Innlent

„Þetta er mjög sárt“

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Margrét Júlía Rafnsdóttir, oddviti Vinstri grænna, er ekki inni í bæjarstjórn miðað við fyrstu tölur.
Margrét Júlía Rafnsdóttir, oddviti Vinstri grænna, er ekki inni í bæjarstjórn miðað við fyrstu tölur.
Það var þungt hljóð í Margréti Júlíu Rafnsdóttur, oddvita Vinstri grænna í Kópavogi, þegar Erla Björg Gunnarsdóttir, fréttamaður, ræddi við hana í beinni útsendingu í kosningasjónvarpi Stöðvar 2. Miðað við fyrstu tölur missa Vinstra græn sinn eina fulltrúa í bæjarstjórn Kópavogs.

Spurð út í hvernig henni liði með fyrstu tölur sagði Margrét:

„Mér finnst þetta aðallega sárt fyrir málstaðinn. Við erum þau sem höfum haldið á lofti sjónarmiðum umhverfisverndar og það er það sem skiptir okkur auðvitað gríðarlega miklu máli núna, loftslagsbreytingar auðvitað og allt þetta. Við vorum með mikið af hugmyndum í gangi hvað við myndum vilja vinna að hér í bænum.“

Hvað klikkaði heldurðu?

„Það kom náttúrulega klofningsframboð, Sósíalistar, einstaklingur sem var í VG stofnaði annan lista og það náttúrulega hlýtur að hafa áhrif, klofnar fylgið og þetta samanlagt hefði náttúrulega haldið inn manni þannig að það má segja að það hefur örugglega spilað stóra rullu þannig að þetta er mjög sárt en við þurfum að halda svo sannarlega málstaðnum á lofti hér í bæ,“ sagði Margrét Júlía.

Í spilaranum hér fyrir neðan má sjá viðtalið við Margréti Júlíu sem og viðbrögð Ármanns Kr. Ólafssonar, oddvita Sjálfstæðisflokksins, og Geir Þorsteinsson, oddvita Miðflokksins.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×