MH17: Segja flugskeytið hafa tilheyrt rússneska hernum Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 24. maí 2018 10:22 Flugvélin var skotin niður yfir Úkraínu og er flak hennar afar illa farið eins og sjá má. vísir/getty Flugskeytið sem grandaði malasísku flugvélinni sem var skotin niður yfir Úkraínu sumarið 2014 tilheyrði rússneska hernum. Þetta er niðurstaða alþjóðlegrar rannsóknarnefndar, sem Hollendingar leiða, en samkvæmt nefndinni kom flugskeytið frá 53. herliði Rússlands sem staðsett er í borginni Kursk.Nefndin greindi frá þessum niðurstöðum sínum á blaðamannafundi í morgun. Allir sem um borð voru í Boeing 777-flugvél Malaysian Airlines í flugi MH17 fórust þegar hún var skotin niður yfir Úkraínu. Vélin var á leiðinni frá Amsterdam til Kuala Lumpur. BUK-flugskeyti var notað til að skjóta vélina niður frá yfirráðasvæði aðskilnaðarsinna, sem studdir eru af Rússum, í Úkraínu. Rússar hafa neitað að vopn frá þeim hafi verið notuð til að skjóa vélina niður.„Öll farartækin í fylgdinni sem flutti flugskeytið voru frá rússneska henrum,“ sagði Wilbert Paulissen, hollenskur nefndarmaður. Hann sagði rannsakendur hafa rakið fylgdina til 53. herdeildar rússneska hersins. Flugvélin var skotin niður þegar átökin á milli úkraínska hersins og aðskilnaðarsinna, hliðhollir Rússlandi, stóðu sem hæst. Í október 2015 greindi hollensk rannsóknarnefnd frá því að BUK-flugskeyti, framleitt í Rússlandi, hefði skotið vélina niður. Í september ári síðar komst alþjóðlega rannsóknarnefndin að sömu niðurstöðu í frumrannsókn sinni. Dmitry Peskov, talsmaður rússneskra yfirvalda, sagði við BBC inntur eftir viðbrögðum við niðurstöðu rannsóknarnefndarinnar nú að Rússar gætu ekki samþykkt þetta sem sannleikann í málinu. „Ég þori að veðja að þú hefur ekki séð nein sönnunargögn,“ sagði hann. MH17 Tengdar fréttir Eldflaug af rússneskri gerð grandaði MH17 Bæði rússneski herinn og sá úkraínski notast við hina svokölluðu BUK-eldflaug sem grandaði MH17 í júlí 2014 13. október 2015 12:00 MH17: Röktu slóð Buk-kerfisins til Rússlands Rannsakendur eru sannfærðir um að MH17 hafi verið skotin niður af aðskilnaðarsinnum í Úkraínu með rússnesku flugskeyti. 28. september 2016 12:00 Flugmaðurinn sem Rússar kenndu um hrap MH17 framdi sjálfsmorð 29 ára gamall úkraínskur flugmaður sem rússneskir embættismenn kenndu um að flugvél Malaysian Airlines var skotin niður yfir Úkraínu árið 2014 hefur framið sjálfsmorð. 19. mars 2018 13:13 Mest lesið „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Erlent Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Innlent Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Innlent Kennarar samþykkja kjarasamning Innlent Fleiri fréttir Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október Sjá meira
Flugskeytið sem grandaði malasísku flugvélinni sem var skotin niður yfir Úkraínu sumarið 2014 tilheyrði rússneska hernum. Þetta er niðurstaða alþjóðlegrar rannsóknarnefndar, sem Hollendingar leiða, en samkvæmt nefndinni kom flugskeytið frá 53. herliði Rússlands sem staðsett er í borginni Kursk.Nefndin greindi frá þessum niðurstöðum sínum á blaðamannafundi í morgun. Allir sem um borð voru í Boeing 777-flugvél Malaysian Airlines í flugi MH17 fórust þegar hún var skotin niður yfir Úkraínu. Vélin var á leiðinni frá Amsterdam til Kuala Lumpur. BUK-flugskeyti var notað til að skjóta vélina niður frá yfirráðasvæði aðskilnaðarsinna, sem studdir eru af Rússum, í Úkraínu. Rússar hafa neitað að vopn frá þeim hafi verið notuð til að skjóa vélina niður.„Öll farartækin í fylgdinni sem flutti flugskeytið voru frá rússneska henrum,“ sagði Wilbert Paulissen, hollenskur nefndarmaður. Hann sagði rannsakendur hafa rakið fylgdina til 53. herdeildar rússneska hersins. Flugvélin var skotin niður þegar átökin á milli úkraínska hersins og aðskilnaðarsinna, hliðhollir Rússlandi, stóðu sem hæst. Í október 2015 greindi hollensk rannsóknarnefnd frá því að BUK-flugskeyti, framleitt í Rússlandi, hefði skotið vélina niður. Í september ári síðar komst alþjóðlega rannsóknarnefndin að sömu niðurstöðu í frumrannsókn sinni. Dmitry Peskov, talsmaður rússneskra yfirvalda, sagði við BBC inntur eftir viðbrögðum við niðurstöðu rannsóknarnefndarinnar nú að Rússar gætu ekki samþykkt þetta sem sannleikann í málinu. „Ég þori að veðja að þú hefur ekki séð nein sönnunargögn,“ sagði hann.
MH17 Tengdar fréttir Eldflaug af rússneskri gerð grandaði MH17 Bæði rússneski herinn og sá úkraínski notast við hina svokölluðu BUK-eldflaug sem grandaði MH17 í júlí 2014 13. október 2015 12:00 MH17: Röktu slóð Buk-kerfisins til Rússlands Rannsakendur eru sannfærðir um að MH17 hafi verið skotin niður af aðskilnaðarsinnum í Úkraínu með rússnesku flugskeyti. 28. september 2016 12:00 Flugmaðurinn sem Rússar kenndu um hrap MH17 framdi sjálfsmorð 29 ára gamall úkraínskur flugmaður sem rússneskir embættismenn kenndu um að flugvél Malaysian Airlines var skotin niður yfir Úkraínu árið 2014 hefur framið sjálfsmorð. 19. mars 2018 13:13 Mest lesið „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Erlent Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Innlent Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Innlent Kennarar samþykkja kjarasamning Innlent Fleiri fréttir Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október Sjá meira
Eldflaug af rússneskri gerð grandaði MH17 Bæði rússneski herinn og sá úkraínski notast við hina svokölluðu BUK-eldflaug sem grandaði MH17 í júlí 2014 13. október 2015 12:00
MH17: Röktu slóð Buk-kerfisins til Rússlands Rannsakendur eru sannfærðir um að MH17 hafi verið skotin niður af aðskilnaðarsinnum í Úkraínu með rússnesku flugskeyti. 28. september 2016 12:00
Flugmaðurinn sem Rússar kenndu um hrap MH17 framdi sjálfsmorð 29 ára gamall úkraínskur flugmaður sem rússneskir embættismenn kenndu um að flugvél Malaysian Airlines var skotin niður yfir Úkraínu árið 2014 hefur framið sjálfsmorð. 19. mars 2018 13:13