Innlent

Sjálfstæðismenn á Skaganum vongóðir þrátt fyrir að missa mann

Bjarki Ármannsson skrifar
Rakel Óskarsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins á Akranesi.
Rakel Óskarsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins á Akranesi.
„Ég er bara virkilega ánægð,“ segir Rakel Óskarsdóttir, bæjarfulltrúi á Akranesi og oddviti Sjálfstæðisflokksins, um fyrstu tölur úr bæjarfélaginu. Samkvæmt þeim tapar flokkurinn einum manni og mælist með fjóra menn inni af níu. Samfylkingin fengi þrjá samkvæmt tölunum og Framsókn tvo.

„Við erum nokkuð á pari, prósentulega séð, og í síðustu kosningum“ bendir Rakel á. „En það eru náttúrulega færri framboð í gangi nú og þess vegna missum við mann.“ Rakel segist halda í vonina um að ná fimmta manninum inn, þó töluvert vanti uppá.

Sjálfstæðisflokkurinn hefur setið í meirihluta síðastliðið kjörtímabil ásamt Bjartri framtíð, sem býður ekki fram að þessu sinni. Rakel segist vongóð um að Sjálfstæðisflokkurinn nái að mynda meirihluta með öðrum flokki á næsta kjörtímabili, verði þetta niðurstaðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×