Innlent

Varnarsigur Sjalla á Nesinu

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Ásgerður Halldórsdóttir bæjarstjóri Seltjarnarness er ánægð með fyrstu tölur en ekkert er í húsi.
Ásgerður Halldórsdóttir bæjarstjóri Seltjarnarness er ánægð með fyrstu tölur en ekkert er í húsi. Vísir/GVA
„Við erum rosalega glöð. Þetta yrði mikill varnarsigur,“ segir Ásgerður Halldórsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins á Seltjarnarnesi eftir fyrstu tölur.

Fylgi flokksins fer úr 53% í 46% en flokkurinn heldur fjórum fulltrúum sínum og þar með meirihluta á Nesinu. Litlu má þó muna að Fyir Seltjarnarnes nái inn manni sem yrði þá væntanlega á kostnað Sjálfstæðismanna. Þá væri Sjálfstæðisflokkurinn með þrjá fulltrúa og allt galopið.

„Það hefur verið mjög mikið sótt að okkur. En ef þetta yrðu lokatölur yrðum við alsæl.“

Ásgerður þakkar sínu fólki fyrir baráttuna en flokkurinn heldur kosningapartý á Austurströnd 3 úti á Nesi og þar verður vakað eftir lokatölum.

Sjö menn eru í bæjarstjórn. Sjálfstæðisflokkurinn fær samkvæmt þessu fjóra menn. Samfylkingin fær tvo menn og Viðreisn/Neslisti fær einn mann. Sjálfstæðisflokkurinn héldi hreinum meirihluta.

Uppfært klukkan 23:44

Lokatölur var verið að kynna rétt í þessu og Sjálfstæðisflokkurinn fær fjóra menn og heldur meirihluta í bæjarstjórninni.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×