Rýnt í úrslit borgarstjórnarkosninga: Viðreisn í lykilstöðu Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 27. maí 2018 08:46 Það eru ýmsar breytingar á borgarstjórn Reykjavíkur þegar úrslit kosninganna liggja fyrir. Vísir/Vilhelm Lokatölur úr borgarstjórnarkosningum, sem voru kynntar á sjöunda tímanum, sýna svo ekki sé um villst að meirihluti Samfylkingar, Vinstri grænna, Pírata og Bjartrar framtíðar er fallinn. Það dregur heldur betur til tíðinda nú þegar öll atkvæði hafa verið talin í borginni; Sjálfstæðisflokkurinn vann mikinn kosningasigur og er stærsti flokkurinn, Samfylkingin missir 6% fylgi frá síðustu borgarstjórnarkosningum, Viðreisn hefur tryggt sér lykilstöðu, Vinstri græn biðu afhroð og Sósíalistaflokkur Íslands náði feikilega góðum árangri í fyrstu kosningum hins nýstofnaða flokks.Sjálfstæðisflokkurinn stærstur Sjálfstæðisflokkurinn vann mikinn kosningasigur og er stærsti flokkurinn í borginni með 30,8% atkvæða og átta borgarfulltrúa. Sjálfstæðisflokkurinn hefur bætt sig um 5,1% frá því í síðustu borgarstjórnarkosningum árið 2014 en þá endaði flokkurinn með 25,7% atkvæða. Hann bætir því við sig fjórum borgarfulltrúum. Eyþór Laxdal Arnalds, Hildur Björnsdóttir, Valgerður Sigurðardóttir, Egill Þór Jónsson, Marta Guðjónsdóttir, Katrín Atladóttir, Örn Þórðarson og Björn Gíslason eru þeir frambjóðendur Sjálfstæðisflokksins sem komust inn í borgarstjórn. Talsverð endurnýjun er á lista Sjálfstæðisflokksins.Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins, og Hildur Björnsdóttir sem skipar 2. sætið á lista flokksins fallast hér í faðma á kosningavökunni á Grand Hotel í kvöld.vísir/vilhelmSamfylkingin með 7 fulltrúa Samfylkingin, sem framan af mældist stærsti flokkurinn í skoðanakönnunum, er næststærsti flokkurinn í borgarstjórn en tapar miklu frá því sem var. Samfylkingin fékk 25,9% atkvæða og 7 borgarfulltrúa. Árið 2014 var flokkurinn með 31,9% atkvæða, því er ljóst að hann hefur misst heil 6% frá síðustu sveitarstjórnarkosningum. Dagur B. Eggertsson, núverandi borgarstjóri, Heiða Björg Hilmisdóttir, Skúli Helgason, Kristín Soffía Jónsdóttir, Hjálmar Sveinsson, Sabine Leskopf og Guðrún Ögmundsdóttir eru þeir frambjóðendur Samfylkingarinnar sem komumst inn í borgarstjórn.Viðreisn í lykilstöðu til að mynda meirihluta Viðreisn er stærst nýju flokkanna sem buðu fram til borgarstjórnarkosninganna og er jafnframt þriðji stærsti flokkurinn. Viðreisn fékk 8,2% atkvæða og tvo borgarfulltrúa, Þórdísi Lóu Þórhallsdóttur og Pawel Bartoszek. Flokkurinn er í lykilstöðu að aflokunum kosningum því hann getur myndað meirihluta bæði til hægri og vinstri.Píratar bæta við sig Píratar sækja í sig veðrið eru með 7,7% atkvæða og 2 borgarfulltrúa, eins og Viðreisn, þegar atkvæði hafa verið talin. Í borgarstjórnarkosningunum 2014 endaði flokkurinn með 5,9% atkvæði og bætir sig því um 1,8%. Dóra Björt Guðjónsdóttir og Sigurborg Ósk Haraldsdóttir eru þeir borgarfulltrúar Pírata sem komust inn í borgarstjórn.Sanna Magdalena Mörtudóttir, oddviti Sósíalistaflokksins í Reykjavík, hefur tryggt sér sæti í borgarstjórn.Vísir/VilhelmSósíalistar vinna stórt Sósíalistaflokkur sem bauð í fyrsta skiptið fram í kosningum hlaut 6,4% atkvæða sem má teljast kosningasigur hjá svona ungum flokki. Sósíalistaflokkurinn, með Sönnu Magdalenu Mörtudóttur í broddi fylkingar, hefur tryggt sér sæti í borgarstjórn þegar lokatölur liggja fyrir.Miðflokkur er inni en Framsókn úti Miðflokkurinn virðist hafa tekið svakalega