Mútugreiðslur séu freistandi í byggingariðnaðinum á Íslandi Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 22. maí 2018 08:00 Mútugreiðslur og óeðlilegar fyrirgreiðslur í viðskiptalífinu koma sjaldan inn á borð eftirlitsaðila. Vísir/Pjetur Nokkuð er um mútubrot og aðra óeðlilega fyrirgreiðslu í byggingariðnaði á Íslandi, sérstaklega á höfuðborgarsvæðinu, ekki síst í nágrannasveitarfélögum höfuðborgarinnar. Mútugreiðslur og aðrar ólöglegar eða óeðlilegar fyrirgreiðslur í viðskiptalífinu koma þó sjaldan inn á borð eftirlitsaðila í refsivörslukerfinu og dómar sem fallið hafa á þessu sviði eru mjög fáir. Þó eru dæmi um slíka háttsemi. Fyrirgreiðslan sem boðin er eða óskað er eftir, gegn því að samningur um sölu lóðar eða stór byggingarverkefni gangi í gegn, getur verið með ýmsum hætti. Í samtölum blaðsins við fjárfesta í umræddum iðnaði, verktaka og aðra sem til þekkja, hafa verið nefnd dæmi allt frá hagstæðu verði á þakíbúðum bygginga sem rísa eiga á umræddum byggingarreit til fyrirheita um margar milljónir í reiðufé í brúnum bréfpokum. Þótt algengara sé að boð um sérstaka fyrirgreiðslu komi frá væntanlegum fjárfesti eða verktaka nefna heimildarmenn einnig dæmi um að óskir um greiðslu í reiðufé komi frá seljanda eða verkkaupa. Þeir sem taka við slíku mútufé eru ekki endilega sjálfir eigendur hagsmunanna sem um er að tefla heldur gjarnan þriðju aðilar á borð við fasteignasala eða aðra sem eru í aðstöðu til að liðka til fyrir viðskiptunum. „Hvort tveggja er refsivert, hvort heldur menn eru að þiggja mútur eða bjóða, og gildir þá einu hvort það er í einka- eða opinbera geiranum,“ segir Ólafur Þór Hauksson héraðssaksóknari. Ólafur Þór Hauksson, héraðssaksóknariHann segir hækkun fasteignaverðs og mikla eftirspurn eftir lóðum og fasteignum auka hættu á brotum af þessu tagi. „Freistnivandinn verður til þegar verðið á þessum gæðum verður svona hátt,“ segir Ólafur. Aðspurður um eftirlit og rannsóknir á mútugreiðslum og hvort það sé ekki erfiðleikum bundið vegna þess að erfitt sé að rekja slíkar greiðslur, segir Ólafur að viðskipti með háar fjárhæðir í reiðufé ættu að vekja athygli í kerfinu. Vinnuhópur á vegum samtaka Evrópuríkja um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka lauk nýverið sinni fjórðu úttekt hér á landi. Í niðurstöðum kemur meðal annars fram að íslensk stjórnvöld hafi takmarkaðan skilning á hættum sem fylgja peningaþvætti og þótt lagaumhverfið sé gott hafi rannsóknum og eftirliti með peningaþvætti ekki verið nægilega vel sinnt. Í fréttatilkynningu um niðurstöður úttektarinnar á vef Stjórnarráðsins er helstu úrbóta stjórnvalda getið, þar á meðal innleiðingar nýs upplýsingatæknikerfis hjá peningaþvættisskrifstofu héraðssaksóknara, sem ætlað er að hraða vinnslu og greiningu tilkynninga og aukið samstarf milli þeirra sem koma að málaflokknum. Ólafur segir að eftirlitið verði markvissara með samstarfi fleiri aðila eins og Fjármálaeftirlits, banka, eftirlitsstofnana með fasteignasölum, bílasölum og öðrum sem höndli með dýra lausafjármuni. „Þessum aðilum er ætlað að tilkynna grunsamleg viðskipti, og viðskipti með háar fjárhæðir í reiðufé falla þar undir,“ segir Ólafur. Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Af hverju langar Trump í Grænland? Erlent Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Innlent Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Innlent Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Innlent Fleiri fréttir Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt 333 veðurviðvaranir gefnar út á nýliðnu ári Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósiðlegan hátt Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Bein útsending: Útför Egils Þórs Jónssonar Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Efla vöktun við Ljósufjöll vegna jarðhræringa Gagnrýna aðbúnað í hjólhýsabyggðinni á Höfðanum Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Skjálftar við Grjótárvatn og Bárðarbungu Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins „Hann kom víða við og snerti marga“ Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Innri endurskoðun tekur ferlíkið við Álfabakka fyrir Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Sjá meira
