Hrafn Jökulsson fær að hafa lögheimili sitt í Árneshreppi Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 24. maí 2018 11:16 Hrafn Jökulsson er ánægður með að lögheimilisskráning hans í Árneshrepp standi. vísir/ernir Þjóðskrá hefur orðið við þeirri kröfu Hrafns Jökulssonar að lögheimilisflutningur hans í Kaupfélagshúsið í Árneshreppi í lok apríl síðastliðnum standi. Áður hafði Þjóðskrá fellt lögheimilisskráningu Hrafns úr gildi en eins og fjallað hefur verið um ákvað stofnunin að taka lögheimilisflutninga átján einstaklinga í Árneshrepp til skoðunar á dögunum. Á föstudag voru tólf lögheimilisskráningar felldar úr gildi, þar á meðal lögheimilisskráning Hrafns. Í fyrradag var sú þréttánda felld úr gildi, ein var samþykkt og einn dró skráninguna til baka. Í gær var svo ein skráning felld úr gildi. Hreppsnefnd Árneshrepps felldi svo tólf einstaklinga út af kjörskrá í hreppnum í fyrradag í samræmi við ákvörðun Þjóðskrá um að fella lögheimiliskráningarnar úr gildi. Hrafn segist í samtali við Vísi óskaplega glaður með að málinu sé lokið. Hann segist ekki vita betur en að hreppsnefndin fundi í kvöld og fari yfir kjörskrána á ný. Kveðst hann ekki eiga von á öðru en að honum verði bætt aftur inn á hana. „Mér var að berast frá Þjóðskrá Íslands tilkynning um það að þeir hefðu orðið við minni réttmætu kröfu um að lögheimilisflutningur minn standi. Ég er óskaplega glaður yfir því að þessu máli skuli vera lokið og óendanlega þakklátur öllum þeim sem hafa lagt mér lið í þessari mannréttindabaráttu,“ segir Hrafn. Spurður út í hvað hann þurfti að gera til að fá skráningunni breytt til baka segir hann: „Ég hef átt í góðum samskiptum við hið ágæta starfsfólk Þjóðskrár. Þeim hafa borist hin ýmsu gögn bæði frá mér og öðrum máli mínu til staðfestingar og ég vissi alltaf að réttlætið myndi sigra að lokum. Það er mikill léttir að geta farið að hugsa um eitthvað annað.“ Hrafn segist feginn hversu hratt og vel málið gekk fyrir sig. „Og ég er ákaflega ánægður hve Þjóðskrá hefur unnið faglega að mínu máli.“Hér fyrir neðan má sjá færslu Hrafns á Facebook frá því fyrr í vikunni um málið. Kosningar 2018 Tengdar fréttir Vefja náttsloppunum fastar utan um sig þegar við mætum með skóflurnar Árneshreppur á Ströndum er búinn að stela sviðsljósinu fyrir þessar kosningar. Bóndinn í Steinstúni vandar lögheimilisflytjendum ekki kveðjurnar. 23. maí 2018 22:15 Felldu tólf út af kjörskrá Árneshrepps Meirihluti nefndarinnar ákvað þetta á fundi í kvöld þar sem mótmæli voru viðhöfð af áhorfendum. 22. maí 2018 22:34 Þjóðskrá hefur afgreitt 15 af 18 lögheimilisskráningum í Árneshrepp Þjóðská felldi niður eina lögheimilsskráningu í Árneshrepp í dag. 23. maí 2018 16:56 Mest lesið Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Innlent Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Erlent Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Erlent Hjörtur Torfason er látinn Innlent Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Erlent Fleiri fréttir Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagræðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolinn bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Sjá meira
