Innlent

Hvar átt þú að kjósa á laugardaginn?

Hulda Hólmkelsdóttir skrifar
Ýmislegt þarf að hafa í huga áður en farið er á kjörstað.
Ýmislegt þarf að hafa í huga áður en farið er á kjörstað. Vísir/Vilhelm
Íslendingar ganga til sveitarstjórnarkosninga næstkomandi laugardag, þann 26. maí. Ýmislegt þarf að hafa í huga áður en farið er á kjörstað. Best er að hafa einhverja hugmynd um hvað maður ætlar að kjósa og einnig er nauðsynlegt að hafa meðferðis gild skilríki.

Þá er líka mikilvægt að vita hvert á að fara til að kjósa og í hvaða kjördeild maður er skráður.

Sjá einnig:Hvað má og hvað má ekki gera á kjörstað

Utankjörfundaratkvæðagreiðsla stendur yfir en á höfuðborgarsvæðinu fer hún fram í Smáralind við hliðina á verslun H&M. Þar er opið alla daga milli 10 og 22. Á kjördag verður opið milli 10 og 17 fyrir kjósendur sem eru á kjörskrá utan höfuðborgarsvæðisins. Nánari upplýsingar um kosningu utan kjörfundar má nálgast hér.

Á kjördag eru kjörstaðir almennt opnir frá klukkan 9 til 22. Kjörstjórnir geta þó ákveðið að byrja síðar og hætta fyrr.

Á kosningavef dómsmálaráðuneytisins er hægt að fletta upp nákvæmlega í hvaða kjördæmi maður er á kjörskrá, hver kjörstaður manns er og í hvaða kjördeild á að kjósa.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×