Nokkuð er um mútubrot og aðra óeðlilega fyrirgreiðslu í byggingariðnaði á Íslandi, sérstaklega á höfuðborgarsvæðinu, ekki síst í nágrannasveitarfélögum höfuðborgarinnar. Mútugreiðslur og aðrar ólöglegar eða óeðlilegar fyrirgreiðslur í viðskiptalífinu koma þó sjaldan inn á borð eftirlitsaðila í refsivörslukerfinu og dómar sem fallið hafa á þessu sviði eru mjög fáir. Þó eru dæmi um slíka háttsemi. Fyrirgreiðslan sem boðin er eða óskað er eftir, gegn því að samningur um sölu lóðar eða stór byggingarverkefni gangi í gegn, getur verið með ýmsum hætti. Í samtölum blaðsins við fjárfesta í umræddum iðnaði, verktaka og aðra sem til þekkja, hafa verið nefnd dæmi allt frá hagstæðu verði á þakíbúðum bygginga sem rísa eiga á umræddum byggingarreit til fyrirheita um margar milljónir í reiðufé í brúnum bréfpokum. Þótt algengara sé að boð um sérstaka fyrirgreiðslu komi frá væntanlegum fjárfesti eða verktaka nefna heimildarmenn einnig dæmi um að óskir um greiðslu í reiðufé komi frá seljanda eða verkkaupa. Þeir sem taka við slíku mútufé eru ekki endilega sjálfir eigendur hagsmunanna sem um er að tefla heldur gjarnan þriðju aðilar á borð við fasteignasala eða aðra sem eru í aðstöðu til að liðka til fyrir viðskiptunum. „Hvort tveggja er refsivert, hvort heldur menn eru að þiggja mútur eða bjóða, og gildir þá einu hvort það er í einka- eða opinbera geiranum,“ segir Ólafur Þór Hauksson héraðssaksóknari. Ólafur Þór Hauksson, héraðssaksóknariHann segir hækkun fasteignaverðs og mikla eftirspurn eftir lóðum og fasteignum auka hættu á brotum af þessu tagi. „Freistnivandinn verður til þegar verðið á þessum gæðum verður svona hátt,“ segir Ólafur. Aðspurður um eftirlit og rannsóknir á mútugreiðslum og hvort það sé ekki erfiðleikum bundið vegna þess að erfitt sé að rekja slíkar greiðslur, segir Ólafur að viðskipti með háar fjárhæðir í reiðufé ættu að vekja athygli í kerfinu. Vinnuhópur á vegum samtaka Evrópuríkja um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka lauk nýverið sinni fjórðu úttekt hér á landi. Í niðurstöðum kemur meðal annars fram að íslensk stjórnvöld hafi takmarkaðan skilning á hættum sem fylgja peningaþvætti og þótt lagaumhverfið sé gott hafi rannsóknum og eftirliti með peningaþvætti ekki verið nægilega vel sinnt. Í fréttatilkynningu um niðurstöður úttektarinnar á vef Stjórnarráðsins er helstu úrbóta stjórnvalda getið, þar á meðal innleiðingar nýs upplýsingatæknikerfis hjá peningaþvættisskrifstofu héraðssaksóknara, sem ætlað er að hraða vinnslu og greiningu tilkynninga og aukið samstarf milli þeirra sem koma að málaflokknum. Ólafur segir að eftirlitið verði markvissara með samstarfi fleiri aðila eins og Fjármálaeftirlits, banka, eftirlitsstofnana með fasteignasölum, bílasölum og öðrum sem höndli með dýra lausafjármuni. „Þessum aðilum er ætlað að tilkynna grunsamleg viðskipti, og viðskipti með háar fjárhæðir í reiðufé falla þar undir,“ segir Ólafur.
Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Af hverju langar Trump í Grænland? Erlent Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Innlent Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Innlent Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Innlent Fleiri fréttir Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt 333 veðurviðvaranir gefnar út á nýliðnu ári Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósiðlegan hátt Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Bein útsending: Útför Egils Þórs Jónssonar Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Efla vöktun við Ljósufjöll vegna jarðhræringa Gagnrýna aðbúnað í hjólhýsabyggðinni á Höfðanum Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Skjálftar við Grjótárvatn og Bárðarbungu Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins „Hann kom víða við og snerti marga“ Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Innri endurskoðun tekur ferlíkið við Álfabakka fyrir Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Sjá meira