Segja Facebook stunda persónunjósnir Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 25. maí 2018 06:00 Mark Zuckerberg stendur í ströngu þessa dagana vegna bresta í meðferð persónulegra upplýsinga notenda Facebook-miðilsins. Vísir/Getty Mark Zuckerberg, stofnandi og forstjóri Facebook, er sakaður um að hafa þróað aðgerðaáætlun fyrir Facebook sem miðaði að því að nýta sér mikið magn persónulegra upplýsinga notenda til þess að fyrirtæki hans gæti grætt milljarða og gert út af við keppinauta. Fyrrverandi sprotafyrirtækið Six4Three ber upp þessar ásakanir en The Guardian greindi frá málinu, sem hefur staðið yfir í rúm tvö ár, í gær. Málið var upphaflega höfðað í lok 2015 þegar Facebook lokaði á aðgengi notenda að gögnum vina sinna á samfélagsmiðlinum. Hafði Six4Three þá varið um 25 milljónum króna í að þróa hið afar umdeilda app Pikinis. Appið var hægt að nota til þess að finna myndir af vinum notandans á Facebook þar sem umræddir vinir voru í sundfötum einum klæða. Umfang málsins hefur hins vegar vaxið mikið á undanförnum vikum. Í síðustu viku fékk dómari í San Mateo afhenta tölvupósta og skilaboð sem gengu á milli toppa Facebook, meðal annars Zuckerbergs sjálfs, þar sem rætt var um að „vopnvæða“ persónuupplýsingar. Guardian greindi svo einnig frá því í gær að Facebook sé sakað um að hafa notað miðla sína og forrit til þess að safna upplýsingum um bæði notendur samfélagsmiðlanna og vini þeirra, jafnvel þá sem ekki höfðu skráð sig á Facebook eða tengda miðla. Er Facebook gefið að sök að hafa lesið sms-skilaboð, fylgst með staðsetningu notenda og skoðað myndir á snjallsímum notenda sem ekki hafði verið hlaðið upp á miðilinn. Birtist í Fréttablaðinu Facebook Tengdar fréttir Zuckerberg biðst afsökunar Mark Zuckerberg, stofnandi og forstjóri Facebook, kom fyrir Evrópuþingið í Brussel í dag. 22. maí 2018 18:56 Evrópuþingmenn ósáttir við skipulag fundar með Zuckerberg Margir Evrópuþingmenn eru mjög óánægðir með skipulag fundar með Mark Zuckerberg, forstjóra Facebook, sem fór fram í Brussel í gær. 23. maí 2018 08:35 Segist þrátt fyrir allt vera rétti maðurinn til að leiða Facebook Hvorki hafi dregið úr notkun Facebook né hafi auglýsingasala dregist saman frá því hneykslið kom upp. 4. apríl 2018 23:05 Mest lesið Skapa íslenska sundstemningu í New York Viðskipti erlent Vikan sem vex og vex: „Magatilfinningin er jafnvel mikilvægust“ Atvinnulíf Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Viðskipti innlent Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Viðskipti innlent Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Viðskipti innlent Varar við framtíðarreikningum í nafni barnsins Neytendur Apple skoðar að stýra snjalltækjum með hugsunum Viðskipti erlent Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Viðskipti innlent Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Viðskipti innlent Dregur úr tapi og notendum fjölgar um 66 prósent Viðskipti innlent Fleiri fréttir Skapa íslenska sundstemningu í New York Apple skoðar að stýra snjalltækjum með hugsunum Ofurtollarnir lækkaðir tímabundið Ríkið eignast hlut í Norwegian Hækkanir á Asíumörkuðum Ræða við „hrokafulla“ Kana vegna áhyggja af tollum Trumps Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Bretar fyrstir til að semja við Trump Hyggja á opnun nýs Disney-skemmtigarðs í Abú Dabí Hætta við að reka OpenAI í hagnaðarskyni Buffett hættir sem forstjóri við lok árs Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa Sekta TikTok um tæpa áttatíu milljarða Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Kemur til móts við bílaframleiðendur vegna tolla Amazon í samkeppni við SpaceX í geimnum Kalifornía fjórða öflugasta efnahagsríki heims Gefur eftir í tollastríði við Kína ESB sektar Apple og Meta um rúma hundrað milljarða Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Spá minni hagvexti um nær allan heim vegna tolla Bandaríkjastjórnar Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Hlutabréfaverð í Asíu hækkar Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Sjá meira
