Vilja bætta stjórnsýslu og aukna valddreifingu á Seltjarnarnesi Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 21. maí 2018 23:12 Viðreisn/Neslistinn, sem býður fram lista til bæjarstjórnar Seltjarnarness hefur gefið út stefnuskrá sína fyrir komandi kjörtímabil. Vísir/Stefán Viðreisn/Neslistinn, sem býður fram lista til bæjarstjórnar Seltjarnarness hefur gefið út stefnuskrá sína fyrir komandi kjörtímabil. „Það sem ber hæst í stefnuskránni eru áherslur listans um bætta stjórnsýslu og aukna valddreifingu á Seltjarnarnesi, þar sem sami flokkur hefur verið í hreinum meirihluta frá 1950, eða í 68 ár. Málefni skóla eru fyrirferðarmikil í stefnuskránni. Þannig vill framboðið hækka laun kennara, byggja leikskóla fyrir 300 börn og setja aukinn metnað í þróun skólastarfs, með það að markmiði að Grunnskóli Seltjarnarness taki faglega forystu á landsvísu,“ segir í fréttatilkynningu frá Karli Pétri Jónssyni, sem leiðir listann. „Framboðið leggur ríka áherslu á málefni eldri borgara. Leggur framboðið til að Öldungaráð Seltjarnarnesbæjar fái fulltrúa í öllum nefndum og ráðum bæjarins, á sama hátt og Ungmennaráð. Framboðið vill að auka fagmennsku í þjónustu við eldri borgara og færa félagsstarf þeirra í takt við nýja tíma.Karl Pétur JónssonMynd/AðsendHvað skipulagsmál varðar, vill framboðið vanda sérstaklega til hönnunar nýs hverfis á svokölluðum Bygggarðareit. Þar verði færustu arkítektum falið að hanna byggð sem er í samræmi við hina miklu náttúrufegurð sem svæðið er þekkt fyrir. Framboðið vill þróa áfram hugmyndir um uppbyggingu miðbæjar Seltjarnarness og finna nýjum leikskóla góðan stað.“ Framboðið vil þar að auki fara í stórátak til að bæta ástand innviða bæjarins, skóla, leikskóla og önnur mannvirki, sem mörg hver liggja undir skemmdum vegna lélegs viðhalds. „Síðast en ekki síst vill Viðreisn/Neslistinn að fjármál bæjarins verði tekin mun fastari tökum, en bæjarfélagið var rekið með um 100 milljón króna halla á síðasta ári, á sama tíma og fjárfestingarhlutfall bæjarins er lágt í samanburði við önnur sveitarfélög.“ Listi Viðreisnar/Neslista er skipaður eftirfarandi fólki:1. Karl Pétur Jónsson - Viðskiptafræðingur og varabæjarfulltrúi2. Hildigunnur Gunnarsdóttir - Menntunarfræðingur og varabæjarfulltrúi3. Björn Gunnlaugsson - Kennari og verkefnastjóri4. Rán Ólafsdóttir - Háskólanemi og starfsmaður RSK5. Oddur Jónas Jónasson - Forstöðumaður þýðinga hjá Stöð 26. Margrét H. Gústavsdóttir - Fjölmiðlakona7. Ragnar Jónsson - Rannsóknarlögreglumaður8. Ragnhildur Ingólfsdóttir - Arkítekt9. Garðar Gíslason - Viðskiptafræðingur10. Dagbjört H. Kristinsdóttir - Hjúkrunarfræðingur11. Benedikt Bragi Sigurðsson - Sálfræðingur12. Halldór Jóhannesdóttir Sanko - Sérkennari13. Páll Árni Jónsson - Framkvæmdastjóri14. Árni Einarsson - Bæjarfulltrúi Kosningar 2018 Seltjarnarnes Tengdar fréttir Karl Pétur leiðir lista Viðreisnar/Neslista á Seltjarnarnesi Viðreisn og Neslistinn bjóða fram sameiginlegan lista í bæjarstjórnarkosningunum á Seltjarnarnesi. 27. apríl 2018 00:13 Mest lesið Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Innlent Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Innlent Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Innlent Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Innlent Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Innlent Annar maður skotinn til bana af ICE Erlent Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Innlent Fleiri fréttir Fyrrverandi ráðherrar ræða alþjóðamálin Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin Sjá meira
