Innlent

Sátu fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli vegna hvassviðris

Birgir Olgeirsson skrifar
Frá Keflavíkurflugvelli.
Frá Keflavíkurflugvelli. Vísir/Vilhelm
Farþegar Icelandair þurftu að bíða þolinmóðir í farþegavélum flugfélagsins vegna hvassviðris á Keflavíkurflugvelli í dag. Um var að ræða nokkrar vélar frá Icelandair sem var lagt á fjarstæðum flugvallarins og var ætlunin að hleypa farþegum út úr vélunum með stigabílum frá flugþjónustufyrirtækinu IGS.

Það reyndist ekki óhætt vegna hvassviðris á Keflavíkurflugvelli og voru landgöngubrýr á vellinum í notkun.

Þurftu farþegarnir því að bíða í einn til tvo klukkutíma eftir að komast inn í Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Þetta átti sér stað á milli klukkan 15 og 17 í dag en veðrið á Keflavíkurflugvelli gekk niður á sjötta tímanum í dag og er búið að hleypa farþegunum úr vélunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×