Gengu of langt gagnvart Atla Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 22. maí 2018 05:00 Atli Helgason. Lögmannafélag Íslands fór langt út fyrir lagaskyldu sína og þá rannsóknarskyldu sem hvílir á félaginu við mat sitt á hvort Atli Helgason fengi lögmannsréttindi sín að nýju. Þetta er niðurstaða Héraðsdóms Reykjaness sem í síðustu viku ákvað að Atli mætti starfa sem lögmaður, líkt og Fréttablaðið greindi frá. Atli missti réttindi sín þegar hann réð Einari Erni Birgissyni bana árið 2000, og hlaut fyrir það sextán ára fangelsisdóm. Ríkissaksóknari hefur áfrýjað úrskurði héraðsdóms til Landsréttar. Atli lagði fram beiðni um að fá lögmannsréttindi sín endurheimt árið 2016. Hann dró beiðnina til baka í kjölfar fjölmiðlaumfjöllunar og lýsti því yfir að hún hefði endurvakið þjáningar aðstandenda Einars Arnar. Fréttablaðinu er ekki kunnugt um hvers vegna hann ákvað að sækja um réttindin að nýju. Atli fékk uppreist æru árið 2015 en óflekkað mannorð er meðal skilyrða þess að hafa málflutningsréttindi. Annað skilyrði er að lögmenn hafi ekki farið í gjaldþrot, en þeir geta óskað eftir undanþágu frá því skilyrði eftir að hafa haft forræði á búi sínu í þrjú ár samfleytt. Atli fór í gjaldþrot árið 2001 en hefur haft forræði á fjármunum sínum síðastliðin fjórtán ár. Lögmannafélagið hóf frumkvæðisrannsókn á persónulegum högum Atla eftir að hann óskaði eftir undanþágu frá skilyrði um gjaldþrot. Rannsóknin sneri fyrst og fremst að brotum Atla árið 2000, kaupum hans á tveimur fasteignum árið 2016, setu hans í stjórn einkahlutafélagsins Versus og hvort Atla hefði „tekist að setja afbrot sitt í rétt samhengi og læra af því“.Sjá einnig: Lögmenn áminntir vegna Atla Helgasonar Félagið skoðaði fjármál Atla allt að átján ár aftur í tímann, meðal annars með því að kalla eftir öllum skattframtölum hans og gögnum frá skiptastjóra og Þjóðskjalasafni, áður en það synjaði beiðni hans um meðmæli. Atli kærði ákvörðunina til héraðsdóms og sagði að stuðst hefði verið við ólögmæt sjónarmið, meðal annars með því að skoða fjárhagsstöðu hans svo langt aftur í tímann. Í dag væri hann í góðri stöðu fjárhagslega og hefði hvorki smakkað fíkniefni né áfengi í hátt í 20 ár. Dómurinn tók undir að synjunin hefði verið byggð á ómálefnalegum sjónarmiðum, auk þess sem engin lagastoð heimilaði félaginu að rannsaka persónulega hagi fólks. Þannig hafi stjórn Lögmannafélagsins farið langt út fyrir valdsvið sitt. Dómari talar nokkuð tæpitungulaust um rannsókn lögmannafélagsins, en tekur fram að brot Atla hafi verið svívirðilegt. Hins vegar verði að líta til þess að 17 ár séu frá því að Atli hlaut dóminn, hann hafi afplánað sína refsingu og ekki orðið uppvís að refsiverðri háttsemi síðan. Því sé rétt að verða við kröfu hans um endurheimt lögmannsréttinda. Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Tengdar fréttir Atli Helga fær réttindi á ný Héraðsdómur Reykjavíkur hefur tekið til greina kröfu Atla Helgasonar um endurheimt lögmannsréttinda hans. 17. maí 2018 05:00 Lögmenn áminntir vegna Atla Helgasonar Þrír lögmenn Versus lögmannsstofu hafa verið áminntir vegna máls sem Lögmannafélag Íslands (LMFÍ) höfðaði gegn þeim fyrir úrskurðarnefnd lögmanna og varðar eignarhald Atla Helgasonar að stofunni, 31. maí 2017 07:00 Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Af hverju langar Trump í Grænland? Erlent Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Innlent Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Innlent Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Fleiri fréttir Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt 333 veðurviðvaranir gefnar út á nýliðnu ári Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósiðlegan hátt Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Bein útsending: Útför Egils Þórs Jónssonar Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Efla vöktun við Ljósufjöll vegna jarðhræringa Gagnrýna aðbúnað í hjólhýsabyggðinni á Höfðanum Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Skjálftar við Grjótárvatn og Bárðarbungu Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins „Hann kom víða við og snerti marga“ Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Innri endurskoðun tekur ferlíkið við Álfabakka fyrir Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Sjá meira
