Innlent

Meirihlutinn heldur með minnihluta atkvæða

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Gengið verður til sveitarstjórnarkosninga næstkomandi laugardag.
Gengið verður til sveitarstjórnarkosninga næstkomandi laugardag. Vísir/gva
Átta framboðlistar myndu fá menn kjörna í borgarstjórn Reykjavíkur ef marka má nýja könnun sem Félagsvísindastofnun gerði fyrir Morgunblaðið.

Könnunin var gerð dagana 17. til 21. maí og gefur til kynna að núverandi meirihluti í borgarstjórn myndi halda velli - en fengi þó minnihluta atkvæða.

Samkvæmt könnuninni er Samfylking stærsti flokkurinn í Reykjavík og hlyti um 31,8% atkvæða og átta fulltrúa kjörna. Sjálfstæðisflokkurinn kæmi næst á eftir með 26,3% og 7 fulltrúa. Píratar eru þriðji stærsti flokkurinn með 8% atkvæða og hlytu þeir 2 fulltrúa. Vinstri hreyfingin – grænt framboð er með álíka fylgi, 7,4% og fengi einnig 2 fulltrúa kjörna.

Þá mælast Sósíalistaflokkurinn og Framsóknarflokkurinn nú með einn fulltrúa hvor, rétt eins og Viðreisn og Miðflokkurinn.

Ef þetta yrðu niðurstöður kosninganna myndu flokkarnir sem mynda núverandi meirihluta, Samfylking, Píratar og VG fá 12 fulltrúa af 21 í borgarstjórn. Á bak við flokkanna er hins vegar ekki meirihluti kjósenda, en samanlagt fylgi flokkanna þriggja er 47,2%




Fleiri fréttir

Sjá meira


×