„Lengi getur gott batnað“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 27. maí 2018 03:34 Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins, og Hildur Björnsdóttir sem skipar 2. sætið á lista flokksins fallast hér í faðma á kosningavökunni á Grand Hotel í kvöld. vísir/vilhelm Það var gott hljóð í Eyþóri Arnalds, oddvita Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, þegar Vísir náði tali af honum til að fá viðbrögð við þriðju tölum í Reykjavík. Þær tölur sýna Sjálfstæðisflokkinn í yfirburðastöðu í borginni með 32 prósent atkvæða og níu borgarfulltrúa. „Lengi getur gott batnað segi ég bara,“ sagði Eyþór og hélt áfram: „Við settum okkur það markmið að fella þennan meirihluta og það hefur gjörsamlega tekist og að vera leiðandi afl í breytingum með því að vera stærsti flokkurinn. Við sjáum að ákall eftir breytingum er ákaflega skýrt. Við, flokkurinn sem talaði fyrir breytingum, erum langstærsti flokkurinn og svo nýju flokkarnir sem líka töluðu fyrir breytingum eru að fá mikið fylgi en þeir flokkar sem töluðu um að halda áfram með óbreytt ástand að þeir eru að steyta á skeri.“ Miðað við hvernig tölurnar í Reykjavík standa núna er Viðreisn í oddastöðu. Það mun því væntanlega velta á þeim flokki hvort að myndaður verði meirihluti í borginni til vinstri eða hægri svo það liggur beinast við að spyrja Eyþór hvort hann sé byrjaður að tala við Þórdísi Lóu Þórhallsdóttur, oddvita Viðreisnar. „Við Þórdís Lóa erum búin að vera ásamt öðrum á milli sjónvarpsstöðvanna. Ég finn mikinn samhljóm á milli þessara tveggja flokka í mjög mörgum málum. Við viljum einfalda stjórnkerfið, lækka álögur, setja fjármagn í skólana og svo framvegis. Þetta eru allt saman mál sem þessir flokkar eru sammála um en nú er bara að sjá hvernig tölurnar enda,“ segir Eyþór.En hann er þá ekki byrjaður að mynda meirihluta nú þegar bak við tjöldin? „Nei, við erum einfaldlega að fylgjast með tölunum. En það er boðskapur í tölunum, ákall um breytingar, og ég er viss um að Viðreisn og aðrir flokkar sem koma nýir inn vilji taka þátt í breytinum.“ Kosningar 2018 Tengdar fréttir Stefnir í stórsigur Sósíalistaflokksins í Reykjavík Miðað við aðrar tölur sem kynntar voru fyrir skemmstu í Reykjavík stefnir í stórsigur Sósíalistaflokksins. 27. maí 2018 01:23 „Ég ætlaði að koma með áttunda manninn með mér“ Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri í Reykjavík og oddviti Samfylkingarinnar, þakkaði flokksmönnum sínum fyrir hlýjar móttökur þegar hann mætti á kosningavöku flokksins í Austurbæ nú skömmu eftir miðnætti. 27. maí 2018 00:20 Vaktin: Íslendingar ganga til kosninga Vísir greinir frá nýjustu tíðindum frá kjördegi um leið og þau berast. 26. maí 2018 06:45 Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sjá meira
Það var gott hljóð í Eyþóri Arnalds, oddvita Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, þegar Vísir náði tali af honum til að fá viðbrögð við þriðju tölum í Reykjavík. Þær tölur sýna Sjálfstæðisflokkinn í yfirburðastöðu í borginni með 32 prósent atkvæða og níu borgarfulltrúa. „Lengi getur gott batnað segi ég bara,“ sagði Eyþór og hélt áfram: „Við settum okkur það markmið að fella þennan meirihluta og það hefur gjörsamlega tekist og að vera leiðandi afl í breytingum með því að vera stærsti flokkurinn. Við sjáum að ákall eftir breytingum er ákaflega skýrt. Við, flokkurinn sem talaði fyrir breytingum, erum langstærsti flokkurinn og svo nýju flokkarnir sem líka töluðu fyrir breytingum eru að fá mikið fylgi en þeir flokkar sem töluðu um að halda áfram með óbreytt ástand að þeir eru að steyta á skeri.“ Miðað við hvernig tölurnar í Reykjavík standa núna er Viðreisn í oddastöðu. Það mun því væntanlega velta á þeim flokki hvort að myndaður verði meirihluti í borginni til vinstri eða hægri svo það liggur beinast við að spyrja Eyþór hvort hann sé byrjaður að tala við Þórdísi Lóu Þórhallsdóttur, oddvita Viðreisnar. „Við Þórdís Lóa erum búin að vera ásamt öðrum á milli sjónvarpsstöðvanna. Ég finn mikinn samhljóm á milli þessara tveggja flokka í mjög mörgum málum. Við viljum einfalda stjórnkerfið, lækka álögur, setja fjármagn í skólana og svo framvegis. Þetta eru allt saman mál sem þessir flokkar eru sammála um en nú er bara að sjá hvernig tölurnar enda,“ segir Eyþór.En hann er þá ekki byrjaður að mynda meirihluta nú þegar bak við tjöldin? „Nei, við erum einfaldlega að fylgjast með tölunum. En það er boðskapur í tölunum, ákall um breytingar, og ég er viss um að Viðreisn og aðrir flokkar sem koma nýir inn vilji taka þátt í breytinum.“
Kosningar 2018 Tengdar fréttir Stefnir í stórsigur Sósíalistaflokksins í Reykjavík Miðað við aðrar tölur sem kynntar voru fyrir skemmstu í Reykjavík stefnir í stórsigur Sósíalistaflokksins. 27. maí 2018 01:23 „Ég ætlaði að koma með áttunda manninn með mér“ Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri í Reykjavík og oddviti Samfylkingarinnar, þakkaði flokksmönnum sínum fyrir hlýjar móttökur þegar hann mætti á kosningavöku flokksins í Austurbæ nú skömmu eftir miðnætti. 27. maí 2018 00:20 Vaktin: Íslendingar ganga til kosninga Vísir greinir frá nýjustu tíðindum frá kjördegi um leið og þau berast. 26. maí 2018 06:45 Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sjá meira
Stefnir í stórsigur Sósíalistaflokksins í Reykjavík Miðað við aðrar tölur sem kynntar voru fyrir skemmstu í Reykjavík stefnir í stórsigur Sósíalistaflokksins. 27. maí 2018 01:23
„Ég ætlaði að koma með áttunda manninn með mér“ Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri í Reykjavík og oddviti Samfylkingarinnar, þakkaði flokksmönnum sínum fyrir hlýjar móttökur þegar hann mætti á kosningavöku flokksins í Austurbæ nú skömmu eftir miðnætti. 27. maí 2018 00:20
Vaktin: Íslendingar ganga til kosninga Vísir greinir frá nýjustu tíðindum frá kjördegi um leið og þau berast. 26. maí 2018 06:45