Sjálfstæðismenn hlupu á sig þegar þeir sátu fyrir í landsliðsgallanum Jakob Bjarnar skrifar 24. maí 2018 12:32 Ungir Sjálfstæðismenn á Akureyri hlupu á sig þegar þeir létu mynda sig í íslenska landsliðsbúningnum. Vísir Ungir Sjálfstæðismenn á Akureyri voru full borubrattir þegar þeir létu mynda sig í landsliðsbúningnum á dögunum og birtu. Ýmsum þótti þetta skjóta skökku við og bárust KSÍ ábendingar úr ýmsum áttum um að þarna hlytu hinir ungu pólitísku Akureyringar komnir yfir strikið.Freisting að vilja tengja sig við liðið þegar vel gengur Darri Johanssen hjá Pipar\TBWA segir þetta rétt, en KSÍ og Pipar auglýsingastofa gerðu með sér samstarfssamning um sérstaka vörumerkjavöktun. „Það er alltaf ákveðin freisting hjá auglýsendum að tengja sig liðinu í markaðsefni, ekki síst þegar vel gengur – og það er eðlilegt. Öll þjóðin fylgist með og allir vilja veg liðsins sem mestan. En um þetta gilda hinsvegar mjög strangar reglur. Merki KSÍ og landsliðsbúningurinn eru skrásett vörumerki og öll notkun myndefnis sem sýnir merkið, búninginn eða leikmenn íklædda honum er með öllu óheimil, nema samstarfsaðilum KSÍ,“ sagði Ómar Smárason, markaðsstjóri hjá KSÍ, þegar sá samningur var kynntur.Tóku myndina úr birtingu umsvifalaust Darri segir að þegar hinum ungu Sjálfstæðismönnum hafi borist ábending um að þeir væru líkast til innan landhelgi með þetta uppátæki sitt hafi þeir haft samband við KSÍ af fyrra bragði. Þá til að kynna sér stöðu sína. „KSÍ tjáði þeim þá að það gæti ekki heimilað þessa tilteknu notkun á búningnum. Þau brugðust hratt og vel við og tóku myndina úr birtingu um leið, fannst þetta afar leiðinlegt, báðust velvirðingar á því og þannig lauk málinu. Engir eftirmálar.“ Darri segir segir eðlilegt að fólk almennt viti ekki hvar línurnar í þessu liggja og um að gera sé að hafa samband við Pipar\TBWA eða KSÍ til að ganga úr skugga um það ef vafi leiki á um. Ekki megi nota búningana í markaðslegum tilgangi en einstaklingum er hins vegar eftir sem áður heimilt að birta myndir af sér í búningunum: Áfram Ísland! Kosningar 2018 Mest lesið Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Ekki lægri meðalhiti frá árinu 1997 Veður Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent Fleiri fréttir Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Sjá meira
Ungir Sjálfstæðismenn á Akureyri voru full borubrattir þegar þeir létu mynda sig í landsliðsbúningnum á dögunum og birtu. Ýmsum þótti þetta skjóta skökku við og bárust KSÍ ábendingar úr ýmsum áttum um að þarna hlytu hinir ungu pólitísku Akureyringar komnir yfir strikið.Freisting að vilja tengja sig við liðið þegar vel gengur Darri Johanssen hjá Pipar\TBWA segir þetta rétt, en KSÍ og Pipar auglýsingastofa gerðu með sér samstarfssamning um sérstaka vörumerkjavöktun. „Það er alltaf ákveðin freisting hjá auglýsendum að tengja sig liðinu í markaðsefni, ekki síst þegar vel gengur – og það er eðlilegt. Öll þjóðin fylgist með og allir vilja veg liðsins sem mestan. En um þetta gilda hinsvegar mjög strangar reglur. Merki KSÍ og landsliðsbúningurinn eru skrásett vörumerki og öll notkun myndefnis sem sýnir merkið, búninginn eða leikmenn íklædda honum er með öllu óheimil, nema samstarfsaðilum KSÍ,“ sagði Ómar Smárason, markaðsstjóri hjá KSÍ, þegar sá samningur var kynntur.Tóku myndina úr birtingu umsvifalaust Darri segir að þegar hinum ungu Sjálfstæðismönnum hafi borist ábending um að þeir væru líkast til innan landhelgi með þetta uppátæki sitt hafi þeir haft samband við KSÍ af fyrra bragði. Þá til að kynna sér stöðu sína. „KSÍ tjáði þeim þá að það gæti ekki heimilað þessa tilteknu notkun á búningnum. Þau brugðust hratt og vel við og tóku myndina úr birtingu um leið, fannst þetta afar leiðinlegt, báðust velvirðingar á því og þannig lauk málinu. Engir eftirmálar.“ Darri segir segir eðlilegt að fólk almennt viti ekki hvar línurnar í þessu liggja og um að gera sé að hafa samband við Pipar\TBWA eða KSÍ til að ganga úr skugga um það ef vafi leiki á um. Ekki megi nota búningana í markaðslegum tilgangi en einstaklingum er hins vegar eftir sem áður heimilt að birta myndir af sér í búningunum: Áfram Ísland!
Kosningar 2018 Mest lesið Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Ekki lægri meðalhiti frá árinu 1997 Veður Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent Fleiri fréttir Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Sjá meira