Mark Zuckerberg, stofnandi og forstjóri Facebook, er sakaður um að hafa þróað aðgerðaáætlun fyrir Facebook sem miðaði að því að nýta sér mikið magn persónulegra upplýsinga notenda til þess að fyrirtæki hans gæti grætt milljarða og gert út af við keppinauta. Fyrrverandi sprotafyrirtækið Six4Three ber upp þessar ásakanir en The Guardian greindi frá málinu, sem hefur staðið yfir í rúm tvö ár, í gær. Málið var upphaflega höfðað í lok 2015 þegar Facebook lokaði á aðgengi notenda að gögnum vina sinna á samfélagsmiðlinum. Hafði Six4Three þá varið um 25 milljónum króna í að þróa hið afar umdeilda app Pikinis. Appið var hægt að nota til þess að finna myndir af vinum notandans á Facebook þar sem umræddir vinir voru í sundfötum einum klæða. Umfang málsins hefur hins vegar vaxið mikið á undanförnum vikum. Í síðustu viku fékk dómari í San Mateo afhenta tölvupósta og skilaboð sem gengu á milli toppa Facebook, meðal annars Zuckerbergs sjálfs, þar sem rætt var um að „vopnvæða“ persónuupplýsingar. Guardian greindi svo einnig frá því í gær að Facebook sé sakað um að hafa notað miðla sína og forrit til þess að safna upplýsingum um bæði notendur samfélagsmiðlanna og vini þeirra, jafnvel þá sem ekki höfðu skráð sig á Facebook eða tengda miðla. Er Facebook gefið að sök að hafa lesið sms-skilaboð, fylgst með staðsetningu notenda og skoðað myndir á snjallsímum notenda sem ekki hafði verið hlaðið upp á miðilinn.
Birtist í Fréttablaðinu Facebook Tengdar fréttir Zuckerberg biðst afsökunar Mark Zuckerberg, stofnandi og forstjóri Facebook, kom fyrir Evrópuþingið í Brussel í dag. 22. maí 2018 18:56 Evrópuþingmenn ósáttir við skipulag fundar með Zuckerberg Margir Evrópuþingmenn eru mjög óánægðir með skipulag fundar með Mark Zuckerberg, forstjóra Facebook, sem fór fram í Brussel í gær. 23. maí 2018 08:35 Segist þrátt fyrir allt vera rétti maðurinn til að leiða Facebook Hvorki hafi dregið úr notkun Facebook né hafi auglýsingasala dregist saman frá því hneykslið kom upp. 4. apríl 2018 23:05 Mest lesið Skapa íslenska sundstemningu í New York Viðskipti erlent Vikan sem vex og vex: „Magatilfinningin er jafnvel mikilvægust“ Atvinnulíf Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Viðskipti innlent Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Viðskipti innlent Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Viðskipti innlent Varar við framtíðarreikningum í nafni barnsins Neytendur Apple skoðar að stýra snjalltækjum með hugsunum Viðskipti erlent Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Viðskipti innlent Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Viðskipti innlent Dregur úr tapi og notendum fjölgar um 66 prósent Viðskipti innlent Fleiri fréttir Skapa íslenska sundstemningu í New York Apple skoðar að stýra snjalltækjum með hugsunum Ofurtollarnir lækkaðir tímabundið Ríkið eignast hlut í Norwegian Hækkanir á Asíumörkuðum Ræða við „hrokafulla“ Kana vegna áhyggja af tollum Trumps Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Bretar fyrstir til að semja við Trump Hyggja á opnun nýs Disney-skemmtigarðs í Abú Dabí Hætta við að reka OpenAI í hagnaðarskyni Buffett hættir sem forstjóri við lok árs Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa Sekta TikTok um tæpa áttatíu milljarða Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Kemur til móts við bílaframleiðendur vegna tolla Amazon í samkeppni við SpaceX í geimnum Kalifornía fjórða öflugasta efnahagsríki heims Gefur eftir í tollastríði við Kína ESB sektar Apple og Meta um rúma hundrað milljarða Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Spá minni hagvexti um nær allan heim vegna tolla Bandaríkjastjórnar Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Hlutabréfaverð í Asíu hækkar Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Sjá meira
Zuckerberg biðst afsökunar Mark Zuckerberg, stofnandi og forstjóri Facebook, kom fyrir Evrópuþingið í Brussel í dag. 22. maí 2018 18:56
Evrópuþingmenn ósáttir við skipulag fundar með Zuckerberg Margir Evrópuþingmenn eru mjög óánægðir með skipulag fundar með Mark Zuckerberg, forstjóra Facebook, sem fór fram í Brussel í gær. 23. maí 2018 08:35
Segist þrátt fyrir allt vera rétti maðurinn til að leiða Facebook Hvorki hafi dregið úr notkun Facebook né hafi auglýsingasala dregist saman frá því hneykslið kom upp. 4. apríl 2018 23:05