Lögmannafélag Íslands fór langt út fyrir lagaskyldu sína og þá rannsóknarskyldu sem hvílir á félaginu við mat sitt á hvort Atli Helgason fengi lögmannsréttindi sín að nýju. Þetta er niðurstaða Héraðsdóms Reykjaness sem í síðustu viku ákvað að Atli mætti starfa sem lögmaður, líkt og Fréttablaðið greindi frá. Atli missti réttindi sín þegar hann réð Einari Erni Birgissyni bana árið 2000, og hlaut fyrir það sextán ára fangelsisdóm. Ríkissaksóknari hefur áfrýjað úrskurði héraðsdóms til Landsréttar. Atli lagði fram beiðni um að fá lögmannsréttindi sín endurheimt árið 2016. Hann dró beiðnina til baka í kjölfar fjölmiðlaumfjöllunar og lýsti því yfir að hún hefði endurvakið þjáningar aðstandenda Einars Arnar. Fréttablaðinu er ekki kunnugt um hvers vegna hann ákvað að sækja um réttindin að nýju. Atli fékk uppreist æru árið 2015 en óflekkað mannorð er meðal skilyrða þess að hafa málflutningsréttindi. Annað skilyrði er að lögmenn hafi ekki farið í gjaldþrot, en þeir geta óskað eftir undanþágu frá því skilyrði eftir að hafa haft forræði á búi sínu í þrjú ár samfleytt. Atli fór í gjaldþrot árið 2001 en hefur haft forræði á fjármunum sínum síðastliðin fjórtán ár. Lögmannafélagið hóf frumkvæðisrannsókn á persónulegum högum Atla eftir að hann óskaði eftir undanþágu frá skilyrði um gjaldþrot. Rannsóknin sneri fyrst og fremst að brotum Atla árið 2000, kaupum hans á tveimur fasteignum árið 2016, setu hans í stjórn einkahlutafélagsins Versus og hvort Atla hefði „tekist að setja afbrot sitt í rétt samhengi og læra af því“.Sjá einnig: Lögmenn áminntir vegna Atla Helgasonar Félagið skoðaði fjármál Atla allt að átján ár aftur í tímann, meðal annars með því að kalla eftir öllum skattframtölum hans og gögnum frá skiptastjóra og Þjóðskjalasafni, áður en það synjaði beiðni hans um meðmæli. Atli kærði ákvörðunina til héraðsdóms og sagði að stuðst hefði verið við ólögmæt sjónarmið, meðal annars með því að skoða fjárhagsstöðu hans svo langt aftur í tímann. Í dag væri hann í góðri stöðu fjárhagslega og hefði hvorki smakkað fíkniefni né áfengi í hátt í 20 ár. Dómurinn tók undir að synjunin hefði verið byggð á ómálefnalegum sjónarmiðum, auk þess sem engin lagastoð heimilaði félaginu að rannsaka persónulega hagi fólks. Þannig hafi stjórn Lögmannafélagsins farið langt út fyrir valdsvið sitt. Dómari talar nokkuð tæpitungulaust um rannsókn lögmannafélagsins, en tekur fram að brot Atla hafi verið svívirðilegt. Hins vegar verði að líta til þess að 17 ár séu frá því að Atli hlaut dóminn, hann hafi afplánað sína refsingu og ekki orðið uppvís að refsiverðri háttsemi síðan. Því sé rétt að verða við kröfu hans um endurheimt lögmannsréttinda.
Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Tengdar fréttir Atli Helga fær réttindi á ný Héraðsdómur Reykjavíkur hefur tekið til greina kröfu Atla Helgasonar um endurheimt lögmannsréttinda hans. 17. maí 2018 05:00 Lögmenn áminntir vegna Atla Helgasonar Þrír lögmenn Versus lögmannsstofu hafa verið áminntir vegna máls sem Lögmannafélag Íslands (LMFÍ) höfðaði gegn þeim fyrir úrskurðarnefnd lögmanna og varðar eignarhald Atla Helgasonar að stofunni, 31. maí 2017 07:00 Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Af hverju langar Trump í Grænland? Erlent Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Innlent Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Innlent Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Fleiri fréttir Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt 333 veðurviðvaranir gefnar út á nýliðnu ári Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósiðlegan hátt Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Bein útsending: Útför Egils Þórs Jónssonar Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Efla vöktun við Ljósufjöll vegna jarðhræringa Gagnrýna aðbúnað í hjólhýsabyggðinni á Höfðanum Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Skjálftar við Grjótárvatn og Bárðarbungu Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins „Hann kom víða við og snerti marga“ Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Innri endurskoðun tekur ferlíkið við Álfabakka fyrir Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Sjá meira
Atli Helga fær réttindi á ný Héraðsdómur Reykjavíkur hefur tekið til greina kröfu Atla Helgasonar um endurheimt lögmannsréttinda hans. 17. maí 2018 05:00
Lögmenn áminntir vegna Atla Helgasonar Þrír lögmenn Versus lögmannsstofu hafa verið áminntir vegna máls sem Lögmannafélag Íslands (LMFÍ) höfðaði gegn þeim fyrir úrskurðarnefnd lögmanna og varðar eignarhald Atla Helgasonar að stofunni, 31. maí 2017 07:00