Gríðarleg spenna í Eyjum að mati Elliða: Við erum að fara inn í „overtime“ núna Bjarki Ármannsson skrifar 26. maí 2018 22:37 Elliði hefur verið bæjarstjóri í Vestmannaeyjum frá árinu 2006. Vísir/Eyþór Elliði Vignisson, bæjarstjóri Vestmannaeyjabæjar, segir það gaman að fylgjast með úrslitum kosninganna. Fyrir Heimaey, klofningsframboð úr Sjálfstæðisflokki Elliða, virðist hafa tekið mikið fylgi af Sjálfstæðismönnum miðað við fyrstu tölur. Samkvæmt þeim næði Elliði ekki kjöri, en hann skipar fimmta sæti listans. Þar mælist Sjálfstæðisflokkurinn með 45,6 prósenta fylgi og fjóra bæjarfulltrúa, Fyrir Heimaey með 33,8 prósent og tvo fulltrúa og Eyjalistinn með 20,6 prósent og einn bæjarfulltrúa. „Spennan er gríðarlega mikil núna og gaman að fylgjast með,“ sagði Elliði í beinni útsendingu á RÚV fyrir stuttu og greip til líkingamáls úr heimi íþróttanna. „Við erum að fara inn í „overtime“ og kannski svona fjórar mínútur eftir á klukkunni.“ Sjálfstæðisflokkurinn vann stórsigur í Vestmannaeyjum í síðustu sveitastjórnarkosningum undir stjórn Elliða, hlaut rúmlega 73 prósent atkvæða og fimm fulltrúa í bæjarstjórn á móti tveimur fulltrúum Eyjalistans. Elliði segir það áhugavert að sjá að samanlagt fylgi Sjálfstæðismanna og H-listans sé mjög svipað og Sjálfstæðisflokkurinn hlaut þá. Elliði hefur verið bæjarstjóri frá árinu 2006. Aðspurður hvort bæjarstjórastóllinn hangi ekki á bláþræði, sagði hann það vissulega vera svo. „En þetta er auðvitað mikið stærra en ég,“ segir hann. „Þessi auma persóna sem gegnir þessari stóru stöðu.“ Elliði sagði flokkinn jafnframt tilbúinn að vinna í minnihluta á næsta kjörtímabili, sé það vilji kjósenda.Íris Róbertsdóttir, oddviti H-listans.„Við erum rosalega þakklát fyrir þessar góðu viðtökur,“ sagði Íris Róbertsdóttir, oddviti H-listans, í sama viðtali á RÚV. „Það var klárlega meðbyr fyrir nýju framboði.“ Íris sagðist telja að málefnin hefðu að mestu ráðið góðu gengi hins nýja framboðs, frekar en sú atburðarás sem varð til þess að listinn bauð fram. Sú ákvörðun Sjálfstæðismanna að stilla upp lista en fara ekki í prófkjör í flokknum fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar olli miklum titringi í flokknum og endaði með klofningsframboði H-listans. Eyjalistinn missir annan af sínum tveimur bæjarfulltrúum miðað við þessar fyrstu tölur. Njáll Ragnarsson, oddviti listans, segir flokkinn halda í vonina um að ná öðrum manni inn en að fyrstu tölur séu vissulega vonbrigði. „Ég get ekki verið sáttur við það,“ segir Njáll. „Það var svo sem á brattan að sækja en þetta eru vonbrigði.“ Kosningar 2018 Tengdar fréttir Betri kjörsókn í Vestmannaeyjum en á sama tíma fyrir átta árum Kjörsókn hefur verið misjöfn á milli sveitarfélaga í sveitarstjórnarkosningunum í dag en er heldur lakari en í kosningunum fyrir átta árum. 26. maí 2018 16:53 Lykilstarfsmaður Vestmannaeyjabæjar ætlar að segja upp ef Elliði verður ekki bæjarstjóri Rut Haraldsdóttir fjármálastjóra hjá Vestmannaeyjabæ líst ekkert á annan bæjarstjóra en Elliða. 17. maí 2018 15:34 Líkur á breytingum vegna klofnings Sjálfstæðismanna í Eyjum Titringur er í bæjarfélaginu fyrir kosningarnar. 15. maí 2018 20:30 Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Innlent „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Innlent Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Innlent „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Innlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar Innlent Fleiri fréttir „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Sjá meira
