitnisburður fórnarlamba Grenfell eldsvoðans í rannsókn sem hófst í dag. BBC greinir frá því að aðstandendur allra þeirra 72 sem létu lífið eftir harmleikinn fái tækifæri til að minnast ástvina sinna á meðan að á rannsókninni stendur. Rannsóknin hófst í dag á 72 sekúndna þögn til minningar um þá sem fórust. Fjöldi fólks lagði leið sína í sal Millenium Gloucester hótelsins í Kensington hverfi Lundúna, einungis fjórum kílómetrum frá Grenfell turninum. Gomes fjölskyldan lýsti því hvernig allt hafi verið tilbúið fyrir komu Logan í heiminn en fjölskyldan átti von á honum tveimur mánuðum eftir eldsvoðann. Fimm annara var minnst á þessum fyrsta degi rannsókna, sem stýrt er af fyrrum dómaranum Martin Moore-Bick. Fjölskyldu Mohamed Neda, bílstjóra sem bjó á efstu hæð turnsins, spilaði skilaboð sem Neda skildi eftir á símsvara: „Bless, við erum að yfirgefa þennan heim, bless. Ég vona að ég hafi ekki valdið ykkur vonbrigðum. Bless.“ Sonur Mohamed Neda, Fahad, sem komst lífs af, sagði sögu föður síns, en hann var flóttamaður sem flúði Afghanistan undan Talibönum og settist að í Grenfell turninum árið 1999. Systir Denis Murphy, Ann-Marie Murphy talaði um ástríðu bróður síns fyrir knattspyrnu og fór fögrum orðum um góðmennsku bróður síns. Fjölskylda mæðgnanna Khadiju Saye og Mary Mendy sagði frá sorg sinni og sagði að tvö sæti yrðu alltaf tóm í hverju afmæli, um hver einustu jól og að þær ættu alltaf stað í hjarta þeirra. Einnig minntist Sam Daniels föður síns Joseph Daniels stuttlega. Yfirlögfræðingur rannsóknarinnar, Richard Millett sagði í opnunarræðu sinni að Grenfell, væri stærsti harmleikur sem Bretlands hefði þurft að þola frá lokum seinni heimstyrjaldar. Ennfremur sagði Millett að það væri viðeigandi að fyrstu dagar rannsóknarinnar væru tileinkaðir þeim sem létu lífið. Bretland Bruni í Grenfell-turni England Tengdar fréttir Hylja Grenfell-turninn á meðan rannsókn fer fram Íbúar í 33 íbúðum í Grenfell-turninum eygja von um að endurheimta eigur sínar. Turninn verður hulinn með dúk til að varðveita sönnunargögn fyrir tæknimenn lögreglu. 27. júlí 2017 11:30 Lögregla staðfestir að 71 manns hafi látist í brunanum í Grenfell-turni Lögreglan í London staðfesti endanlega tölu á mannsföllum í kjölfar brunans í Grenfell-turni. 16. nóvember 2017 13:24 Gengu í þögn til minningar um fórnarlömb eldsins í Grenfell turni Gangan var skipulögð af Grenfell United, sem stofnað var í kjölfar eldsins sem stuðningur við þá sem lifðu af. Gangan var erfið fyrir marga og sumir sögðust endurupplifa atvikið í þögninni sem umlukti staðinn. Um það bil fimmtíu manns gengu sa 14. júlí 2017 21:54 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Steindór Andersen er látinn Innlent Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Innlent Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Erlent Fleiri fréttir Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Sjá meira
„Ég hélt á syni mínum í örmum mér, óskaði, bað þess að myndi opna augun, hreyfði sig, gæfi frá sér hljóð“ sagði Marcio Gomes, faðir Logan Gomes sem var andvana fæddur eftir eldsvoðann í Grenfell turninum í London í júní 2017. Eiginkona Marcio, Andreia, sem sat við hlið hans var enn í dái þegar sonur þeirra fæddist. The Guardian greinir frá atburðum dagsins. Svona hófst vitnisburður fórnarlamba Grenfell eldsvoðans í rannsókn sem hófst í dag. BBC greinir frá því að aðstandendur allra þeirra 72 sem létu lífið eftir harmleikinn fái tækifæri til að minnast ástvina