Þjóðskrá hefur orðið við þeirri kröfu Hrafns Jökulssonar að lögheimilisflutningur hans í Kaupfélagshúsið í Árneshreppi í lok apríl síðastliðnum standi. Áður hafði Þjóðskrá fellt lögheimilisskráningu Hrafns úr gildi en eins og fjallað hefur verið um ákvað stofnunin að taka lögheimilisflutninga átján einstaklinga í Árneshrepp til skoðunar á dögunum. Á föstudag voru tólf lögheimilisskráningar felldar úr gildi, þar á meðal lögheimilisskráning Hrafns. Í fyrradag var sú þréttánda felld úr gildi, ein var samþykkt og einn dró skráninguna til baka. Í gær var svo ein skráning felld úr gildi. Hreppsnefnd Árneshrepps felldi svo tólf einstaklinga út af kjörskrá í hreppnum í fyrradag í samræmi við ákvörðun Þjóðskrá um að fella lögheimiliskráningarnar úr gildi. Hrafn segist í samtali við Vísi óskaplega glaður með að málinu sé lokið. Hann segist ekki vita betur en að hreppsnefndin fundi í kvöld og fari yfir kjörskrána á ný. Kveðst hann ekki eiga von á öðru en að honum verði bætt aftur inn á hana. „Mér var að berast frá Þjóðskrá Íslands tilkynning um það að þeir hefðu orðið við minni réttmætu kröfu um að lögheimilisflutningur minn standi. Ég er óskaplega glaður yfir því að þessu máli skuli vera lokið og óendanlega þakklátur öllum þeim sem hafa lagt mér lið í þessari mannréttindabaráttu,“ segir Hrafn. Spurður út í hvað hann þurfti að gera til að fá skráningunni breytt til baka segir hann: „Ég hef átt í góðum samskiptum við hið ágæta starfsfólk Þjóðskrár. Þeim hafa borist hin ýmsu gögn bæði frá mér og öðrum máli mínu til staðfestingar og ég vissi alltaf að réttlætið myndi sigra að lokum. Það er mikill léttir að geta farið að hugsa um eitthvað annað.“ Hrafn segist feginn hversu hratt og vel málið gekk fyrir sig. „Og ég er ákaflega ánægður hve Þjóðskrá hefur unnið faglega að mínu máli.“Hér fyrir neðan má sjá færslu Hrafns á Facebook frá því fyrr í vikunni um málið.
Kosningar 2018 Tengdar fréttir Vefja náttsloppunum fastar utan um sig þegar við mætum með skóflurnar Árneshreppur á Ströndum er búinn að stela sviðsljósinu fyrir þessar kosningar. Bóndinn í Steinstúni vandar lögheimilisflytjendum ekki kveðjurnar. 23. maí 2018 22:15 Felldu tólf út af kjörskrá Árneshrepps Meirihluti nefndarinnar ákvað þetta á fundi í kvöld þar sem mótmæli voru viðhöfð af áhorfendum. 22. maí 2018 22:34 Þjóðskrá hefur afgreitt 15 af 18 lögheimilisskráningum í Árneshrepp Þjóðská felldi niður eina lögheimilsskráningu í Árneshrepp í dag. 23. maí 2018 16:56 Mest lesið Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Innlent Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Erlent Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Erlent Hjörtur Torfason er látinn Innlent Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Erlent Fleiri fréttir Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagræðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolinn bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Sjá meira
Vefja náttsloppunum fastar utan um sig þegar við mætum með skóflurnar Árneshreppur á Ströndum er búinn að stela sviðsljósinu fyrir þessar kosningar. Bóndinn í Steinstúni vandar lögheimilisflytjendum ekki kveðjurnar. 23. maí 2018 22:15
Felldu tólf út af kjörskrá Árneshrepps Meirihluti nefndarinnar ákvað þetta á fundi í kvöld þar sem mótmæli voru viðhöfð af áhorfendum. 22. maí 2018 22:34
Þjóðskrá hefur afgreitt 15 af 18 lögheimilisskráningum í Árneshrepp Þjóðská felldi niður eina lögheimilsskráningu í Árneshrepp í dag. 23. maí 2018 16:56