Elliði Vignisson, bæjarstjóri Vestmannaeyjabæjar, segir það gaman að fylgjast með úrslitum kosninganna. Fyrir Heimaey, klofningsframboð úr Sjálfstæðisflokki Elliða, virðist hafa tekið mikið fylgi af Sjálfstæðismönnum miðað við fyrstu tölur. Samkvæmt þeim næði Elliði ekki kjöri, en hann skipar fimmta sæti listans. Þar mælist Sjálfstæðisflokkurinn með 45,6 prósenta fylgi og fjóra bæjarfulltrúa, Fyrir Heimaey með 33,8 prósent og tvo fulltrúa og Eyjalistinn með 20,6 prósent og einn bæjarfulltrúa. „Spennan er gríðarlega mikil núna og gaman að fylgjast með,“ sagði Elliði í beinni útsendingu á RÚV fyrir stuttu og greip til líkingamáls úr heimi íþróttanna. „Við erum að fara inn í „overtime“ og kannski svona fjórar mínútur eftir á klukkunni.“ Sjálfstæðisflokkurinn vann stórsigur í Vestmannaeyjum í síðustu sveitastjórnarkosningum undir stjórn Elliða, hlaut rúmlega 73 prósent atkvæða og fimm fulltrúa í bæjarstjórn á móti tveimur fulltrúum Eyjalistans. Elliði segir það áhugavert að sjá að samanlagt fylgi Sjálfstæðismanna og H-listans sé mjög svipað og Sjálfstæðisflokkurinn hlaut þá. Elliði hefur verið bæjarstjóri frá árinu 2006. Aðspurður hvort bæjarstjórastóllinn hangi ekki á bláþræði, sagði hann það vissulega vera svo. „En þetta er auðvitað mikið stærra en ég,“ segir hann. „Þessi auma persóna sem gegnir þessari stóru stöðu.“ Elliði sagði flokkinn jafnframt tilbúinn að vinna í minnihluta á næsta kjörtímabili, sé það vilji kjósenda.Íris Róbertsdóttir, oddviti H-listans.„Við erum rosalega þakklát fyrir þessar góðu viðtökur,“ sagði Íris Róbertsdóttir, oddviti H-listans, í sama viðtali á RÚV. „Það var klárlega meðbyr fyrir nýju framboði.“ Íris sagðist telja að málefnin hefðu að mestu ráðið góðu gengi hins nýja framboðs, frekar en sú atburðarás sem varð til þess að listinn bauð fram. Sú ákvörðun Sjálfstæðismanna að stilla upp lista en fara ekki í prófkjör í flokknum fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar olli miklum titringi í flokknum og endaði með klofningsframboði H-listans. Eyjalistinn missir annan af sínum tveimur bæjarfulltrúum miðað við þessar fyrstu tölur. Njáll Ragnarsson, oddviti listans, segir flokkinn halda í vonina um að ná öðrum manni inn en að fyrstu tölur séu vissulega vonbrigði. „Ég get ekki verið sáttur við það,“ segir Njáll. „Það var svo sem á brattan að sækja en þetta eru vonbrigði.“
Kosningar 2018 Tengdar fréttir Betri kjörsókn í Vestmannaeyjum en á sama tíma fyrir átta árum Kjörsókn hefur verið misjöfn á milli sveitarfélaga í sveitarstjórnarkosningunum í dag en er heldur lakari en í kosningunum fyrir átta árum. 26. maí 2018 16:53 Lykilstarfsmaður Vestmannaeyjabæjar ætlar að segja upp ef Elliði verður ekki bæjarstjóri Rut Haraldsdóttir fjármálastjóra hjá Vestmannaeyjabæ líst ekkert á annan bæjarstjóra en Elliða. 17. maí 2018 15:34 Líkur á breytingum vegna klofnings Sjálfstæðismanna í Eyjum Titringur er í bæjarfélaginu fyrir kosningarnar. 15. maí 2018 20:30 Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Innlent „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Innlent Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Innlent „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Innlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar Innlent Fleiri fréttir „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Sjá meira
Betri kjörsókn í Vestmannaeyjum en á sama tíma fyrir átta árum Kjörsókn hefur verið misjöfn á milli sveitarfélaga í sveitarstjórnarkosningunum í dag en er heldur lakari en í kosningunum fyrir átta árum. 26. maí 2018 16:53
Lykilstarfsmaður Vestmannaeyjabæjar ætlar að segja upp ef Elliði verður ekki bæjarstjóri Rut Haraldsdóttir fjármálastjóra hjá Vestmannaeyjabæ líst ekkert á annan bæjarstjóra en Elliða. 17. maí 2018 15:34
Líkur á breytingum vegna klofnings Sjálfstæðismanna í Eyjum Titringur er í bæjarfélaginu fyrir kosningarnar. 15. maí 2018 20:30