mikið fylgi af Framsóknarflokknum sem fékk ekki einn einasta borgarfulltrúa. Miðflokkurinn með Vigdísi Hauksdóttur í broddi fylkingar, endaði með 6,1% atkvæða í þessum fyrstu borgarstjórnarkosningum sem flokkurinn býður fram í og nær einum manni inn.Líf Magneudóttir er fulltrúi Vinstri hreyfingarinnar - græns framboðs í borgarstjórn Reykjavíkur.Vísir/Vilhelm GunnarssonSlæm úrslit fyrir VGVinstri hreyfingin – grænt framboð beið afhroð í borgarstjórnarkosningunum og endaði með verstu niðurstöðu sem VG hefur fengið í borginni en flokkurinn hefur boðið fjórum sinnum fram til borgarstjórnar. VG endaði með 4,6% atkvæða og oddviti flokksins, Líf Magneudóttir, kemst ein frambjóðenda inn í borgarstjórn. Í síðustu kosningum fékk flokkurinn 8,3% atkvæða og tapar því 3,7 prósentustigum.Flokkur fólksins með fulltrúa í borgarstjórn Flokkur fólksins, sem býður fram í fyrsta sinn til borgarstjórnarkosninga, náði feikilega góðum árangri með 4,3% atkvæða og nær því einum borgarfulltrúa inn. Kolbrún Baldursdóttir, oddviti flokksins, er sá fulltrúi Flokks fólksins í borgstjórn.Náðu ekki inn Aðrir flokkar náðu ekki inn í borgarstjórn og er Framsóknarflokkurinn á meðal þeirra með 3,2% atkvæða og tapar 7,5 prósentustigum frá því í síðustu borgarstjórnarkosningum. Kvennahreyfingin var næststærst af þeim flokkum sem ekki náðu borgarfulltrúa og endaði með 0,9% atkvæða. Höfuðborgarlistinn fékk 0,6%, Borgin okkar – Reykjavík fékk 0,4%, Alþýðufylkingin fékk 0,3%, Karlalistinn fékk 0,3% og Frelsisflokkur og Íslenska þjóðfylkingin voru minnst með 0,2% atkvæða hvor um sig. Kosningar 2018 Mest lesið Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Innlent Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Sama rúta olli skemmdum á bannsvæði í hádeginu Innlent Fleiri fréttir Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Sjá meira
Lokatölur úr borgarstjórnarkosningum, sem voru kynntar á sjöunda tímanum, sýna svo ekki sé um villst að meirihluti Samfylkingar, Vinstri grænna, Pírata og Bjartrar framtíðar er fallinn. Það dregur heldur betur til tíðinda nú þegar öll atkvæði hafa verið talin í borginni; Sjálfstæðisflokkurinn vann mikinn kosningasigur og er stærsti flokkurinn, Samfylkingin missir 6% fylgi frá síðustu borgarstjórnarkosningum, Viðreisn hefur tryggt sér lykilstöðu, Vinstri græn biðu afhroð og Sósíalistaflokkur Íslands náði feikilega góðum árangri í fyrstu kosningum hins nýstofnaða flokks.Sjálfstæðisflokkurinn stærstur Sjálfstæðisflokkurinn vann mikinn kosningasigur og er stærsti flokkurinn í borginni með 30,8% atkvæða og átta borgarfulltrúa. Sjálfstæðisflokkurinn hefur bætt sig um 5,1% frá því í síðustu borgarstjórnarkosningum árið 2014 en þá endaði flokkurinn með 25,7% atkvæða. Hann bætir því við sig fjórum borgarfulltrúum. Eyþór Laxdal Arnalds, Hildur Björnsdóttir, Valgerður Sigurðardóttir, Egill Þór Jónsson, Marta Guðjónsdóttir, Katrín Atladóttir, Örn Þórðarson og Björn Gíslason eru þeir frambjóðendur Sjálfstæðisflokksins sem komust inn í borgarstjórn. Talsverð endurnýjun er á lista Sjálfstæðisflokksins.Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins, og Hildur Björnsdóttir sem skipar 2. sætið á lista flokksins fallast hér í faðma á kosningavökunni á Grand Hotel í kvöld.vísir/vilhelmSamfylkingin með 7 fulltrúa Samfylkingin, sem framan af mældist stærsti flokkurinn í skoðanakönnunum, er næststærsti flokkurinn í borgarstjórn en tapar miklu frá því sem var. Samfylkingin fékk 25,9% atkvæða og 7 borgarfulltrúa. Árið 2014 var flokkurinn með 31,9% atkvæða, því er ljóst að hann hefur misst heil 6% frá síðustu sveitarstjórnarkosningum. Dagur B. Eggertsson, núverandi borgarstjóri, Heiða Björg Hilmisdóttir, Skúli Helgason, Kristín Soffía Jónsdóttir, Hjálmar Sveinsson, Sabine Leskopf og Guðrún Ögmundsdóttir eru þeir frambjóðendur Samfylkingarinnar sem komumst inn í borgarstjórn.Viðreisn í lykilstöðu til að mynda meirihluta Viðreisn er stærst nýju flokkanna sem buðu fram til borgarstjórnarkosninganna og er jafnframt þriðji stærsti flokkurinn. Viðreisn fékk 8,2% atkvæða og tvo borgarfulltrúa, Þórdísi Lóu Þórhallsdóttur og Pawel Bartoszek. Flokkurinn er í lykilstöðu að aflokunum kosningum því hann getur myndað meirihluta bæði til hægri og vinstri.Píratar bæta við sig Píratar sækja í sig veðrið eru með 7,7% atkvæða og 2 borgarfulltrúa, eins og Viðreisn, þegar atkvæði hafa verið talin. Í borgarstjórnarkosningunum 2014 endaði flokkurinn með 5,9% atkvæði og bætir sig því um 1,8%. Dóra Björt Guðjónsdóttir og Sigurborg Ósk Haraldsdóttir eru þeir borgarfulltrúar Pírata sem komust inn í borgarstjórn.Sanna Magdalena Mörtudóttir, oddviti Sósíalistaflokksins í Reykjavík, hefur tryggt sér sæti í borgarstjórn.Vísir/VilhelmSósíalistar vinna stórt Sósíalistaflokkur sem bauð í fyrsta skiptið fram í kosningum hlaut 6,4% atkvæða sem má teljast kosningasigur hjá svona ungum flokki. Sósíalistaflokkurinn, með Sönnu Magdalenu Mörtudóttur í broddi fylkingar, hefur tryggt sér sæti í borgarstjórn þegar lokatölur liggja fyrir.Miðflokkur er inni en Framsókn úti Miðflokkurinn virðist hafa tekið svakalega mikið fylgi af Framsóknarflokknum sem fékk ekki einn einasta borgarfulltrúa. Miðflokkurinn með Vigdísi Hauksdóttur í broddi fylkingar, endaði með 6,1% atkvæða í þessum fyrstu borgarstjórnarkosningum sem flokkurinn býður fram í og nær einum manni inn.Líf Magneudóttir er fulltrúi Vinstri hreyfingarinnar - græns framboðs í borgarstjórn Reykjavíkur.Vísir/Vilhelm GunnarssonSlæm úrslit fyrir VGVinstri hreyfingin – grænt framboð beið afhroð í borgarstjórnarkosningunum og endaði með verstu niðurstöðu sem VG hefur fengið í borginni en flokkurinn hefur boðið fjórum sinnum fram til borgarstjórnar. VG endaði með 4,6% atkvæða og oddviti flokksins, Líf Magneudóttir, kemst ein frambjóðenda inn í borgarstjórn. Í síðustu kosningum fékk flokkurinn 8,3% atkvæða og tapar því 3,7 prósentustigum.Flokkur fólksins með fulltrúa í borgarstjórn Flokkur fólksins, sem býður fram í fyrsta sinn til borgarstjórnarkosninga, náði feikilega góðum árangri með 4,3% atkvæða og nær því einum borgarfulltrúa inn. Kolbrún Baldursdóttir, oddviti flokksins, er sá fulltrúi Flokks fólksins í borgstjórn.Náðu ekki inn Aðrir flokkar náðu ekki inn í borgarstjórn og er Framsóknarflokkurinn á meðal þeirra með 3,2% atkvæða og tapar 7,5 prósentustigum frá því í síðustu borgarstjórnarkosningum. Kvennahreyfingin var næststærst af þeim flokkum sem ekki náðu borgarfulltrúa og endaði með 0,9% atkvæða. Höfuðborgarlistinn fékk 0,6%, Borgin okkar – Reykjavík fékk 0,4%, Alþýðufylkingin fékk 0,3%, Karlalistinn fékk 0,3% og Frelsisflokkur og Íslenska þjóðfylkingin voru minnst með 0,2% atkvæða hvor um sig.
Kosningar 2018 Mest lesið Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Innlent Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Sama rúta olli skemmdum á bannsvæði í hádeginu Innlent Fleiri fréttir Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Sjá meira