Átján börn hafa fengið að gifta sig á Íslandi síðan 1998 Kristín Ólafsdóttir skrifar 25. maí 2018 12:05 Sigríður Andersen dómsmálaráðherra hefur þegar sett af stað endurskoðun á umræddu undanþáguákvæði hjúskaparlaga. vísir/hanna Átján börn, sautján stúlkur og einn drengur, hafa fengið undanþágu frá dómsmálaráðuneytinu til að ganga í hjónaband frá árinu 1998. Flest voru þau 17 ára þegar undanþágan fékkst og þá var síðasta undanþága veitt árið 2016. Þetta kemur fram í svari Sigríðar Á. Andersen dómsmálaráðherra við fyrirspurn þingmanns Vinstri grænna, Andrésar Inga Jónssonar, um barnahjónabönd. Í svarinu kemur fram að samkvæmt lögum megi tveir einstaklingar stofna til hjúskapar þegar þeir hafa náð 18 ára aldri. Þó getur ráðuneytið veitt yngra fólki leyfi til að ganga í hjúskap, með leyfi forsjárforeldra. Þá er ekki tilgreindur lágmarksaldur til þessa leyfis en þó kemur fram í athugasemd í greinargerð frumvarpsins að naumast yrði yngra fólki en 16 ára veitt hjúskaparleyfi.Fjórar umsóknir samþykktar síðustu fimm ár Frá árinu 1998 hafa átján umsóknir um undanþágu til hjónabands borist og voru þær allar samþykktar. Enginn yngri en 16 ára hefur sótt um undanþágu og þá voru einstaklingarnir 17 ára á þeim degi þegar leyfi til hjúskapar var veitt, utan tveggja sem voru 16 ára. Í svari ráðherra er auk þess að finna sundurliðun eftir árum, aldri og kyni þess hjónaefnis sem undanþágan er veitt. Þar kemur fram að flestar umsóknir um hjúskap voru samþykktar á árunum 1998-2008, eða 14 umsóknir, og þar af voru þrjár samþykktar árið 2008. Hinar fjórar umsóknirnar voru samþykktar á árunum 2013-2016, ein á hverju ári. Þessar nýjustu umsóknir voru allar frá kvenkyns umsækjendum, þrjár voru 17 ára og ein 16 ára. Þá hefur ein umsókn borist frá karlkyns umsækjanda en hún var samþykkt árið 2007.Samantekt á umsóknum um undanþágu til hjúskapar frá árinu 1998-2018.Skjáskot/AlþingiAndrés Ingi innti ráðherra einnig eftir því hvernig hann telji umrætt undanþáguatkvæði samræmast alþjóðlegum skuldbindingum Íslands í baráttunni gegn barnahjónaböndum. Í svari ráðherra segir að því hafi verið haldið fram að barnahjónabönd brjóti á réttindum barna samkvæmt barnasáttmálanum, m.a. á rétti til heilsu, menntunar, verndar gegn ofbeldi og kynferðislegri misnotkun. „Við síðustu úttekt á framkvæmd barnasáttmálans hér á landi árið 2011 var hins vegar ekki gerð athugasemd við umrædda undanþáguheimild í íslenskri löggjöf sem samkvæmt framansögðu hefur einungis tekið til tilvika þar sem hjónaefni er eldri en 16 ára,“ segir í svari ráðherra. Að því sögðu hefur dómsmálaráðherra þó þegar sett af stað endurskoðun á umræddu undanþáguákvæði hjúskaparlaga ásamt því að kanna hvort bæta eigi við ákvæði í hjúskaparlögum sem fjallar um hjónavígslur einstaklinga yngri en 18 ára sem framkvæmdar eru erlendis. Alþingi Mest lesið Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Fellaskóli vann Skrekk Innlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Innlent Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Erlent Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Innlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Fleiri fréttir Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Fellaskóli vann Skrekk Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Sjá meira
Átján börn, sautján stúlkur og einn drengur, hafa fengið undanþágu frá dómsmálaráðuneytinu til að ganga í hjónaband frá árinu 1998. Flest voru þau 17 ára þegar undanþágan fékkst og þá var síðasta undanþága veitt árið 2016. Þetta kemur fram í svari Sigríðar Á. Andersen dómsmálaráðherra við fyrirspurn þingmanns Vinstri grænna, Andrésar Inga Jónssonar, um barnahjónabönd. Í svarinu kemur fram að samkvæmt lögum megi tveir einstaklingar stofna til hjúskapar þegar þeir hafa náð 18 ára aldri. Þó getur ráðuneytið veitt yngra fólki leyfi til að ganga í hjúskap, með leyfi forsjárforeldra. Þá er ekki tilgreindur lágmarksaldur til þessa leyfis en þó kemur fram í athugasemd í greinargerð frumvarpsins að naumast yrði yngra fólki en 16 ára veitt hjúskaparleyfi.Fjórar umsóknir samþykktar síðustu fimm ár Frá árinu 1998 hafa átján umsóknir um undanþágu til hjónabands borist og voru þær allar samþykktar. Enginn yngri en 16 ára hefur sótt um undanþágu og þá voru einstaklingarnir 17 ára á þeim degi þegar leyfi til hjúskapar var veitt, utan tveggja sem voru 16 ára. Í svari ráðherra er auk þess að finna sundurliðun eftir árum, aldri og kyni þess hjónaefnis sem undanþágan er veitt. Þar kemur fram að flestar umsóknir um hjúskap voru samþykktar á árunum 1998-2008, eða 14 umsóknir, og þar af voru þrjár samþykktar árið 2008. Hinar fjórar umsóknirnar voru samþykktar á árunum 2013-2016, ein á hverju ári. Þessar nýjustu umsóknir voru allar frá kvenkyns umsækjendum, þrjár voru 17 ára og ein 16 ára. Þá hefur ein umsókn borist frá karlkyns umsækjanda en hún var samþykkt árið 2007.Samantekt á umsóknum um undanþágu til hjúskapar frá árinu 1998-2018.Skjáskot/AlþingiAndrés Ingi innti ráðherra einnig eftir því hvernig hann telji umrætt undanþáguatkvæði samræmast alþjóðlegum skuldbindingum Íslands í baráttunni gegn barnahjónaböndum. Í svari ráðherra segir að því hafi verið haldið fram að barnahjónabönd brjóti á réttindum barna samkvæmt barnasáttmálanum, m.a. á rétti til heilsu, menntunar, verndar gegn ofbeldi og kynferðislegri misnotkun. „Við síðustu úttekt á framkvæmd barnasáttmálans hér á landi árið 2011 var hins vegar ekki gerð athugasemd við umrædda undanþáguheimild í íslenskri löggjöf sem samkvæmt framansögðu hefur einungis tekið til tilvika þar sem hjónaefni er eldri en 16 ára,“ segir í svari ráðherra. Að því sögðu hefur dómsmálaráðherra þó þegar sett af stað endurskoðun á umræddu undanþáguákvæði hjúskaparlaga ásamt því að kanna hvort bæta eigi við ákvæði í hjúskaparlögum sem fjallar um hjónavígslur einstaklinga yngri en 18 ára sem framkvæmdar eru erlendis.
Alþingi Mest lesið Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Fellaskóli vann Skrekk Innlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Innlent Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Erlent Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Innlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Fleiri fréttir Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Fellaskóli vann Skrekk Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Sjá meira