Viðreisn/Neslistinn, sem býður fram lista til bæjarstjórnar Seltjarnarness hefur gefið út stefnuskrá sína fyrir komandi kjörtímabil. „Það sem ber hæst í stefnuskránni eru áherslur listans um bætta stjórnsýslu og aukna valddreifingu á Seltjarnarnesi, þar sem sami flokkur hefur verið í hreinum meirihluta frá 1950, eða í 68 ár. Málefni skóla eru fyrirferðarmikil í stefnuskránni. Þannig vill framboðið hækka laun kennara, byggja leikskóla fyrir 300 börn og setja aukinn metnað í þróun skólastarfs, með það að markmiði að Grunnskóli Seltjarnarness taki faglega forystu á landsvísu,“ segir í fréttatilkynningu frá Karli Pétri Jónssyni, sem leiðir listann. „Framboðið leggur ríka áherslu á málefni eldri borgara. Leggur framboðið til að Öldungaráð Seltjarnarnesbæjar fái fulltrúa í öllum nefndum og ráðum bæjarins, á sama hátt og Ungmennaráð. Framboðið vill að auka fagmennsku í þjónustu við eldri borgara og færa félagsstarf þeirra í takt við nýja tíma.Karl Pétur JónssonMynd/AðsendHvað skipulagsmál varðar, vill framboðið vanda sérstaklega til hönnunar nýs hverfis á svokölluðum Bygggarðareit. Þar verði færustu arkítektum falið að hanna byggð sem er í samræmi við hina miklu náttúrufegurð sem svæðið er þekkt fyrir. Framboðið vill þróa áfram hugmyndir um uppbyggingu miðbæjar Seltjarnarness og finna nýjum leikskóla góðan stað.“ Framboðið vil þar að auki fara í stórátak til að bæta ástand innviða bæjarins, skóla, leikskóla og önnur mannvirki, sem mörg hver liggja undir skemmdum vegna lélegs viðhalds. „Síðast en ekki síst vill Viðreisn/Neslistinn að fjármál bæjarins verði tekin mun fastari tökum, en bæjarfélagið var rekið með um 100 milljón króna halla á síðasta ári, á sama tíma og fjárfestingarhlutfall bæjarins er lágt í samanburði við önnur sveitarfélög.“ Listi Viðreisnar/Neslista er skipaður eftirfarandi fólki:1. Karl Pétur Jónsson - Viðskiptafræðingur og varabæjarfulltrúi2. Hildigunnur Gunnarsdóttir - Menntunarfræðingur og varabæjarfulltrúi3. Björn Gunnlaugsson - Kennari og verkefnastjóri4. Rán Ólafsdóttir - Háskólanemi og starfsmaður RSK5. Oddur Jónas Jónasson - Forstöðumaður þýðinga hjá Stöð 26. Margrét H. Gústavsdóttir - Fjölmiðlakona7. Ragnar Jónsson - Rannsóknarlögreglumaður8. Ragnhildur Ingólfsdóttir - Arkítekt9. Garðar Gíslason - Viðskiptafræðingur10. Dagbjört H. Kristinsdóttir - Hjúkrunarfræðingur11. Benedikt Bragi Sigurðsson - Sálfræðingur12. Halldór Jóhannesdóttir Sanko - Sérkennari13. Páll Árni Jónsson - Framkvæmdastjóri14. Árni Einarsson - Bæjarfulltrúi
Kosningar 2018 Seltjarnarnes Tengdar fréttir Karl Pétur leiðir lista Viðreisnar/Neslista á Seltjarnarnesi Viðreisn og Neslistinn bjóða fram sameiginlegan lista í bæjarstjórnarkosningunum á Seltjarnarnesi. 27. apríl 2018 00:13 Mest lesið Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Innlent Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Innlent Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Innlent Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Innlent Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Innlent Annar maður skotinn til bana af ICE Erlent Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Innlent Fleiri fréttir Fyrrverandi ráðherrar ræða alþjóðamálin Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin Sjá meira
Karl Pétur leiðir lista Viðreisnar/Neslista á Seltjarnarnesi Viðreisn og Neslistinn bjóða fram sameiginlegan lista í bæjarstjórnarkosningunum á Seltjarnarnesi. 27. apríl 2018 00:13