sinna á meðan að á rannsókninni stendur. Rannsóknin hófst í dag á 72 sekúndna þögn til minningar um þá sem fórust. Fjöldi fólks lagði leið sína í sal Millenium Gloucester hótelsins í Kensington hverfi Lundúna, einungis fjórum kílómetrum frá Grenfell turninum. Gomes fjölskyldan lýsti því hvernig allt hafi verið tilbúið fyrir komu Logan í heiminn en fjölskyldan átti von á honum tveimur mánuðum eftir eldsvoðann. Fimm annara var minnst á þessum fyrsta degi rannsókna, sem stýrt er af fyrrum dómaranum Martin Moore-Bick. Fjölskyldu Mohamed Neda, bílstjóra sem bjó á efstu hæð turnsins, spilaði skilaboð sem Neda skildi eftir á símsvara: „Bless, við erum að yfirgefa þennan heim, bless. Ég vona að ég hafi ekki valdið ykkur vonbrigðum. Bless.“ Sonur Mohamed Neda, Fahad, sem komst lífs af, sagði sögu föður síns, en hann var flóttamaður sem flúði Afghanistan undan Talibönum og settist að í Grenfell turninum árið 1999. Systir Denis Murphy, Ann-Marie Murphy talaði um ástríðu bróður síns fyrir knattspyrnu og fór fögrum orðum um góðmennsku bróður síns. Fjölskylda mæðgnanna Khadiju Saye og Mary Mendy sagði frá sorg sinni og sagði að tvö sæti yrðu alltaf tóm í hverju afmæli, um hver einustu jól og að þær ættu alltaf stað í hjarta þeirra. Einnig minntist Sam Daniels föður síns Joseph Daniels stuttlega. Yfirlögfræðingur rannsóknarinnar, Richard Millett sagði í opnunarræðu sinni að Grenfell, væri stærsti harmleikur sem Bretlands hefði þurft að þola frá lokum seinni heimstyrjaldar. Ennfremur sagði Millett að það væri viðeigandi að fyrstu dagar rannsóknarinnar væru tileinkaðir þeim sem létu lífið.
Bretland Bruni í Grenfell-turni England Tengdar fréttir Hylja Grenfell-turninn á meðan rannsókn fer fram Íbúar í 33 íbúðum í Grenfell-turninum eygja von um að endurheimta eigur sínar. Turninn verður hulinn með dúk til að varðveita sönnunargögn fyrir tæknimenn lögreglu. 27. júlí 2017 11:30 Lögregla staðfestir að 71 manns hafi látist í brunanum í Grenfell-turni Lögreglan í London staðfesti endanlega tölu á mannsföllum í kjölfar brunans í Grenfell-turni. 16. nóvember 2017 13:24 Gengu í þögn til minningar um fórnarlömb eldsins í Grenfell turni Gangan var skipulögð af Grenfell United, sem stofnað var í kjölfar eldsins sem stuðningur við þá sem lifðu af. Gangan var erfið fyrir marga og sumir sögðust endurupplifa atvikið í þögninni sem umlukti staðinn. Um það bil fimmtíu manns gengu sa 14. júlí 2017 21:54 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Steindór Andersen er látinn Innlent Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Innlent Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Erlent Fleiri fréttir Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Sjá meira
Hylja Grenfell-turninn á meðan rannsókn fer fram Íbúar í 33 íbúðum í Grenfell-turninum eygja von um að endurheimta eigur sínar. Turninn verður hulinn með dúk til að varðveita sönnunargögn fyrir tæknimenn lögreglu. 27. júlí 2017 11:30
Lögregla staðfestir að 71 manns hafi látist í brunanum í Grenfell-turni Lögreglan í London staðfesti endanlega tölu á mannsföllum í kjölfar brunans í Grenfell-turni. 16. nóvember 2017 13:24
Gengu í þögn til minningar um fórnarlömb eldsins í Grenfell turni Gangan var skipulögð af Grenfell United, sem stofnað var í kjölfar eldsins sem stuðningur við þá sem lifðu af. Gangan var erfið fyrir marga og sumir sögðust endurupplifa atvikið í þögninni sem umlukti staðinn. Um það bil fimmtíu manns gengu sa 14. júlí 2017 21:54